blaðið - 17.03.2006, Page 10

blaðið - 17.03.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöiö Einn á ferö í viðsjárverðum heimi. George Bush er reiðubúinn að standa einn gegn ógnvöldum heimsins. Bandaríkjamönnum stafar mest ógn af klerkastjórninni í íran Ekki er hvikaðfrá „Bush-kenningunni“ um stríð íforvarnarskyni í nýrri hernaðarstefnu Banda ríkjastjórnar. Rikjum sem hyggjast kjarnorkuvígvœðast er hótað hernaðaraðgerðum. Stjórnvöld í Washington kynntu í gær endurskoðaða hernaðarstefnu Bandaríkjanna, þá fyrstu frá því að hin svokallaða „Bush-kenning“ um hernaðaraðgerðir í forvarnarskyni var sett fram árið 2002. Hernaðar- stefnan ítrekar að stjórnvöld áskilji sér rétt til hernaðaraðgerða gegn ríkjum sem vinna að því að koma sér upp gereyðingarvopnum. Boðað er að Bandaríkjamönnum standi mest ógn af klerkastjórninni í Iran. Hernaðarstefnan var unnin af Ste- ven Hadley, öryggisráðgjafa Banda- ríkjaforseta, og hefur hennar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Er það ekki síst vegna spennunnar sem kjarnorkuáætlun trana hefur skapað og ástandsins í írak. Fram kemur í skýrslunni að Bandaríkja- menn séu reiðubúnir undir átök ná- ist samningar ekki um að íranir láti af auðgun úrans. Þrátt fyrir að enn hafi ekki fundist gereyðingavopn í Irak eru forvarna- árásir réttlættar í skýrslunni. Fram kemur að vegna eðlis þess stjórnar- fars sem ríkir í þeim löndum sem sækjast eftir að koma sér upp gereyð- ingavopnum í trássi við alþjóðalög sé ekki alltaf tryggt að sannanir fyrir til- vist þeirra finnist. Ekki er minnst á mögulega hernaðaríhlutun í Norður- Kóreu en stjórnvöld í Pyongjang ráða yfir kjarnorkuvopnum. Sú staðreynd hefur vakið athygli stjórnmálaskýr- enda en margir þeirra telja að með því sé verið að senda misvísandi skila- boð til stjórnvalda í Teheran. íranir geti álitið að komist þeir nægjanlega nálægt því að koma sér upp gereyð- ingavopnum þurfa þeir ekki að óttast aðgerðir Bandaríkjanna. Kjósa lausleg bandalög fram yfir formleg Tekið er fram í skýrslunni að Banda- ríkjamenn kjósi fyrst og fremst að leysa vandamál alþjóðasamfélags- ins með samningum og í samstarfi við bandamenn sína og líta má á þá yfirlýsingu sem tilraun til þess að endurbyggja brúna til Evrópu, sem skaðaðist nokkuð í aðdraganda írak- stríðsins. Þrátt fyrir yfirlýsinguna kemur fram í skýrslunni að banda- risk stjórnvöld hafni því að alþjóð- legt samstarf hefti svigrúm þeirra til aðgerða. Sú skoðun er sett fram að upp geti komið mál þar sem að stofnanir eins og NATO og Samein- uðu þjóðirnar gera minna gagn en lausleg og tímabundin bandalög, líkt því sem stofnað var til við að- draganda Iraksstríðsins. Nýja hernaðarstefnan þykir endur- óma þær áherslubreytingar í alþjóða- málum sem George Bush boðaði í West-Point herskólanum í júní 2002. Þó má greina breyttan tón. Nýja stefnan þykir ekki jafn mótuð af hug- sjónum og er ítarlegri þegar kemur að einstaka löndum. Fram kemur að bandarísk stjórnvöld líti á N-Kóreu, fran, Kúbu, Hvíta-Rússland, Burma og Zimbabwe sem útlagaríki í alþjóða- samfélaginu. Varað er sérstaklega við Hugo Chaves, forseta Venesúela, og honum lýst sem hættulegum lýð- skrumara sem stefni að því að skapa óstöðugleika í Suður-Ameríku. Staðið er við fyrri yfirlýsingar um hlutverk Bandaríkjanna við út- breiðslu lýðræðis, mannréttinda og frjáls viðskipti í heiminum. Því er lýst yfir að stjórnvöld í Washington muni veita andófsmönnum í einræð- isrikjum stuðning og þróunaraðstoð verði notuð til þess að þrýsta á lýð- ræðislegar kosningar og umbætur á borgaralegum réttindum í slíkum ríkjum. Sá varnagli