blaðið - 17.03.2006, Page 39
blaðið FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006
FÓLK I 39
HEYRST HEFUR...
Akvörðun
Bandaríkja-
manna að flytja
orrustuþotur
og þyrlur frá
íslandi í haust
kom mönnum
í utanríkisráðuneytinu í opna
skjöldu. Blaðið hefur traustar
heimildir fyrir því að íslending-
ar hafi nýverið lagt fram tilboð
um kostnaðarskiptingu vegna
reksturs Keflavíkurflugvallar
og þyrlubjörgunarþjónustu sem
talið var að Bandaríkjamenn
gætu samþykkt. Var því bjart-
sýni ríkjandi í ráðuneytinu um
að takast myndi að halda þotun-
um og þyrlubjörgunarsveitinni
hér á landi. Símtalið sem Geir H.
Haarde, utanríkisráðherra, fékk
frá Nicholas Burns, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandarfkjanna,
kom því sem þruma úr heiðskíru
lofti. f svari Bandaríkjamanna
er samkvæmt heimildum Blaðs-
ins minnst á þetta tilboð. Sagt er
að það sé út af fyrir sig ágætt en
niðurstaðan er eftir sem áður sú
að þoturnar og þyrlurnar verði
fluttar á brott í haust.
Burns og Geir H. Haarde
þekkjast vel. Burns var um
skeið sendiherra Bandaríkjanna
hjá Atlantshafsbandalaginu.
Fram kom í Morgunblaðinu í
byrjun febrúar að þeir Geir og
Burns hefðu haft sama kennara
á háskólaárum þeirra í Banda-
ríkjunum.
Athygli
vekja líka
ummæli Ingi-
bjargarSólrún-
ar Gísladóttur,
formannsSam-
fylkingarinn-
ar, í Morgunblaðinu í gær. Þar
kemur fram að hún telur að ís-
lendingar eigi að reyna að halda
í varnarsamninginn við Banda-
ríkjamenn og að viðræður hljóti
nú að snúast um hvernig hann
verði útfærður í framhaldinu.
Þetta er athyglisvert ekki síst
vegna þess að innan Samfylking-
arinnar hafa verið úppi raddir
um að íslendingar eigi að horfa
til Evrópu í þessum málum.
Ingibjörg Sólrún virðist nú hafa
tekið upp nýja raunsæisstefnu
í varnarmálunum. En stendur
flokkurinn með henni?
Og nú velta
menn því
fyrir sér hvort ís- Æ.. « *
lendingar standi ;
við stóru orðin og Jk, w
segi einfaldlega flBSL. v
upp varnarsamn-
ingnum við Bandaríkjamenn.
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sagði oft á sínum tíma
að færu orrustuflugvélarnar
væri eins gott að loka sjoppunni.
HalldórÁsgrímsson, forsætisráð-
herra, var varkár-
ari í yfirlýsingum
sínumenísamtali
við Morgunblaðið
árið 2001 sagði
Halldór, sem þá
var utanríkisráð-
herra, m.a: „Islensk stjórnvöld
hafa fyrir sitt leyti metið það
svo að við núverandi aðstæður
sé sá viðbúnaður sem er fyrir
hendi í varnarstöðinni á Miðnes-
heiði, lágmarksviðbúnaður. Að
öðrum kosti verði ekki talað um
trúverðugar varnir fyrir ísland
og Norður-Atlantshaf. Um þetta,
eins og svo margt annað, gildir
að slíkt mat fer vitanlega eftir
því hvort horft er frá íslandi eða
Bandaríkjunum. Að okkar mati
er ekki nóg að horfa til þessa ein-
vörðungu frá ströndum Banda-
ríkjanna.“
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Stefán Pálsson, talsmaður Samtaka herstöðvarandstœðinga.
Hvað gera samtökin eftir að herinn fer?
„Við getum núna bara hellt okkur út í íslensku útrásina og barist gegn herstöðv-
um út um allan heim. En fyrst viljum við klára að reka flóttann hér heima.
Við erum á móti þeim hugmyndum að breyta þessu í eitthvað draugaþorp sem
bíður þess að þeir geti komið aftur með stuttum fyrirvara og verið með æfing-
ar. Við krefjumst þess að stöðinni verði að fullu lokað og að Bandaríkjamenn
hreinsi til eftir sig á svæðinu."
Bandaríkjamenn tilkynntu í fyrradag aö þeir ætli að flytja orrustuþotur sínar og björgunarþyrlur á brott frá Islandi.
Leno biðst afsökunar
Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno bað áhorfanda afsökunar í vikunni fyrir að segja
brandara i þætti sínum sem tengdist voðaskoti Dick Cheney, varaforseta Bandaríkj-
anna. Leno bar atvikið saman við skotárás í Los Angeles frá árinu 2003 sem tekin var
upp á spólu og birt í fjölmiðlun.
Wendy Brogin, vinkona fórnarlambs skotárásarinnar, skrifaði til Leno og sagði
brandarann hafa sært sig og bað hann um að „gera hið rétta í málinu.“ Leno hringdi
í Wendy og bað hana afsökunar „Ég vil að þú vitir að við gerum mistök eins og aðrir
en við vildum ekki særa neinn,“ sagði Leno.
Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar sagði það mjög sjaldgæft að Leno hringi í
fólk í þessum tilgangi en að honum hafi liðið mjög illa yfir þessu og orðið að bæta
það einhvern veginn upp.
