blaðið - 17.03.2006, Page 1
Friálst,
óháð &
ókeypis!
KRINGLU
20-50% afsláttur (
afnýjumvorum ^
C<K
MEI Illl/I 1111M 5111
■ VIÐTAL
Ekkjur fá meiri
stuðning en frá-
skildar konur
63. tólublað 2. árgangur
föstudagur
17. mars 2006
Hjónaerjum
lýkur með
sprengingu
Mexíkósk hjón eru á batavegi eftir
að erjur þeirra fóru úr böndunum.
Hnífum var kastað, hleypt af
byssum og svo fór að deilunni lauk
með réttnefndri sprengingu.
Að sögn mexíkóska dagblaðsins
Milenio var lögreglan kölluð út
í þorpinu Oxkutzcab á Yucatan-
skaganum vegna deilna þeirra
Juan Espinosa og konu hans Irmu
Contreras. Juan var handtekinn en 1
Irma flutt á sjúkrahús vegna alvar-
legra brunasára.
Að sögn blaðsins voru erjur
þeirra Irmu og Juans sem klipptar
út úr kvikmyndinni „Mr. And Mrs.
Smith“ sem þau Brad Pitt og Ang-
elina Jolie fóru með aðalhlutverkin
í. 1 kvikmyndinni leika þau leigu-
morðingja og fá það verkefni að
drepa hvort annað. Þegar fúkyrði
og öskur dugðu ekki lengur þeim
Irmu og Juan gripu skötuhjúin til
hnífa. Því næst voru byssurnar
teknar fram og hleypt af þeim
óspart inni í íbúðinni. Skothríðin
hætti skyndilega þegar heima-
smíðuð bensínsprengja sprakk
inni á heimilinu.
Juan sagðist vera alsæjll með að
kona hans hefði hlotið' brunasár
en Irma kom þeim boðum til blaða-
manna að hún iðraðist þess helst
að hafa ekki náð „að svipta Juan
karlmennskunni."
Alltaf að vinna?
Kynntu þér Vildarþjónustu fyrirtækja
sjjh«
550 2000 | www.sph.fs
Reuters
Stúdentamótmæli í Paris
Mikill fjöldi námsmanna safnaðist saman í París, höfuðborg Frakklands, í gær til að mótmæla áformum stjórnvalda
um breytingu á lögum um atvinnu ungmenna. Námsmenn og verkalýðssamtök hafa efnt til fjöldafunda að undan-
förnu í Frakklandi vegna þess sem sögð er vera aðför að réttindum ungs fólks. Stjórnvöld hyggjast auka sveigjanleika
á vinnumarkaði með því að setja sérstök lög um réttindi þeirra sem yngri eru en 26 ára og hafa verið skemur en tvö
ár í starfi. Verður unnt að segja fólki á þessum aldri upp starfi fyrirvaralaust og án útskýringar.
Stöðugt minni
tekjur af
varnarliðinu
frá árinu 1990
Tekjur Islendinga af varnarliðinu í
Keflavík hafa farið stöðugt minnk-
andi frá árinu 1990 sé miðað við
hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Árið 1990 námu tekjurnar 9,1 millj-
arði króna sem var um 2,5% af vergri
landsframleiðslu.
Á síðasta ári námu heildartekjur Is-
lendinga af varnarliðinu hins vegar
rúmum 8 milljörðum sem var um
o,8% af vergri landsframleiðslu
fyrir það ár.
Minni greiðslur til
launþega og verktaka
Þá hafa launa- og verktakagreiðslur
einnig farið minnkandi á undan-
förnum árum. Árið 2000 voru þær
tæpir 7,6 milljarðar en á síðasta ári
námu þær rúmum 4,5 milljörðum
og hafa því lækkað um rúma þrjá
milljarða eða tæp 40%. Mest munar
um greiðslur til verktaka en árið
2000 námu þær rúmum 4,2 millj-
örðum króna en á síðasta ári voru
þær rétt rúmur milljarður. Á sama
tímabili hafa launagreiðslur dregist
saman um 150 milljónir.