er þó sleginn að niðurstaða frjálsra kosninga er ekki alltaf ásættanleg og er í því samhengi vísað til kosningasigurs Hamas-samtakanna í Palestínu. Sam- tökin eru talin til hryðjuverkahópa í Bandaríkjunum. Ákveðin skilaboð til Rússa og Kínverja Hernaðarstefnan endurspeglar aukna spennu í samskiptum Banda- ríkjamanna og Rússa. Lýsa Banda- rikjamenn yfir miklum áhyggjum af stöðu lýðræðis í Rússlandi. Sagt er að stjórnvöld í Moskvu sýni minni vilja til skuldbindinga um að efla lýð- ræði í landinu og í nágrannaríkjum þess. Lögð er áhersla á að samskipti Bandaríkjamanna og Rússa í fram- tíðinni muni mótast af þeirri stefnu sem þeir síðarnefndu reka í utan- ríkis- og innanlandsmálum. Fram til þessa hefur stefna Bush gagnvart Rússlandi fyrst og fremst mótast af sameiginlegum hagsmunum frekar en hugsjónum. Skýrslan gagnrýnir einnig stjórn- völd í Kína og eru þau sökuð um að stunda kaupauðgisstefnu á alþjóð- legumorkumarkaði. Kínverskstjórn- völd eru hvött til þess að reka ábyrga utanríkisstefnu og til að auka stjórn- mála- og efnahagslegt frelsi en á sama tíma er því lýst yfir að Banda- ríkjamenn muni verða reiðubúnir til þess að svara öllum tilraunum Kín- verja til þess að grafa undan stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Nýtt mann- réttindaráð Sameinuðu þjóðanna mbl.is | Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna hefur samþykkt að stofna nýtt mannréttindaráð. Nýja ráðið hefur fengið nafnið Human Rights Council og fer starfsemi þess fram í Genf. Það kemur í stað gömlu mannrétt- indanefndarinnar sem hafði sætt vaxandi gagnrýni á undan- förnum árum en í ráðinu höfðu setið ríki sem hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir bágborið ástand mannréttindamála. Ályktunin var samþykkt í atkvæðagreiðslu með 170 atkvæðum, 4 mótat- kvæðum og þrjú ríki sátu hjá. 47 ríki munu eiga sæti í ráðinu hverju sinni og verða kjörin af allsherjarþinginu. Kosið verður til nýja ráðsins 9. maí 2006 og verður fyrsti fundur þess hald- inn 19. júní 2006. Fastafulltrúi Is- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson, flutti ávarp við þessi tímamót og sagð- istvonaaðhið nýjamannréttinda- ráð Sameinuðu þjóðanna yrði til þess að efla starf samtakanna á sviði mannréttinda. Hann árétt- aði að ísland legði ríka áherslu á samsetningu ráðsins og að ís- land myndi ekki styðja ríki til setu í ráðinu sem kerfisbundið vanvirtu skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda eða sættu refsiaðgerðum af hálfu öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota. Fór í mál við sjálfan sig Curtis Cokey, bæjarstarfsmaður í bænum Lodi í Kaliforníu-ríki i Bandaríkjunum, fór í mál við bæjaryfirvöld eftir að bíll í eigu þeirra bakkaði á bíl hans. Málið flæktist þegar í ljós kom að Co- key var sjálfur undir stýri þegar hannbakkaði á eigin bíl. Bæjaryf- irvöld vísuðu málinu frá á þeirri forsendu að Cokey, sem vildi fá 20 þúsund króna skaðabætur, væri í raun að fara í mál við sjálfan sig. Cokey dó ekki ráða- laus. Hann fékk eiginkonu sínu til þess að fara í mál við bæjaryf- irvöld en þar sem að bíllinn var í eigu þeirra hjóna átti hún einnig kröfurétt vegna skemmda. Kona Cokey, Rhonda, krafðist hins vegar mun hærri bóta eða um 40 þúsund krónur. I samtali við fjöl- miðla sagði hún ástæðuna vera að hún væri mun illgjarnari en eiginmaður hennar. Sí Punna. PRP Plan '&f ROY4L CKNIN 20 % afslattur af öllum vorlaukum fram yfir helgi GARÐHEIMAR ' •» heimur skemmtilegra hluta og hugmynda DahlUi Tupnvr 2 S itini Stekkjarbakka 6 - Simi 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.