blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 23
blaðift LAUGARDAGUR l.APRÍL 2006 VIÐTAL I 23 Bandalag andstæðna Víkjum frá pólitíkinni. Hvernig heldurðu að þú hefðir staðið þig í lífinu án Bryndísar? „Ætli ég hefði ekki bara farið mér að voða.“ Hefur þetta verið skemmtilegt hjónaband? „Já, stöðugt gaman. Ef sam- bandið er heilt þá dýpkar það með árunum. Samkvæmt venjulegri rökhugsun hefði hjónabandið alls ekki átt að ganga upp. Ég var bara unglingur, og þar að auki sein- þroska unglingur, 19 ára þegar sam- bandið varð alvarlegt. Hún var mér miklu fremri. Fegurðardrottning og leikkona og geislandi af sjarma. Ég var mislukkaður á alla lund, argur og kargur uppreisnarmaður sem rakst ekki í skóla, ómögulegur námsmaður, sjálfsagt haldinn van- metakennd sem braust út í derringi og yfirlæti. Þegar börnin okkar sjá myndir af mér ungum manni þá spyrja þau mömmu sína: „Mamma, hvernig gat þér dottið í hug að taka upp samband við þennan mann?“ Ég kann enga skýringu á því. Bryn- dís verður að skýra það sjálf. Við erum svo gjörsamlega ólík á alla lund. Þetta er hið fullkomna bandalag andstæðnanna. Þú ert hér í húsi í Mosfellsbæ sem hún hefur byggt og er hannað utan um hennar persónu. f svona húsi býr Bryndís. Ef ég hefði átt að byggja þetta hús, sem ég var ekkert beðinn um, þá hefði það litið allt öðruvísi út - og ekki orðið svona aðlaðandi.“ Jafnaðarmaður af tilfinningu Stundum var því haldið fram að þú vœrir hrokafullur stjórnmála- maður. Er eitthvað til íþví? „Já, ætli það sé ekki eitthvað til í því að ég hafi haft tilhneigingu til að vera „besserwisser“. Samt held ég að þetta hafi rjátlað af mér í tím- ans rás. Ætli ég hafi nokkurn tím- ann verið eins hrokafullur og ég var um fermingu með Marx upp á vasann. Þá kunni ég ráð við öllum vandamálum heimsins. Ætli það megi ekki segja um mig að ég hafi nokkuð afdráttarlausar skoðanir. Ef ég hef hugsað um ein- hver mál og komist að niðurstöðu þá haggar því ekkert. Þetta virð- ist vera hroki í augum þeirra sem ekki skilja það. En eftir því sem ég þekki mig best þá er ég afskaplega hrokalaus maður.“ En þú talar ekki mikið á tilfinn- inganótum. Leggurðu mikið upp úr rökhugsun? „Þó það nú væri, já. Það þýðir til dæmis ekki að tala um efna- hagsmál nema út frá rökhugsun og þekkingu. Það er ekki hægt að hlaupast frá því í nafni einhverrar tilfinningasemi. Annað hvort hef- urðu rétt fyrir þér eða þú hefur rangt fyrir þér. Þetta þýðir ekki að verið sé að hafna tilfinningum. Af hverju er ég jafnaðarmaður? Það er af tilfinningalegum ástæðum. Ég er jafnaðarmaður af því að ég finn til með fólki sem á bágt, ekki bara í mínu þjóðfélagi heldur um allan heim og vil leggja þvi lið. Ég er jafn- aðarmaður af nákvæmlega sömu ástæðu og Fjallræðumaðurinn var jafnaðarmaður. Þetta er spurning um réttlætiskennd.“ Trú á sannleiksleit Þú sagðir mér einu sinni að þú tryðir ekki á Guð. Af hverju trúir þú ekki á Guð? „Hvaða Guð? Ertu að biðja mig um að trúa á 2000 ára gamlar þjóð- sögur gyðinga og afneita þróunar- kenningunni eða stjarneðlisfræði. Hvað er verið að biðja mig um að trúa á? Eiginlega ætti ég að segja: Þér kemur ekkert við hvort ég trúi eða trúi ekki því það er mitt einkamál. Trú á að vera einkamál. Ég lít svo á að andlegt frelsi sé það sem skiptir mestu máli í lífinu. Ég trúi á sann- leiksleit. Ég er skoðanabróðir Fjall- ræðumannsins. Ég þarf enga guð- spekinga til að segja mér til um hvað er rétt eða rangt, gott eða vont og ég geri mikinn ágreining við handhafa rétttrúnaðarins í öllum trúarbrögðum. Ég er enginn skoð- anabróðir George Bush sem segist vera trúaður maður. Heiminum stafar