Indiana Jones nálgast
Kvikmyndagerðarmaðurinn George Lucas hefur loksins lokið við fyrsta uppkast hand-
ritsins fyrir hið nýja framhald af kvikmyndinni um Indiana Jones. Lucas tók sinn
tíma í að klára handritið og hefur nú komið því í hendur leikstjórans og vinar síns
Steven Spielberg, sem mun leggja lokahönd á það.
Framleiðandinn Rick McCallum sagði á Empire-verðlaununum í London í síðustu viku að
tökur á kvikmyndinni hefjist á næstunni. „George er nýbúinn að klára sína útgáfu af handrit-
inu og Steven er að láta endurskrifa það og laga hitt og þetta,“ sagði McCallum.
Harrison Ford, sem mun snúa aftur í hlutverki Indiana Jones, sagði í viðtali við breska
kvikmyndatímaritið að ekkert uppkast hefði verið nógu gott fyrr en nú. „Ástæðan fyrir
því að við erum ekki byrjaðir að taka upp myndina er að handritið var aldrei nógu gott.“
Blunt seldi systur sína
Dama í vandræðum, þarf að komast til Suður-írlands í jarðaför. Hvað færð þú sem hæst-
bjóðandi? Þú færð bara að vera bjargvætturinn hennar.“
Svona hljómaði uppboðsauglýsingin sem söngvarinn James Blunt
notaði til að auglýsa systur sína á ebay fyrir tveimur árum. Allar ferð-
ir til Suður-írlands voru fullbókaðar og þess vegna ákvað Blunt að
skella henni á uppboð.
Blunt segir auglýsinguna hafa virkað fullkomlega og að tilboðunum
hafi rignt inn. „Maðurinn sem vann átti þyrlu og flaug með hana í jarðar-
förina. Þau eru ennþá saman og hún er flutt inn til hans. Ég á aðra systur,
hún verður boðin upp fljótlega."
FRÆÐINGUR
TÝNDIST
Smáborgarinn er stundum svolítið barna-
legur í hegðun. Reyndar kallar hann það
að vera I nánu sambandi við sitt innra
barn en fyrir ókunnuga er líkast til auð-
veldara að kalla þetta barnalega hegðun.
Þannig er mál með vextl að Smáborgar-
inn á það til að kalla fólk sem hann þekkir
ekki ýmsum furðulegum nöfnum við
félaga sína. Með þeim hætti getur hann
talað frjálst um fólkið í kringum sig án
þess endilega að það geri sér grein fyrir
því. Þarað auki gefurnafngiftin ókunnug-
um litríkan persónuleika I skúmaskotum
hugarfylgsnis Smáborgarans. Reyndar
veit Smáborgarinn til þess að fleiri stundi
þessa iðju.
Til þess að fyrirbyggja misskilning er
best að segja strax í upphafi (að minnsta
kosti þegar hingað er komið) að sjaldnast
eru umræðurnar illkvittnar. Frekar mætti
líkja þeim við leikhússpuna í huga Smá-
borgarans.
Smáborgarinn hefur verið með bögg-
um hildar það sem af er mánuðinum þar.
sem einn af þessum sýndarfélögum hans
er horfinn. Svo virðist sem jörðin hafi
gleypthann með húðog hári.
Smáborgarinn kynntist kjarneðlisfræð-
ingnum á stefnumótastoppistöð nútím-
ans, í ræktinni. Þar sprangaði hann um
(þ.e. kjarneðlisfræðingurinn) með þeim
hætti að lítill möguleiki var að láta hann
framhjá sér fara. Þegar Smáborgarinn
ásamt félögum sínum hafði komist að
starfa kjarneðlisfræðingsins fóru hjólin
aðsnúast.
Þrátt fyrir að aldrei hafi komið til orða-
skipta milli félaganna Smáborgarans
og kjarneðlisfræðingsins finnst þeim
fyrrnefnda sem þeir séu tengdir órjúf-
anlegum böndum, augnatillit geta sagt
meira en þúsund orð. Smáborgaranum
er sérstaklega minnisstætt þegar kjarn-
eðlisfræðingurinn rakst „óvart" í hann á
förnum vegi á milli tækjanna.
Nú eru liðnar þrjár vikur slðan kjarneðl-
isfræðingurinn lét síðast sjá sig í ræktinni.
Þetta þykir Smáborgaranum ákaflega
leitt. Hann hefur jafnvel hugsað út I að
fækka ferðum sínum í ræktina þar sem
honum þykir þær ekki jafnskemmtilegar
og þegar kjarneðlisfræðingurinn var og
hét.
Hinn möguleikinn væri náttúrulega
að kynnast Flex aðeins betur. Flexar-
inn er ákaflega liðugur og virðist mjög
skemmtilegur. Þannig verða langar stund-
ir skemmtilegar og áiíugaverðar.
Smáborgarinn er með mörg pokahorn
í huga sinum sem gott er að leita í þegar
hversdagurinn verður aðeins of hvers-
dagslegur.
eftir Jim Unger
í Ijósi breytinga á væntingavísitölu kosta
allar óskir nú tvo 100 krónu peninga.
TÍSKA & SMYRTING
Mánudaginn 20. mars
MHHMB
blaðió
Auglýsendur, upplýsingar veita: