blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 38
38 I VIKAN LAUGARDAGUR l.APRÍL 2006 blaðið Vikan í máli og myndum Það bar svo sannarlega margt til tíðinda í hinum stóra heimi í þessari viku. Kadima-flokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum í ísrael og ráðherrar heimastjórnar Hamas-samtakanna sóru embættiseið. 1 borgum Frakklands safnaðist fólk saman á götum úti til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á atvinnulöggjöf og sauð sums staðar upp úr. Síðast en ekki síst fangaði sólmyrkvi athygli margra jarðarbúa enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á að berja þess háttar náttúruundur augum. Líbanskir nemendur fylgjast með sólmyrkva í miðborg Beirút á miðvikudag. Víða um heim tóku menn sér frí frá störfum sínum til að fylgjast með myrkvanum enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á því. Ung ísraelsk stúlka í fangi föður síns á kjörstað í Jerúsaiem á þriðjudag. Kosningaþátttaka var dræm í ísraelsku þingkosningunum. Kad- ima-flokkur Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, fagnaði sigri í kosningunum. Það voru mótmæli víðar í heiminum en í Frakklandi í vikunni þó að þau hafi ef til vill verið fyrirferðarmest í fjöimiðlum. Starfsmenn KEB-bankans í Suður Kóreu mótmæltu á miðvikudag hugmyndum um sölu bankans til Kookmin-banka. Meistaranám íalþjóðasamskiptum • Hagnýtt og fræðilegt • Fjölbreytt og spennandi • Þverfaglegt j&r:- ‘ksí Möguleg svið sérhæfingar: • Fjölmenning • Evrópufræði • Smáríkjafræði • Opinber stjórnsýsla • Alþjóðaviðskipti • Alþjóðalög og mannréttindi • Alþjóðalög og vopnuð átök • Samtímasaga • Þróunarfræði • MA-nám, umsóknarfresturtil 18. apríl. • Diplóma-nám (15 einingar), umsóknarfresturtil 6. júní. • Mögulegt er að stunda námið samhliða starfi. Stjórnmálafræðiskor Háskóla íslands Nánari upplýsingar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskipti Margrét S. Björnsdóttir í síma 525 4254, msb@hi.is eða Elva Ellertsdóttir í síma 525 4573, elva@hi.is Brasilískur drengur tekur þátt í skrúðgöngu undir yfirskriftinni „Samba í þágu lífsins" í borginni Curitiba. Börn hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt í göngunni sem skipulögð var af umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um lífræðilega fjölbreytni fór fram í borginni í vikunni og vildu samtökin vekja athygli á nauðsyn þess að vernda frumskóga heimsins og úthöf fyrir komandi kynslóðir. Hvitur virðist vera í tísku um þessar mundir. Að minnsta kosti er liturinn alls ráðandi í fatnaði þessara glæsikvenna sem sýndu nýjustu strauma í fatahönnun á tiskuvikunni i Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.