blaðið - 17.03.2006, Síða 32
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöi6
32 i
Sprengiverk Guðjóns
Einkasýning Guðjóns Bjarnasonar,
arkitekts og myndlistarmanns,
verður opnuð í Listasafni Reykja-
víkur - Hafnarhúsi laugardaginn 18.
mars kl. 16.00. Verkin eru flest unnin
á síðasta ári en þau eru af ólíkum
toga; málverk, ljósmyndir, stálskúlp-
túrar, kvikmyndaverk og módel.
Meðal verka er innsetningin
MurMur Woogie Desert í porti Hafn-
arhússins. Um er að ræða brot úr
málmstrendingum sem sprengdir
voru upp í grjótnámu Geldingarness
nú fyrir skömmu. í portinu mun
listamaðurinn raða málmbrotunum
upp sem nokkurs konar endursviðs-
setningu á afleiðingum sprenging-
arinnar. í fjölnotasalnum verður
sýnd myndin AfturGerð AðFerð,
sem sýnir á löngum tíma hvernig
málmstrendingarnir ummyndast
við sprenginguna. Kvikmyndin er
unnin í samvinnu við Helga Sverris-
son, kvikmyndagerðarmann.
Þann 11. apríl er væntanleg lista-
verkabók um Guðjón sem prent-
smiðjan Gutenberg hefur styrkt, en
meðal höfunda er dr. Richard Vine,
ritstjóri bandaríska listatímaritsins
Art in America, Jón Proppé, listfræð-
ingur, og Hafþór Yngvason, safn-
stjóri Listasafns Reykjavíkur.
Sýningin fer síðar á þessu ári til
tveggja safna í Bandaríkjunum; Snug
Harbour Museum á Staten Island
sem er hluti af Smitsonian safninu
og nútímalistasafnið IMOCA - Inter-
national Museum of Contemporary
Art á Manhattan.
Sunnudaginn 19. mars kl. 15 verða
Guðjón Bjarnason, Jón Proppé og
Richard Vine með leiðsögn um
sýninguna.
Miðvikudaginn 22. mars kl. 17
verður Richard Vine með opinn
fyrirlestur um þrjá meginþætti
alþjóðlegrar listsköpunar: Hinn
heíðbundna, hinn pólitíska og hinn
frumkveðna.
í tengslum við opnun sýningar-
innar eru væntanlegir hingað til
lands kunnir einstaklingar úr hinum
alþjóðlega listheimi. Meðal þeirra
eru auk Richard Vine, ritstjóra Art
in America, Lilly Wei, sýningarstjóri
og helsti listgagnrýnandi Art in
America, listamaðurinn Dennis Op-
penheim, arkitektinn Carlos Zapata,
William Chapman, prófessor í arki-
tektúr, H.P. Garcia, stjórnarformaður
IMOCA, og Frank Verpoorten, safn-
stjóri Snug Harbour/Smithsonian.
Guðjón Bjarnason sýnir verksín í Listasafni
Reykjavíkur.
Stapleton látin
Leikkonan Maureen Stapleton lést
fyrr í þessari viku, áttræð að aldri.
Hún fékk Óskarsverðlaun árið 1981
sem besta leikkona í aukahlutverki
fyrir hlutverk sitt sem anarkistinn
Emma Goldman í myndinni Reds.
Stapleton sagði á sínum tíma að til
að undirbúa sig fyrir hlutverkið
hefði hún gert tilraun til að lesa sjálf-
sævisögu Goldman en gefist upp
vegna leiðinda.
Stapleton var afar fjölhæf leikkona
og sagt hefur verið að hún hafi aldrei
leikið illa. I ævisögu sinni sagði hún
að mikilvægast fyrir leikara væri að
halda áhorfendum vakandi. Hún var
nokkrum sinnum tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna áður en hún hreppti
verðlaunin, fyrir hlutverk sitt í Lon-
elyhearts, Airport og Interiors. Hún
hlaut ein Emmy verðlaun og tvenn
Tony verðlaun á ferlinum. Stapleton
var tvígift og tvífráskilin og átti í
allmörgum ástarsamböndum. Hún
keðjureykti og drakk hraustlega og
var þekkt fyrir hreinskilni sína og
skemmtilega sérvisku.
