blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. TUNGAN OG SKOLINN yrir rúmum 20 árum liðu áhyggjufullir menn um ganga ónefndrar ríkisstofnunar. Leiðin lá á kaffistofuna, þar sem viðstaddir sameinuð- ust í djúpu andvarpi, horfðust alvarlegir í augu og spurðu: „Er ljóðið dautt?“ Vitanlega reyndist spurningin í besta falli misskilningur. Það liggur nú fyrir. Þrátt fyrir að margir hafi reynt hefur skáldunum enn ekki tekist að ganga gjörsamlega á milli bols á höfuðs á blessuðu ljóðinu. Og enn ná hugsandi konur og menn stigi alsælunnar í hinni sameinandi vissu. Nú er sjálfri menningu og allri arfleifð þjóðarinnar ógnað: „Fær íslenskan haldið velli?“ Nú er það þjóðtungan sem er á glötunarbrautinni. Að þessu sinni eru það „erlend menningaráhrif“ og sérstaklega enskan, þessi alsheimstunga ómenningar, upplausnar, neyslubrjálsemi og ógeðfellds nútíma, sem eru að ganga af íslenskunni dauðri. Þeir eru að vísu til, sem skynja ekki þessa ógn, telja sig sjá margvísleg merki þess að þjóðtungan sé bara við prýðilega heilsu. Og enn aðrir halda fram þeirri skoðun að líta beri á tunguna fyrst og fremst sem tæki manna til að miðla hugsunum sínum í samfélagi við aðra, lýsa veruleikanum og bregðast við honum. Og einmitt vegna þess að sá hinn sami veruleiki er hald- inn þeirri innbyggðu ónáttúru að hefur tilheigingu til að taka breytingum megi rökrétt, æskilegt og beinlínis eðlilegt teljast að tungumálið geri slíkt hið sama. Hér skal því ekki haldið fram að þessi skoðanaskipti séu til marks um fá- nýti íslenskrar „menningarumræðu'. Öðru nær. Þessi umræða er bráðnauð- synleg nú um stundir. Þá má ekki gleymast að hún er heldur til skemmtunar fallin. 14 I iLIT LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaðið pJoFdLSlKíS SAWJBORGARAfi 0GFJErrrj?íYw ■gsMpr- mífú 5,<UjAF. TÓLK S, ■ltta lbntu WTT ÆDÍSLLGT PEílUSKlPlJLflG THIIR REYKJfiUlK Umbi í vanda? En þegar verðir þjóðtungunnar sameinast um að kenna grunn- og fram- haldsskólum um hnignandi tök yngri Islendinga á tungu sinni eru þeir hinir sömu á rangri braut. Á undanliðnum áratugum hefur nýju og vægt til orða tekið mikilvægu hlutverki verið þröngvað upp á íslenska kennara, ekki síst þá, sem starfa í grunnskólum landsins; þeim hefur verið falið að ala upp unga íslendinga. Er það ekki „umræðá' sem vert væri „að taka“, eins og stjórnmálamenn- irnir segja? Við uppeldishlutverkið bætist síðan að menntastofnanir þessar búa við miðstýrðar námsskrár sem eru næstum því ábyggilega úreltar í mörgum efnum. Þannig vekur sérstaka athygli hversu lítil áhersla er lögð á framsögn og tjáningu í íslenskum skólum. Við sýnist blasa að hleypa megi nýju lífi í ís- lenskukennslu með því að beina athygli af auknum þunga að eðlislægri þörf barna og unglinga til að tjá sig. Það gæti jafnvel orðið til að styrkja stöðu ljóðsins. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Fermingartilboð Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti. c rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Rafstillanleg rúm 120x200sm með svæðiskiptri pokafjaðradýnu Réttverðkr. 118.000. Tilbodsverð kr. 94.400.- Opið: virka daga 11-18« laugardaga 11-16. Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni, svæðiskiptri pokafjaðradýnu og lúxus yfirdýnu með hrosshárum (án höfðagafls).120x200. Verðkr. 110.600. Tilbodsverð kr. 88.480.- Umbi ívanda? Stjórnarandstöðuþingmenn ruku upp í pontu á Alþingi á dögunum til að hundskamma ríkisstjórnina fyrir að hunsa stöðugt álit umboðs- manns Alþingis og bregðast við nið- urstöðum hans af þjósti og skilnings- leysi. Hjarta mitt sló í takt við hjörtu stjórnarandstæðinga. Ég hef lengi talið að ýmislegt væri umboðsmann- inum mótdrægt og haft samúð með honum allt frá því Davíð Oddsson ku hafa hellt sér yfir hann í símasam- tali hér fyrr á árum. Tilefnið man ég ekki - ég hef skammtímaminni á við dæmigerðan Islending - en umboðs- maðurinn hafði víst ekki komist að réttri niðurstöðu að mati forsætis- ráðherrans þáverandi. Frá sveit til Alþingis Ég hef aldrei séð umboðsmanninn (eða Umba eins og ég ímynda mér að forhert stjórnvöld hafi uppnefnt hann í samtölum sín á milli). I