blaðið - 17.03.2006, Page 20
20 I HEXMSPEKI
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaftiö
Fermingargjöf frá okkur:
Við gefum 5.000 kr.
upp í fermingarrúm.
Heimspeki er fyrir alla
Hver sagði hvað?
Ef heimspeki nútímans er rugl-
ingsleg þá er það líklega vegna
þess að nútíminn þarf á heim-
speki að halda. Sé hún pirrandi
er trúlegasta skýringin sú að
heimspekingarnir standi sig
þokkalega í stykkinu. Falli
hún hins vegar flestum í geð
þá finnst mér að minnsta kosti
vert að spyrja hvort hún sé
nokkuð annað en hugsunarlaus
kliður og vaðall í mönnum sem
njóta þess að þykjast gáfaðir
með því að bergmála ruglið
hver úr öðrum.
Atli Harðarson (1960-)
Hvað er þá tíminn? Spyrji mig
enginn um það, þá veit ég það;
ef ég er spurður og vil útskýra
það, þá veit ég það ekki.
Ágústínus frá Hippó (354-430)
Það sem gerir ákveðna kenn-
ingu heillandi er áreiðanlega
ekki síst að hægt sé að hrekja
hana; einmitt það laðar fágaða
hugsuði að henni.
Friedrich Nietzsche (1844-1900),
Handan góðs og ills
Þegar maður heyrir heimspek-
inga tala um veruleikann er
maður oft eins illa blekktur og
maður sem les á skilti í skran-
verslun: „Þvottur þveginn“.
Komi maður svo með þvott-
inn sinn er allt tómt gabb, því
skiltið er bara til sölu.
Sören Kirkegaard (1813-1855)
Miklum efa fylgir mikill
skilningur, litlum efa lítill
skilningur.
Frá Kína
Baráttan gegn veruleikanum
varð hlutskipti mitt.
Þórbergur Þórðarson (1889-
1974), í ritinu Bréftil Láru.
Því ekkert er til nema aðeins það
sem ekki er til.
Steinn Steinarr (1908-1958)
Að því er ég bezt veit, er vald á
mannlegu máli tengt sérstakri
tegund hugkerfis, en ekki
aðeins háu greindarstigi. Sú
skoðun virðist ekki eiga sér
neina stoð, að mannlegt mál
sé ekki annað en flóknara til-
brigði einhvers, sem finna má
annars staðar í dýraríkinu.
Noam Chomsky (1928-), úr rit-
inu Mál og mannshugur.
Efnishyggjan er hlægileg fjar-
stæða, við þekkjum ekkert efni.
Þegar við höldum að við séum
að hugsa um efni, þá höfum við
í huga það sem skynjar efnið;
augað sem sér það, höndina
sem þreifar á því, skilning-
inn sem kortleggur það. Rök-
semdir efnishyggjunnar snúast
í hring. Niðurstaðan verður
allt í einu forsendan. Þannig
fer efnishyggjumaður að eins
og Munchausen barón, sem
sundhleypti hrossi sínu, dró
það svo upp úr með fótunum
og sjálfan sig á hárpísknum.
Þessi heimska sýnir tilveruna
einvörðungu út frá vélrænum,
efnafræðilegum og eðlisfræði-
legum öflum, blekkir sjálfa sig,
nú á miðri nítjándu öld með
því að hún sé frumleg.
Arthur Schopenhauer
(1788-1860)
Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.
RB-rúm Dalshrauni 8 220 Hafnarfirði Sími 555 0397 rbrum@rbrum.is www.rbrum.is
RUM
Stofnað 1943
Að glíma við spurningar um lífið
og tilveruna er órofa hluti af mann-
legum veruleika, þrátt fyrir að upp-
haf þessarar iðkunar hafi ekki verið
skráð. Á hverjum tíma hafa menn
notið þess að brjóta heilann um
alls kyns tilvistarspurningar og út-
koman er í endalausum kenningum
og hugmyndum hinna ólíku manna,
frá ólíkum tímum og ólíku umhverfi
um tilverunnar innstu rök.
I dag virðist heimspekin þó hafa
á sér einhvern torræðan ljóma sem
gerir það að verkum að margir telja
að við heimspeki fáist fáir útvaldir
og annálaðir menn sem eru afburða-
gáfaðir og að í þann hóp eigi hinn al-
menni borgari ekkert erindi. Það er
auðvitað hinn mesti misskilningur
enda öllum mönnum mikilvægt að
hugleiða um lífið og tilveruna. Á
hugi.is er haldið úti heimspekisíðu
þar sem menn taka þátt í margvís-
legri umræðu og senda inn vanga-
veltur sínar um lífið. Þar er að finna
margvísleg erindi og tilvísanir á
aðrar síður sem fjalla um heimspeki
með einhverjum hætti og tilkynn-
ingar um atburði og fyrirlestra. Þar
er einnig að finna safn tilvitnana í
heimspekinga víðs vegar að.
m
\nn
Úrval fylgihluta:
Rúmteppi, púðar, pífur,
sængurverasett, dynuhlífar,
náttborð og fleira.
Eftir þínu höfði:
RB-rúmin og gaflar eru sérsmíðuð eftir þínum
óskum. Þú ræður lengd, breidd, hæð, fótum og
lit á gafli og botni.
RB-rúm er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðsamtök fyrirtækja
sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun springdýna.