blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaðið 541 HVAÐ FINNST ÞÉR? HEYRST HEFUR... KÓWGURINW SELUR Smáborgarinn hefur verið að velta fyr- ir sér alþýðuhetjunni Bubba. Nú var dómur að falla í meiðyrðamáli hans gegn tímaritinu Hér og nú þar sem honum voru dæmdar miskabætur upp á 700 þúsund krónur og ummæl- in látin falla niður dauð og ómerk. Smáborgarinn man eftir því þeg- ar umræðan fór af stað vegna þessa máls. Eins og með allan tittlingaskít sem dritað er yfir landsmenn var mál- ið básúnað upp og Bubbi kvartaði undan því að orðstír hans hefði beðið óbætanlegan skaða. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Smáborgaranum fannst reyndar skaðinn óbætanlegur þegar fyrrverandi alþýðuhetjan lék í auglýsingum fyrir matvörubúð sem sennilega myndi frekar láta alþýðuna éta það sem úti frýs en lækka mat- vælaverð. Áður en Smáborgarinn sá myndina sem orsakaði allan hasarinn var hann fullviss um það að Bubbi hefði legið í eigin ælu með nálina í annarri og bíla- skrá B&L í hinni. En nei, Bubbi fékk sér bara sígó og mátti það Smáborgarans vegna. Hvalkjöt í Hagkaup Annars er kóngurinn orðinn ansi neyt- endavænn og seldi meðal annars tryggingafyrirtæki höfundaréttinn að verkum sínum. Smáborgarinn tryggir ekki eftir á og það gerir Bubbi ekki heldur. Hjólagarpurinn mikli hef- ur nú söðlað um og ekur um þjóðvegi landsins með tónlistina sína í hátölur- um. Það er gott að eiga jeppa, þannig hefur maður frelsi til að fara á fjöll en hvort maður fari einhvern tímann eða ekki skiptir ekki máli. Það er frels- ið sem skiptir máli, möguleikinn að geta farið á fjöll ef maður kærði sig um það. Smáborgarinn telur reyndar að frelsið hafi með þessu verið gengisfellt. Ef að helsta frelsisbarátta þjóðfélags samtímans er það að eiga jeppa þá á Smáborgarinn langt í land. Bubbi spurði einu sinni hvort það væri nauðsynlegt að skjóta þá. Smá- borgarinn segir: Fyrr má nú rota en dauðrota. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Vantar ykkur þyrlur eða er Hornafjörður nógu nálægt? „Okkur vantar margt annað en þyrlur og ætlum ekki að sækjast eftir þeim“ Síðan varnarliðið á Keflavíkurflugvelli tilkynnti um brottför sína á hausti komanda, og í kjöfarið yfirlýsing stjórnvalda um að fjölga þurfi þyrlum Landhelgisgæslunnar til að tryggja öryggi almennings hér á landi, hafa fjölmörg sveitarfélög opinberað þá skoðun sína að þyrlurnar eigi hvergi betur heima en í þeirra sveitarfélagi. Akureyri, fsafjörður, Hornafjörður og sveitarfélög á Suðurnesjum eiga það öll sameiginlegt að hafa lýst slíkri skoðun opinber- lega. Will Smith og Keliy Rowland voru f svakastuði Dolly Parton, Lily Tomlin og Jane Fonda fagna einnig útgáfu DVD disks þessa dag- þegar þau komu til frumsýningar ATL í Hoilywood ana. Sérstök 25 ára afmælisútgáfa af kvikmyndinni 9 til 5 mun koma út á næstu í fyrrakvöld. Will Smith leikstýrir myndinni. dögum en sú mynd segir frá raunum kvenna á vinnustað. Hasarkroppurinn Carmen Electra mætti á dögunum í sjónvarpsþátt Jay Leno. Þangað var hún komin til að kynna nýjasta DVD diskinn sinn, Erotic Striptease. Að sjálfsögðu sýndi Carmen Leno nokkur spor og þáði spjallþáttastjórinn með stóru hökuna það með bros á vör. Ymsir sem Blaðið hefur rætt við telja að í uppsiglingu sé ný, þverpólitísk deila um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugsins. Þar sem Islendingar yfirtaka brátt rekst- ur Keflavíkurflugvallar þykir mörgum einsýnt að innan- landsflugið verði flutt þangað og Reykjavíkurflugvöllur lagð- ur niður. Rökin eru einfaldlega þau að það sé hrein vitleysa að reka tvo stóra flugvelli á svo litlu svæði. Öll hagkvæmnisrök mæli með því að innanlands- flugið verði flutt til Keflavíkur. Ahinn bóginn er enginn flokkspólitískur stuðn- ingur við þessa hugmynd í Reykjavík. Frjálslyndi flokkur- inn er sér á báti því Ólafur F. Magnússon hafnar öllu tali um að flugvöll- urinn verði lagður niður og höfðar sú stefna til margra. Dag- ur B. Eggerts- sonhefursagt að hann sé hrifinn af hugmyndinni um tvo flugvelli á suðvesturhorninu og vill því að nýr Reykjavíkurflug- völlurverðilagð- ur. Björn Ingi Hrafnsson vill að nýr flugvöll- ur verði byggð- ur í Skerjafirði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vill sömuleiðis nýjan flugvöll en vill ekki segja hvar. Svandís Svavarsdóttir, sem er leið- togi Vinstri grænna í höf- uðborginni, telur besta kostinn vera að leggja nýjan flugvöll austur af borginni. Þessi hugmynd hef- ur enn ekki náð flugi, ef svo má að orði komast. StefánJónHafsteinhefurnú sem stundum áður djörf- ustu sýnina til málefna borgar- innar. Hann vill að innanlands- flugið verði flutt til Keflavfkur og samgöngur bættar þannig að þangað megi keyra á um 20 mínútum úr miðborginni. Stefán hefur lagt fram skýra áætlun um þetta og hefur hún vakið mikla athygli. Miövikudaginn 5. apríl Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir ■ Sími 510 3722 ■ Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Slmi 510 3723 • magnush@bladid.net eftir Jim Unger 6-13 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Mér gengur ekkert að halda lífi í einu eða neinu. Og það eru ekki bara aðdá- endur Stefáns innan Samfylking- ar sem eru hlynnt- ir tillögu hans. Dyggir sjálfstæðis- menn sem Blaðið hefur rætt við lýsa sumir hverj- ir yfir stuðningi avið tillögu Stef- áns Jóns sem _ telja verður þó nokkur tfðindi. Og um leið segja þeir stefnu Vil- hjálms oddvita í málinu hreina dellu. Deila Dagur B. og Stefán Jón um innanlandsflugið? Rísa ráðdeild- armenn í Sjálf- stæðisflokkn- um upp á móti stefnu Vi I h j á I m s ? Þetta stóra mál er líklegt til að valda deilum á milli flok- ka og innan þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.