blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 28
28 I VIÐTAL LAUGARÐAGUR 1. APRÍL 2006 blaöiö Gínea-Bissá - landið sem gleymdist í Afríkuríki einu, þar sem menningin er fjölbreytt ogflestir trúa á stokka og steina, var veðurstofa ríkisins lögð niðurfyrir nokkrum árum. Dúi J. Landmark hefurgert heimildarmynd um þetta sérstaka land. Síðustu fjögur ár hefur Dúi J. Landmark unnið mikið fyrir franskar sjónvarpsstoðvar víðs vegar um heiminn. Samstarfið hefur verið mest við tvær þeirra, önnur sérhæfir sig í ferðamyndum og hin í að sýna myndir um stangveiði og skotveiði. Nýjasta afurð Dúa er þó af gjörólíkum toga. Myndirnar hér að neðan eru einmitt teknar úr henni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Dúi J. Landmark er mörgum að góðu kunnur, kannski sérstaklega eftir að hann var einn af þáttastjórnendum Islands í dag á Stöð 2 fyrir fáeinum árum. Kappinn lét eitt sinn hafa það eftir sér að hann hafi aldrei ætlað að fara fram fyrir myndavélina en að hlutirnir hefðu einfaldlega æxlast þannig. Svona rétt eins og til að staðfesta þetta þá entist hann ekki lengi á skjánum, heldur snéri sér aftur að kvikmyndagerðinni. Nú nokkrum árum síðar liggja eftir hann tugir veiðimynda sem unnar hafa verið fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Hann hefur sér- hæft sig í gerð sjónvarpsþátta um útivist og veiði og hefur aðallega verið í samstarfi við tvær franskar sjónvarpsstöðvar. Nýjasta afurð Dúa er hins vegar nokkuð á skjön við annað sjónvarpsefni sem hann hefur framleitt. Þar er á ferðinni heimildamynd um ástandið í Afr- íkuríkinu Gíneu-Biss, og það þróun- arstarf sem Unicef á íslandi hefur unnið þar. Var áður portúgölsk nýlenda En hvað er Gínea Bissá? „Þetta er lítið Afríkuland þar sem um 1.5 milljón manna býr. Þetta er fyrrum portúgölsk nýlenda og þegar þú kemur til landsins færðu dálítið á tilfinninguna að það hafi gleymst, svo frumstætt er margt þarna. Þar hefur verið ákaflega óstöðugt stjórnmálaástand, eins og oft verður í Afríku og í raun hefur þjóðin orðið dálítið út undan. Lítið er hægt að sækja til fyrrum nýlenduherra, Portúgala, sem er í dag vart rík þjóð og á því í raun nóg með sjálfa sig. Annars held ég að best sé að lýsa ástandinu þannig að þegar komið er til Gíneu Bissá þá skilur maður niður. I raun má segja að hún hafi farið með Portúgölunum. Svona til að segja örlítið frá þjóð- inni sem byggir þetta fátæka land þá samanstendur hún af um tíu þjóðarbrotum og menningin er því fjölbreytt. Trúarbrögð eru líka margvísleg. Þarna er mikið af mús- limum en hins vegar eru aministar fjölmennastir. Þeir trúa í raun á stokka og steina sem er hin hefð- bundna andatrú Afríku. Og ef ég held aðeins áfram með fólkið þá er það mjög vinsamlegt og þarna er manni ákaflega vel tekið. Það hljómar auðvitað eins og klisja, sem er samt sem áður sönn, að þegar komið er á stað þar Heimildamyndin frum- sýnd 11. apríl Ef ég ræði aðeins um myndina þá var ég á leið til Gíneu Gissá til að gera veiðimynd fyrir franska sjón- varpsstoð. Ég setti mig í samband við Unicef á Islandi og falaðist eftir samstarfi, enda hafði ég heyrt af því mikla og góða starfi sem samtökin eru að vinna í landinu. Þeir tóku mér opnum örmum og ég hef verið að vinna með þeim síðan. Fyrir mig er mjög skemmtileg tilbreyting að vinna mynd um efni sem þetta sem mér finnst skipta verulegu máli. Mér finnst ákaflega mikilvægt að ís- lendingar fái að sjá hvað verið er að gera þarna úti. Það eru margir sem og endursýnd 16. apríl. Annars er starf Unicef í landinu mjög merkilegt í alla staði. Þetta er augljóslega barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og því snýst starf þeirra að- allega um að hjálpa börnum. Starfið gengur hins vegar ekki út á að gefa ölmusu heldur að hjálpa fólki að byggja upp eigið líf og í raun þjóðfé- lagið. Það sem Islendingar hafa fyrst og fremst verið að gera er að byggja upp dagheimili og skóla. Það er til að mynda verið að hjálpa íbúum lands- ins að byggja upp lestrarkennslu, ekki bara fyrir börn því fullorðnir þurfa ekki síður á slíkri kennslu að halda. Það er ótrúlegt að sjá árangur þessa starfs. Ég kom í bæ þar sem