mest ógn af trúarofstækis- mönnum í Bandaríkjunum, ísrael og í múslimaheiminum. Þessir menn eru lausir við allt umburðar- lyndi. Að bera virðingu fyrir skoð- unum annarra er grundvallargildi í minni siðfræði og lýðræðisþjóð- félag stenst ekki nema þau gildi séu vernduð en réttur annarra til að þröngva sinni trú upp á mig er ekki sjálfsagður. Það er fáránlegt að halda því fram að trú á hið góða sé útilokuð nema algóður Guð sé þarna uppi. Littu á þessa veröld. Tugþúsundir barna deyja úr hungri á degi hverjum. Hundruð milljóna sak- lausra eru fórnarlömb ofbeldis, fátæktar og sjúkdóma. Það gerist í heimi þar sem við höfum þekk- ingu, kunnáttu, tækni og fjármuni til að leysa þetta. Ef Guð er almátt- ugur þá stýrir hann þessum heimi. Ef hann er almáttugur og algóður og þetta er hans niðurstaða þá er ég guðleysingi." Pólitík er skítadjobb Finnurðu fyrir aldrinum? „Mér finnst ég vera yngri en ég var þegar farg stjórnmálanna hvíldi þyngst á mér. Eg fór burt úr þessu umhverfi í átta ár. Hætti sem stríðsmaður sem átti aldrei stund aflögu til nokkurs hlutar. Ég hef hlaðið batteríin. Ég er stútfullur af skoðunum og hugmyndum. Ég er líkamlega hraustari en ég var. Þótt árunum fjölgi þá yngist ég.“ Staða Samfylkingar samkvcemt skoðanakönnunum mœtti vera betri. Margir viljafá þig aftur ípól- itík. Þér hlýtur að þykja vœnt um það. „Mér ber engin skylda til að fara aftur í pólitík. Pólitíkin gleypti mig með húði og hári í að minnsta kosti tvo áratugi. Ég lagði mig fram af lífi og sál. Ég veit að þetta er skítadjobb. Það þarf enginn að segja mér neitt um það. Ég veit að menn koma út úr þessu starfi nokkurn veginn ærulausir en fá hugsanlega uppreisn æru eftir að þeir eru dauðir. Það er ekkert eft- irsóknarvert við þetta. Örfá augna- blik ef þú ert svo heppinn að geta gert eitthvað sem máli skiptir, sem gerist yfirleitt ekki í lífi stjórn- málamanna, nema fárra útvalinna. Hvað er svona eftirsóknarvert við að vera í pólitík? Ekki neitt.“ Af hverju eyddirðu þá áratugum í að hugsa ogstarfa ípólitík? „Það er réttlætiskenndin. Ástríðan. Þessi siðfræðilega ástríða guðleysingjans sem vill ekki svíkj- ast undan merkjum heldur leggja fram sinn skerf til að skapa mann- sæmandi þjóðfélag hér og nú, hérna megin grafar." Geta menn sem hugsa þannig nokk- urn tímann hcett ipólitík? „Hvar er þessi unga kjnslóð? Er ekki komið að henni? Ég er alveg til í að segja þessum börnum til eftir því sem þurfa þykir. Og ef fólk sannfærir mig um að ég hafi eitt- hvað fram að færa sem aðrir hafa ekki þá hlusta ég.“ kolbrun@bladid.net FERMINGARTILBOÐ á rúmum CAPRI NÝ SENDING TILBOÐ 69.000.- Verð áður 89.000.- Meðan byrgðir endast •• f- ............ KAROLIN NÝ SENDIN TILBOÐ 119.000.- m’ss. DORIS 90 x 200 áður 42.000 / nú 29.900,- 120 x 200 áður 49.000 / nú 38.500,- 140 x 200 áður 58.000 / nú 48.000,- 160 x 200 áður 69.500 / nú 59.500,- ELECTA - sjálfstœð fjöðrun 120 x 200cm áður 53.600- verð nú kr 49.600- 140 x 200cm áður 68.000- verð nú kr 58.000- 160 x 200cm áður 89.000- verð nú kr 79.500- Electa erhágæða pokagormadýna með 240 gormum á hvem fermetir. Hún er svæðaskipt 15 misstlf svæði. Hver gormur er sór í ofnum poka, sem kemur i veg fyrír að einhver einn álagspunktur myndist og tryggir afslöppun fyrir hrygginn. MEMORY 5 svæöa pokagormadýna með 6cm visco þrýstijöfnunarefni á svefnyfirborðinu. 160 x 200cm tilboð kr. 139.000,- 180 x 200cm tilboð kr. 159.000,- OPTIFLEX Ein vandaðasta uppbygging á rafstillanlegum rúmum. 80 x 200 cm verð frá 69.000.- cn ö c ö u co O £ £ £ * • v,-; gagnaverslun SCANA JUVEGI 2. KÓP S: 587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.