KISSFMB95
ÚTVARPSSTJARNA
☆ ÍSLANDS
502 - HilcJur
J^Hver uerður næsta
útuarpsstjarna íslands ?
Irtu búinn að kjúsa P
WWW.KISSFM.IS
Metsölulistinn - allar bækur
7 Fullur skápur af lífi
Alexander McCall Smith
2 Sálmabók
Ýmsir höfundar
3 Flugdrekahlauparinn - kilja
Khaled Hosseini
4 Munkurinn sem seldi sportbílinn - kilja
Robin Sharman
5 Dýraríkið
Penelope Arlon
g lceland - The Warm Country in the North
Sigurgeir Sigurjónsson
7 Sumarljós, og svo kemur nóttin
Jón Kalman Stefánsson
g Tími nornarinnar - kilja
Árni Þórarinsson
j Móti hækkandi sól
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
10 Myndinaf pabba-SagaThelmu
Gerður Kristný
Listinn er gerður út frá sölu dagana 08.03.06
-14.03.06 Bókabúðum Máls og menningar, Eymunds-
sonog Pennanum
Metsölulistinn - Erlendar bækur
^ The Historian
Elizabeth Kostova
2 Honeymoon
James Patterson & Howard Roughan
5 No Place Like Home
Mary Higgins Clark
4 WithNoOneAsWitness
Elizabeth George
, SilverSpoon
Phaidon
j Velocity
Dean Koontz
7 TheTruthaboutLove
Stephanie Laurens
g Deception Point
Dan Brown
Origin in Death
J.D. Robb
TheBarefootPrincess
Christina Dodd
Listinn er gerður út frá sölu dagana 08.03.06
-14.03.06 Bókabúðum Máls og menningar, Eymunds-
son og Pennanum
Blaöií/Frikki
Tími nornarinnar í kilju
JPV útgáfa hefur sent frá
sér í kiljuútgáfu Tíma
nornarinnar eftir Árna
Þórarinsson. Bókin kom
út síðastliðið haust og
hlaut afbragðs mót-
tökur kaupenda og gagn
rýnenda og var tilnefnd
til íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Erlendir
útgefendur hafa slegist
um útgáfurétt bókar-
innar og er hún vænt-
anleg á markað víða um heim.
Á Hólum í Hjaltadal ætla mennta-
skólanemar frá Akureyri að frum-
sýna Galdra-Loft og Einar blaða-
c 1071.
ífHI fóltolllssotí
1 17
■ maður mætir á vettvang
í til efnisöflunar. Hann
I hefur nú yfirgefið sínar
fornu veiðilendur, löggu-
fréttir af höfuðborgar-
svæðinu, og er fluttur til
Akureyrar því auka skal
útbreiðslu Síðdegisblaðsins
á uppgangstímum á Norður-
og Áusturlandi.
Á leiðinni frá Hólum þarf
Einar að sinna nýrri frétt:
Kona frá Akureyri hefur fallið
ú t - byrðis í flúðasiglingu, einni af
hinum vinsælu óvissuferðum starfs-
mannafélaganna í landinu. Skömmu
síðar er hún látin.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
3 2 4 8 5 1
6 8
6 1
9 1 6 4
3 1 5
7 3 9
4 3 2 8
6 5 •
6 4 5 7
Lausn siðustu gátu
i 5 6 9 3 8 2 4 7
4 8 2 5 6 7 1 3 9
9 7 3 1 2 4 5 6 8
3 1 7 2 8 6 9 5 4
5 2 9 7 4 1 6 8 3
6 4 8 3 9 5 7 1 2
2 6 4 8 1 9 3 7 5
7 9 1 4 5 3 8 2 6
8 3 5 6 7 2 4 9 1