Vamir verða áfram öflugar
Sendiherra Bandaríkjanna á íslandi segir varnarsamninginn frá 1951 enn ífullu gildi.
Ákvarðanir sem varða viðbúnað
Bandaríkjamanna á íslandi eru
teknar af bandarískum stjórn-
völdum, þrátt fyrir að varnarsamn-
ingurinn frá 1951 sé tvíhliða.
Þetta segir Carol van Voorst, sendi-
herra Bandaríkjanna á Islandi, í
samtali við Blaðið. Hún segir að
fjöldi bandarískra hermanna á
íslandi hafi tekið stöðugum breyt-
ingum í gegnum árin. „Uppbygging
liðsaflans í Keflavík hefur verið háð
samkomulagi þjóðanna tveggja,
en að endingu hafa slíkar ákvarð-
anir verið mál Bandaríkjanna. Við
höfum starfað náið með íslend-
ingum í gegnum árin og þetta er
ekki i fyrsta skipti sem við höfum
reynt að flytja orrustuþoturnar
fjórar á brott. Við höfum bent á að
þær komi ekki að miklum notum
hér á landi. Við höfum samt sem
áður skilning á því að þetta valdi
íslenskum stjórnvöldum áhyggjum.“
Sendiherrann sagðist í gær hafa
fulla trú á því að unnt yrði í sam-
ræmi við varnarsamninginn að
móta kerfi sem fallið yrði til að
tryggja varnir Islands fram eftir 21.
öldinni.
Samningurinn er til framtíðar
Aðspurð um hvort hún óttist ekki
að ákvörðun um að flytja á brott
herþotur og þyrlur geti leitt til þess
að samningnum verði sagt upp af
hálfu íslendinga kvað van Voorst
svo ekki vera.
„Við ætlum okkur að halda áfram
því samstarfi sem þjóðirnar hafa
átt í gegnum árin.“ Van Voorst segir
að þegar litið sé til sögunnar sjái
menn að samningurinn hafi þjónað
báðum ríkjum vel. „Og ég á von á
því að það haldi áfram til fram-
tíðar.“ Hún hefur ekki trú á því að
Carol van Voorst
ákvörðun Bandaríkjastjórnar muni
hafa áhrif á samskipti ríkjanna
tveggja til hins verra. „Ég held að
þegar við erum komin yfir fyrsta
hjallann sem er breytingunni sam-
fara, þá verði samband ríkjanna
sterkara, betra og í meira samræmi
við varnarþarfir íslands," sagði
sendiherrann.
Sendiherrann vildi ekki taka
undir það sjónarmið að ákvörðun
Bandaríkjamanna brjóti í bága við
varnarsamninginn en í honum
segir að stærð heraflans á Islandi
eigi að ákveða í samningum á milli
þjóðanna. „Að okkar mati er þessi
grein í samningnum skrifuð fyrir Is-
lendinga á sínum tíma. Islendingar
vildu ekki sjá það gerast að banda-
rískir hermenn flæddu inn í landið.
íslendingar vildu geta haldið fjöld-
anum í skefjum.
Varnir íslands munu verða öfl-
ugar eftir sem áður. Við virðum
skuldbindingar okkar í samræmi
við varnarsamninginn frá 1951 og
NATO-samninginn og það mun
ekki breytast.“
Allar King Koil heisludýnur eru
með svæðaskiptum stífleika,
bæði í gormakefi og í bólstrun,
þannig að þau veita fullkominn
stuðning við mjóbak og háls.
[ Refcfejan
ipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is
Gleymum ekki i leit okkar að góðu lifi
að það eru liísgæði aö fá góðan svefn
Amerískar heilsudýnur í hæsta
gæðaflokki. King Koil hefur
framleitt hágæða rúm í
Bandaríkjunum síðan árið 1898
og framleiðir í dag einu dýnurnar
sem eru bæði með vottun frá
FCER og Good Housekeeping,
stærstu neytendasamtökum
Bandaríkjanna.
MARS TILBOÐ
King Koil Fiesta
spine support Queen size
K1NG
K 011