blaðið - 17.03.2006, Síða 16

blaðið - 17.03.2006, Síða 16
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöiö 16 VJ.1 iAL Ekkjur fá meiri stuöning en fráskildar konur Guðný Halldórsdóttir, prestur, gerði athugun á reynslu kvenna afmissi maka vegna andláts eða skilnaðar. ,Ég gerði athugun á reynslu kvenna sem höfðu lent í hjónaskilnaði eða upplifað andlát maka,“ segir Guðný en hún vinnur að meistaraverkefni við guðfræðideild Háskóla íslands. ,Ég talaði við tíu konur um lífsreynslu þeirra og byggði á sextán ára reynslu minni sem prestur í viðtölunum. Rannsóknin var eigindleg sem þýðir að ítarleg viðtöl voru tekin við hverja konu og niðurstöðurnar byggja á þeim. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á aðstæðum þessara kvenna og hvernig þær unnu sig í gegnum sorg sína, viðbrögð fjölskyldu, vina og samfélagsins í heild sinni og hvaða áhrif missirinn hafði á þær. Eg auglýsti eftir konum sem höfðu gengið í gegnum skilnað eða misst maka sinn í tengslum við verkefnið og þekkti þær því ekki áður. Konurnar voru allar á milli fertugs og fimmtugs og voru viðtölin tekin heima hjá þeim.“ Sorgarferli fráskildra kvenna flóknara .Niðurstöðurnar voru þær að allar konurnar fundu til mikillar sorgar óháð því hvort þær höfðu gengið í gegnum skilnað eða andlát maka. Konurnar fóru allar í gegnum áfalla- ferli og upplifðu að fótunum hefði verið kippt undan þeim. Allar fundu þær mikið til, grétu mikið, fundu til vonleysis, depurðar og einmanaleika. Konurnar töluðu um að hafa grátið mikið á skilnaðarferlinu og felldu jafnvel tár þegar þær rifjuðu þessa erfiðu reynslu upp tveimur árum eftir andlát eða skilnað. Það sem einnig kom í ljós var að sorgarferli hinnar fráskildu konu er mun flókn- ara en hjá þeim sem misstu maka sinn. Þessar konur fundu ekki aðeins til missis heldur líka fyrir öðrum og erfiðari tilfinningum eins og sekt. Þær kenndu sjálfum sér um skiln- aðinn og fannst þær ekki nógu fal- legar, góðar og skemmtilegar. Þetta eru tilfinningar sem ekkjan finnur ekki fyrir. Þær konur sem gengu í gegnum skilnað höfðu allar upplifað það að maðurinn hafði gengið út af heimilinu, jafnvel út af annarri konu og upplifði konan sem eftir var því mikla höfnun. Konur sem upplifa hjónaskilnað gegn vilja sínum upp- lifa mun meiri sorg heldur en ef skiln- aðurinn er tilkominn vegna annarra þátta. Þessi höfnunartilfinning litaði allt líf kvennanna og gerði það að verkum að þær áttu erfitt með að fara á mannamót. Margar kvennanna hor- uðust niður og misstu jafnvel tugi kílóa og sumar þeirra áttu enn við líkamleg vandamál að stríða í kjöl- far skilnaðarins tveimur árum síðar. Þegar konurnar sem lentu í skilnaði voru spurðar út í sorgarferlið í kjölfar skilnaðarins töluðu sumar þeirra um að þeim liði eins og þær væru að fá hjartaáfall.“ Sorg ekkjunnar viðurkenndari Guðný segir að það sem hafi verið hvað mest sláandi í athuguninni hafi verið sú staðreynd að sorg ekkj- unnar er mun viðurkenndari í samfé- lagi okkar en sorg hinnar fráskildu konu. „Ef maki deyr er þáttur sam- félagsins mjög sýnilegur. Það þarf að kistuleggja, minningagreinar eru skrifaðar, dánartilkynning birtist í útvarpinu og fleira í þeim dúr. Þessar konur upplifðu mikinn stuðning eftir fráfall makans, þær fengu send blóm, samúðarkort og annað þar sem fólk sýndi samúð sína. Konurnar töluðu sérstaklega um hvað þeim þótti vænt um þann samhug sem fólk sýndi. Þennan þátt vantaði hjá fráskildu konunum og þær töluðu um að það hefði gert þeim gott að fá meiri stuðning frá samfélaginu. Hinar fráskildu konur