blaðið

Ulloq

blaðið - 17.03.2006, Qupperneq 31

blaðið - 17.03.2006, Qupperneq 31
blaðið FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 ÍPRÓTTIR I 31 Rooney getur ekki beðið eftir HM Skapstóri knattspyrnusnillingurinn segist feiminn að eðlisfari og vonast til að œvisaga hans muni varpa réttu Ijósi á lífhans. Wayne Rooney, leikmaður Manc- hester United, segist ekki geta beðið eftir að spila á heimsmeistaramót- inu í Þýskalandi í sumar. Hinn 20 ára gamli Rooney er af mörgum talinn sá sem getur leitt England til sigurs á mótinu en sjálfur segist hann vera ánægður með að fá bara að vera með. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég man hvað mér fannst gaman að horfa á HM þegar ég var lítill og fylgjast með bestu leikmönnum heims. Ég tel mig virkilega heppinn að fá að upplifa þetta sjálfur núna,“ sagði Rooney við BBC-sjónvarpsstöðina. Stöðin var með keppni í gangi fyrir börn og fengu sigurvegararnir að vera fánaberar Englands og hitta Rooney í Manchester. Sagði Rooney við það tækifæri að hann væri al- veg jafn stressaður yfir því að hitta börnin eins og þau væru yfir því að hitta hann. „Mér finnst frábært að hitta krakk- ana, en það er alveg eins með mig þegar ég hitti þau - ég verð feim- inn. Þá get ég átt erfitt með að segja réttu hlutina því ég er einfaldlega feiminn að eðlisfari,“ sagði Rooney. Hann sagðist ennfremur vonast til að ævisaga hans, sem kemur út í fimm bindum, muni varpa réttu ljósi á líf hans. „Það halda margir að ég sé eitthvað sem ég er ekki. Ég er bara venjulegur gaur sem hefur gaman af því að gera venjulega hluti. Mig langar til þess að koma því til skila,“ sagði Rooney. bjorn@bladid.net Rooney hefur ástæðu til að brosa, enda er draumur hans um að spila á HM að rætast. Skeytin inn F jernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, segir að N e w c - : ..... astle hafi gert tilboð í sig, en lengi hefur legið í loft- inu að hann muni yfirgefi Madridar-hðið að þessu tímabili loknu. „Ég hef heyrt af áhuga ljöl- margra félaga en eítir því sem ég best veit er Newcasde eina liðið sem hefur gert formlegt tilboð,“ sagði hinn 21 árs gamli Torres. „Ég hef reynt að hugsa ekkert um þau tilboð sem ber- ast í mig. Ég lít á Atietico sem heimili mitt og ég er ánægður hér en auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði hann enn fremur. Jiri Jarosik, leikmaður Chelsea, vill ganga til liðs við Birmingham nái liðið að halda sér í úrvalsdeildinni, en þar hefur hann verið á láni frá því í hausti. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur látið hafa eftir sér að hinn 28 ára gamli Jarosik eigi litla möguleika á því að komast í liðið sitt. „Jarosik vill búa áfram á Eng- landi og Steve Bruce vill halda honum. Ef Birmingham tekst að halda sér í deildinni viljum við ræða við þá urn að gera langtíma- samning,“ sagði Viktor Kolar, umboðsmaður Tékkans. „Um þessar mundir hugsar Jiri aðeins um að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni. En fari svo að það falli er ólíklegt að hann vilji vera áfram hjá Birmingham,“ bætti hann við. Tottenham hefur gengið frá samningum við Slavia Prag um kaup á tékkneska ungmennalandsliðsmanninum Tomas Pekhart. Hinn 16 ára gamli Pekhart mun ganga formlega í raðir Spurs þann 1. júlí ^ næstkomandi og skrifar undir þriggja ára samning. Pekhart var valinn besti ungi knattspyrnumaður Tékklands í fyrra og þykir mikið efni. „Tvö önnur ensk úrvalsdeild- arfélög höfðu áhuga á Tomas og erum við hæstánægðir með að hann hafi valið að ganga til liðs við okkur," sagði Damien Comolli, yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham. maiimuum fti 0 ■ WbM? . * t A Jmém Q 'rt. ■ . -rK' ‘fr fí' í V".': •Ssf wff* i*e '■d-y v:.iA ýí l ‘,V ' <'V V' ' ' '' AÍ. *'■' ~í! 1 TIPPAÐU Á ENSKA BOLTANN UM HELGINA OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ •íj FERÐ FYRIR TVO Á LEIK BARCELONA OG REAL MADRID 2. APRÍL NK.* 1 Kauptu miða á netinu eða á næsta sölustað fyrir kl. 14 á laugardag aðeins 10 krónur röðin og mundu að geyma miðann! /. 3 Nafn vinningshafa eöa raðnúmer á sölukvittun veröur birt á 1x2.is •Innlfalið er flug og gisting í Barcelona 3 nætur og að sjálfsögðu miðar á leikinn. ' ff .-mS •& mzzzxm. .'iittiib lm* m&s&m -j; 'ssems&mfr

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.