blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaöiö 10 I ERLEWDAR FRÉTTIR Kcads bv ~ F3 I M I VJ/ ? I R E l'-J 2 E www.zoppini.com Meba - Kringlunni Rhodium - Kringlunni Meba Rhodium - Smáralind Úr & Gull - Firði Hafnarfirði Georg V. Hannah - Keflavík Guðmundur B. Hannah - Akranesi Karl R. Guðmundsson - Selfossi Klassík - Egilsstöðum Sólríkt hundalíf Stærsta gæludýrasýning Japans hófst íTokýó í gær. Búist er við að um tuttugu þúsund gestir komi og virði fyrir sér helstu nauðsynjavörur fyrir hunda, ketti, hamstra og önnur dýr. Meðal þeirra„nauðsynjavara" sem gestir geta skoðað eru sólgleraugu og demants- ólar. Hættir Blair um áramótin? Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, muni hugsanlega segja af sér um næstu áramót. Blaðið Da- ily Telegraph hefur eftir mönnum í innsta hring forsætisráðherrans að hann sé búinn að taka ákvörðun um afsögnina. Blair hefur áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram í næstu kosningum en hann ætli sér að sitja út þetta kjörtímabil. Óánægja meðal flokksmanna og umdeild mál tengd forsætisráðherr- anum kunna að verða til þess Blair komist ekki hjá því að segja af sér fyrr en hann ætlaði sér. Umdeildar lánveitingar til Verka- mannaflokksins í aðdraganda síðustu kosninga og erfiðleikar rík- isstjórnarinnar við að hrinda end- urbótum á menntakerfi landsins í framkvæmd hafa þrengt verulega stöðu Blair. Forsætisráðherrann er sakaður um að hafa þegið lán- veitingar fyrir hönd flokksins frá auðmönnum gegn því að þeir voru tilnefndir til setu í lávarðadeild þingsins. Einnig er óeining innan flokksins um fyrirhugaðar endur- bætur á menntakerfi Bretlands. HverfurTony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brátt af sjónarsviðinu? Ásamt þessu ganga ýmsir fortíðar- draugar ljósum logum innan þing- flokksins. Enn er deilt um stuðning- inn við innrás Bandaríkjanna í frak og fleiri mál hafa magnað upp krofu um afsögn Blair. Margir þingmenn telja að staða flokksins muni ekki styrkjast fyrr en að Blair segi af sér enda sýni kannanir að óvinsældir flokksins stafi fyrst og fremst af veikri stöðu forsætisráðherrans. Búist er við að Gordon Brown, fjármálaráðherra, taki við af Blair segi hann af sér. Að sögn Daily Tele- graph krefjast áhrifamiklir þing- menn innan flokksins að Blair láti af embætti sem fyrst. Talið er að John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, sé að reyna að vinna að málamiðlun sem felur í sér að forsætisráðherrann undirbúi jarðveginn fyrir valdatöku Brown með því að láta af embætti með ákveðinni reisn. Þessi kenning fékk byr undir báða vængi þegar Prescott var spurður í þinginu á mið- vikudag hvenær forsætisráðherrann hygðist segja af sér. Prescott svaraði: „Það er fyrir mig að vita og ykkar að finna út.“ Dagblaðið Evening Stand- ard flutti fréttir af því í vikunni að Blair muni lýsa yfir hvenær hann hyggist segja af sér á flokksþingi Verkamannaflokksins síðar á árinu. Talsmenn forsætisráðherrans hafa neitað að eitthvað sé hæft í fréttinni. Stjórnmálaskýrendur telja af- sögn Blair blasa við og benda á að fari Verkamannaflokkurinn illa út úr sveitastjórnarkosningum í maí muni það flýta fyrir afsögninni. ~>Uckburn berst óvæntur liðsauki fíeuters ,su, utanrikisráðherra Bretlands, færöi Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, keppnistreyju úrvalsdeildarliðs Blackburn á Ewood-leikvanginum í gær. Rice er á ferðalagi um Evrópu þar sem hún hefur rætt við ráðamenn um kjarnorkuáætlun frana. Þrátt fyrir meiðsli leikmanna verður Rice ekki I leikmannahópnum þegar liðið mætir Wigan á mánudag. STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Nýtt námskeið í fluguköstun hefst sunnudaginn 2. apríl íTBR húsinu Gnoðavogi 1 klukkan 20:00. Kennt verður 2., 9., 23. og 30. aprll. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í sima 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH $ KARATE ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í KATA íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi Laugardaginn 1. apríl kl. 13 Úrslit hefjast kl. 16 Aðgangur ókeypis Yfirvofandi stjórnarkreppa í Taílandi Gengið verður til þingkosninga í Taílandi á morgun. Kosningarnar munu ráðapólitískri framtíð Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra lands- ins. Thaksin rauf þing fyrr á árinu og boðaði til kosninganna í kjölfar mik- illa mótmælaöldu sem reið y fir vegna spillingaásakanna á hendur forsæt- isráðherranum. Þrír stærstu stjórn- arandstöðuflokkarnir á þingi hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar. Óvist er að kosningarnar bindi enda á kreppuna í stjórnmálum landsins þar sem niðurstaða þeirra gæti falið í sér að ómögulegt verði að mynda ríkisstjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Taílands má neðri deild þingsins einugis koma saman þegar lokið er kosningu full- trúa í öll fimmhundruð sætin. Þar sem að þingmaður getur ekki tekið sæti nema að hann hafi að minnsta kosti stuðning tuttugu prósenta kjósenda er hugsanlegt að ekkí ná- ist að fylla öll þingsætin að loknum kosningum. I sumum kjördæmum eru einungis frambjóðendur flokks forsætisráðherrans í framboði og því getur farið svo að þeir fái ekki nægj- anlegan fjölda atkvæða til þess að taka sæti á þinginu. Thaksin hefur lýst því yfir að styðji meirihluti kjósenda aðra flokka eða skili auðu muni hann segja af sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.