fundu aftur á móti fyrir þrýstingi um að hefja makaleit að nýju. Þeim var sagt að hrista af sér slenið og ná sér í annan mann. Þessar konur áttu þess ekki kost að kveðja með formlegum hætti eins og ef um makamissi hefði verið að ræða og enginn vottaði þeim samúð sína. Eftir að ekkjurnar sem ég talaði við misstu maka sína stoppaði ekki sím- inn og þær fengu faðmlög og stuðn- ing. Ein ekkjan orðaði þetta svo að þó hún hafi ekki þekkt allt fólkið við útförina hafi hún fundið að það bar sorgina með henni. Ekkjurnar voru bornar á höndum fjölskyldunnar og passað að þær þyrftu ekki að fara út á vinnumarkaðinn, það var einhver til staðar til að gefa þeim að borða og passa að þær væru ekki einar. Þær héldu að mestu fjárhagnum á svip- uðum stað og áður og fengu ekkna- bætur. Fráskildu konurnar héldu sínu striki þrátt fyrir að þurfa að leysa upp heimilið, skipta búslóðinni og jafnvel að flytja. Fráskildar konur komu alla jafna verr út fjárhagslega en ekkjurnar. Síðan þurfti að semja um forræði yfir börnunum og semja um hvar þau ættu að vera um hátíðar. Það sem var sammerkt með þeim konum sem ég ræddi við var að það sem hélt þeim uppi voru börnin. Þær urðu að standa sig barnanna vegna.“ Guðný segir að fráskildu kon- urnar hafi einungis upplifað þögn í kringum sig. „Þeir sem reyndu að hugga viðkomandi höfðu gjarnan á orði hvað maðurinn fyrrverandi hafi verði ómögulegur á hinum og þessum sviðum og þetta særði þær aðeins ennþá meira. Það má segja að þetta sé stuðningur með öfugum formerkjum." Sorgin spyr ekki um tíma Guðný segir að þegar komi að sorg og sorgarviðbrögðum sé erfitt að gefa upp ákveðinn tíma í ferlið. Það er best að líta á sorgina og gleðina eins og systur sem fylgja manni í gegnum lífið. „Þegar konurnar komu í viðtölin höfðu þær gengið í gegnum sorgar- ferlið og voru komnar að síðustu vörð- unni í ferlinu sem er sáttin. Þegar upp var staðið þökkuðu þær þó fyrir að hafa fengið að segja sögu sína en það virtist hafa hjálpað þeim. Það má segja að viðtalið sjálft hafi verið eins konar meðferðarfræðilegt úr- ræði og það væri efni í aðra ritgerð." Guðný vonar að verkefnið verði til þessa að samfélagið sjái betur sorg hinnar fráskildu konu og bendir jafnframt á samtök um sorg og sorg- arviðbrögð sem gagnast geta í kjölfar hjónaskilnaðar. Sáu þœr konur sem skildu aldrei nein teikn á lofti i hjónabandinu um skilnað? „Sumar höfðu séð teikn á lofti um að ekki væri allt í lagi í hjónabandinu en afneituðu ástandinu. Þær hugs- uðu sem svo að maðurinn hlyti að velja þær og börnin á endanum. Eftir á að hyggja töldu þessar konur þó allar að reynslan hafi verið lærdóms- rik og að þær hefðu ekki viljað vera án hennar." Vantar kveðjusiði í kirkjuna Guðný segir að það vanti sárlega kveðjusiði í kirkjuna sem m.a. væri hægt að nota þegar fólk skilur. „Það þyrfti að vera til handbók fyrir fólk sem er að ganga í gegnum hjóna- skilnað og einnig þyrftu að vera til kveðjusiðir fyrir prestana. í þessum siðum væri hægt að fara í gegnum það ferli að taka niður hringana og annað tengt því að skilja. Grafarvogs- krikja og Kvennakirkjan eru einu kirkjurnar þar sem starfandi eru hópar og námskeið fyrir konur sem hafa lent í skilnaði en það skiptir miklu máli að sorgarferli í kjölfar skilnaðar verði viðurkennt.“ hugrun@bladid.net CAP Álstell 6061 I Dempari Suntour . M-2000121 gíra Shimano TX-30 www.gap.is FJALLAHIÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 MAN - FOS..KL; O-IS. LAU. KL. 10-15 WWW.gap. ÍS 1 Blaðið/Frikki

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.