huga mínum er hann öðru hvoru megin við fertugt, horaður og kinnfiska- soginn með hornspangagleraugu. Eiginlega alveg eins og ungu draum- lyndu bolsévikarnir í Rússlandi áður en byltingin át þá. En sam- kvæmt íslenskum raunveruleika ætti Umbi að vera úr sveit og hafa komið til borgarinnar í einhvers konar innri leit, svona rétt eins og persóna úr skáldsögu eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Óframfærinn ljós- hærður sveitapiltur sem gengur í drapplitum fötum sem bræða hann inn í umhverfið svo hann hverfur næstum því inn í það. Er skyndi- lega kominn innan um höfðingjana í Reykjavík og fær vinnu á Alþingi þar sem fljótlega reynir á innri styrk hans og heillyndi. Hvað eftir annað fær hann yfir sig sletturnar úr pólit- ískum forarpolli stjórnvalda. Lengi vel lætur hann þær yfir sig ganga en smám saman sækir hann í sig veðrið, það er uppruni hans í sveit- inni og næm réttlætiskennd sem því veldur. Prettir eru ekki í eðli Kolbrún Bergþórsdóttir hans. Þess vegna skilur hann ekki refskapinn í íslenskri pólitík. Hann kemur með nokkra áfellisdóma yfir stjórnsýslu stjórnmálamanna í ráðu- neytum en þeir dómar eru flóknir og illskiljanlegir. Þrátt fyrir allt á hann erfitt með að safna nægilega mikum kjarki til að koma með nið- urstöðu sem skekur einhvern, þótt hann hafi sett fram rök sem réttlæti Klippt & skoríð Ogmundur Jónasson gerir boðaðar breytingar á ríkisútvarpinu að um- talsefni í nýjasta vefpistli sínum. Ögmundi þykir hæpið að útvarps- stjóri, Páll Magnússon, beiti sér af þunga i málinu. Ögmundursegir:„ígærvar frumvarþ ríkisstjórnarinnar rifið út úr menntamála- nefnd Alþingis þrátt fyrir óskir nefndarmanna um itarlegri umfjöllun og ábendingar um að veiga- miklum Sþurningum væri ósvarað. En menntamála- ráðherra og útvarpsstjóra liggurá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, og nýskip- aður útvarpsstjóri, Páll Magnússon, hafa ákaft kallað eftir stuðningi við að hlutafélagavæða RÚV og hefur útvarpsstjórinn ekki látið sitt eftir liggja í áróðrinum, innan stofnunar sem utan, síðustu daga og vikur. Hversu rétt það er að hann beiti sér í þessu efni á þennan hátt læt ég liggja á milli hluta - að sinni..." Hinn gamli starfsmaður RÚV boðar stríð gegn nýjum tímum - og nýjum herrum. Lúðvík Bergvinsson aður um að gefast auðveldlega upp. Þingmaðurinn hyggst nú leggja fram í sjötta skipti frumvarp þess efnis að menn verði ekki krafnir um tryggingar af hálfu vina verður varla sak- það. Þess vegna er deilt um úrskurði hans. Skekkt mynd Kvöldið sem ég hlustaði á stjórnar- andstöðuna messa yfir ráðherrum ríkisstjórnarinnar hugsaði ég mjög til umboðsmannsins og velti fyrir mér hversu lengi hann myndi þola við í starfi. Það er erfitt að vera í vinnu og verða stöðugt fyrir skömmum frá yfirmönnum. Næsta kvöld hrundi mynd mín af umboðsmanni og hinum spilltu ráðherrum þegar Stöð 2 kannaði málið og upplýsti í fréttatíma að stjórnvöld hefðu farið að tilmælum umboðsmanns í 80 prósent tilvika. Síðan hef ég beðið eftir leiðréttingu sem hefur ekki komið. Frétt Stöðvar 2 hlýtur því að vera rétt. Umboðsmaður Alþingis býr við þau forréttindi að árangur hans er mælanlegur meðan árangur okkar flestra byggir á huglægu mati okkar sjálfra og yfirmanna okkar. 80 pró- sent árangur í starfi hlýtur að teljast nokkuð góður, þótt vitanlega hljóti kappsfullir menn að stefna að þvi að ná fullkomnum árangri. Miðað við orð stjórnarandstöðunnar ætti um- boðsmaður að ná þeim árangri eftir næstu kosningar. Þá verður hann kominn með yfirmenn sem taka 100 prósent mark á honum. Höfundur er blaðamaður klipptogskorid@vblis eða ættingja þegar þeir eiga í viðskiptum við bankastofnanir. Lúðvík segir Valgerði Sverr- isdóttur, viðskiptaráðherra, jafnan hafa gengið hart fram í því að slíkt frumvarp fái ekki þinglega meðferð. Hann segir hagsmuni bankanna augljósa í þessu efni en furðarsig á afstöðu ráðherrans. „Það er fullkomlega óþolandi að viðskiptaráðherra sé algerlega í vasanum á bönkunum í þessum efnum," segir Lúðvík m.a. í pistli á vefsíðu sinni sem heitirvið- eígandi nafni, bergmal.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.