blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 38
38 I VIKAN
LAUGARDAGUR l.APRÍL 2006 blaðið
Vikan í máli
og myndum
Það bar svo sannarlega margt til tíðinda í hinum stóra heimi í þessari viku.
Kadima-flokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum í ísrael og
ráðherrar heimastjórnar Hamas-samtakanna sóru embættiseið. 1 borgum
Frakklands safnaðist fólk saman á götum úti til að mótmæla fyrirhuguðum
breytingum á atvinnulöggjöf og sauð sums staðar upp úr. Síðast en ekki síst
fangaði sólmyrkvi athygli margra jarðarbúa enda ekki á hverjum degi sem
færi gefst á að berja þess háttar náttúruundur augum.
Líbanskir nemendur fylgjast með sólmyrkva í miðborg Beirút á miðvikudag. Víða um
heim tóku menn sér frí frá störfum sínum til að fylgjast með myrkvanum enda ekki á
hverjum degi sem færi gefst á því.
Ung ísraelsk stúlka í fangi föður síns á kjörstað í Jerúsaiem á þriðjudag. Kosningaþátttaka var dræm í ísraelsku þingkosningunum. Kad-
ima-flokkur Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, fagnaði sigri í kosningunum.
Það voru mótmæli víðar í heiminum en í Frakklandi í vikunni þó að þau hafi ef til vill verið fyrirferðarmest í fjöimiðlum. Starfsmenn
KEB-bankans í Suður Kóreu mótmæltu á miðvikudag hugmyndum um sölu bankans til Kookmin-banka.
Meistaranám íalþjóðasamskiptum
• Hagnýtt og fræðilegt
• Fjölbreytt og spennandi
• Þverfaglegt
j&r:- ‘ksí
Möguleg svið sérhæfingar:
• Fjölmenning
• Evrópufræði
• Smáríkjafræði
• Opinber stjórnsýsla
• Alþjóðaviðskipti
• Alþjóðalög og mannréttindi
• Alþjóðalög og vopnuð átök
• Samtímasaga
• Þróunarfræði
• MA-nám, umsóknarfresturtil 18. apríl.
• Diplóma-nám (15 einingar), umsóknarfresturtil 6. júní.
• Mögulegt er að stunda námið samhliða starfi.
Stjórnmálafræðiskor
Háskóla íslands
Nánari upplýsingar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskipti
Margrét S. Björnsdóttir í síma 525 4254, msb@hi.is eða Elva Ellertsdóttir í síma 525 4573, elva@hi.is
Brasilískur drengur tekur þátt í skrúðgöngu undir yfirskriftinni „Samba í þágu lífsins" í
borginni Curitiba. Börn hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt í göngunni sem skipulögð
var af umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um
lífræðilega fjölbreytni fór fram í borginni í vikunni og vildu samtökin vekja athygli á
nauðsyn þess að vernda frumskóga heimsins og úthöf fyrir komandi kynslóðir.
Hvitur virðist vera í tísku um þessar mundir. Að minnsta kosti er liturinn alls ráðandi í
fatnaði þessara glæsikvenna sem sýndu nýjustu strauma í fatahönnun á tiskuvikunni i
Moskvu.