mikið fyrir franskar sjónvarps- stöðvar víðs vegar um heiminn, þó samstarfið hafi verið mest við tvær þeirra. Önnur sérhæfir sig í ferða- myndum og hin í að sýna myndir um stangveiði og skotveiði. Þetta eru myndir sem við höfum tekið á hinum og þessum stöðum. Mikið af þeim hefur verið tekið í Frakklandi og síðan eitthvað hér heima. Hins vegar hef ég haft þau forréttindi að fá að flækjast vítt og breitt um heiminn til að sækja efni í þessar myndir. Ég hef m.a. tekið upp myndir á Maldív-eyjum, írlandi, Grænlandi, Skotlandi og auðvitað Gíneu Bissá. Síðasta mynd sem ég tók var í Senegal, næsta verður í Ma- dagaskar og svo fer ég til Kirgistan til að taka mynd nú í haust. Það er auðvitað skemmtilegt fyrir íslenskan kvikmyndagerðamann að geta unnið á öðrum markaði en þeim íslenska, sem er ágætur en er samt mjög lítill. Þetta tækifæri opnaðist aðallega vegna þess að ég er frönskumælandi. Hins vegar hef ég verið veiðimaður alveg frá því að faðir minn fór fyrst með mig í silungsveiðar þegar ég var fimm ára og svo til rjúpnaveiða þegar ég var fimmtán. Það má þvi segja að þarna hafi þrír hlutir fléttast saman, þ.e. franskan, kvikmyndagerðin og áhugi minn á veiðimennsku. Allt þetta skapar mér tækifæri til að vinna við þessa kvikmyndagerð í dag. Það er auðvitað erfitt á köflum að þvælast eins og landafjandi þvers og kruss um veröldina, en ég væri ekki að þessu ef það væri ekki skemmti- legt. Það sem er svo sérstakt að við gerð þessara mynda fær maður að kynnast landinu sem heimsótt er óskaplega vel. Það er augljóslega ekki bara farið í þéttbýli heídur er líka haldið út í sveitir. Ég er oft að hversu miklu máli það skiptir að innviði samfélagsins séu í lagi. Þarna er ekki neitt til til neins, það er varla til flugvél í landinu. Við skömmumst oft yfir vegakerf- inu hér á landi, en þarna er þjóð- vegur númer eitt varla jeppafær og þegar hann er ekinn eru hænur og svín á miðjum vegi, fólk á hjólum og alls konar farartæki á ferðinni sem fara mishratt yfir. Annað sem hægt er að benda á er að í fimmtán þúsund manna bæjar- félagi sem ég heimsótti er hvergi raf- magn. I höfuðborginni sjálfri, sem heitir Bissá, er ekki rafmagn nema hjá einkaaðilum sem hafa efni á að reka ljósavélar. Öll innri þjónusta af hálfu ríkisins er í raun í molum. Það er ekki einu sinni veðurstofa í landinu. Hún var reyndar eitt sinn til en það er búið að leggja hana sem fólk á lítið er ótrúlegt að sjá hvað það getur verið glatt yfir litlu. Vandamálin sem almenningur er að glíma við þarna frá degi til dags eru alvarleg. Fólk þarf að hafa áhyggjur af því hvort það eigi nóg af mat til að gefa barninu sínu og hvort það og börnin þeirra lifi af morgundaginn. Þetta fólk lifir fábrotnu lífi og framtíðarsýnin er í samræmi við það. Ég spurði til að mynda marga foreldra hverjir væru draumar þeirra fyrir hönd barnanna. Svörin voru oftast þau sömu - að börnin fái nóg að borða, að þau fái að fara í skóla og fái að læra að lesa. Það voru ekki flóknari draumar en þetta. Ég er hræddur um að ef þú spyrðir ís- lenska foreldra sömu spurningar að svörin yrðu talsvert ólík. gefið hafa pening í þetta starf og/eða hafa lagt á sig mikla vinnu. Myndin á að sýna hver þörfin á slíku þróun- arstarfi er og hvaða ávöxtum starfið hefur skilað. I myndinni er meðal annars tekið á aðstæðum barna í landinu. Við fylgdumst t.a.m. með daglegu lífi tveggja fjölskyldna. Við vorum komnir klukkan 6 á morgnana með tækin til ekkju sem bjó ein og með þremur börnum sínum og fylgd- umst með degi þessa fólks. I raun er hugsunin á bak við myndina að sýna aðstæður fólks og þörfina fyrir brey tingar. I myndinni sést hverju starf Unicef hefur skilað og hverju slíkt starf getur skilað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þjóðina og starf Unicef þá verður myndin frumsýnd í Rík- issjónvarpinu n. apríl næstkomandi fimm þúsund einstaklingar bjuggu og þar hafði verið byggður skóli tæpum mánuði áður en ég heim- sótti þorpið en fyrir var enginn skóli í bænum. Þá áttar maður sig á því hversu gríðarlega miklu máli það skiptir fólk einfaldlega að læra staf- rófið og að lesa. Slíkt getur algerlega breytt lífi þessa fólks. Þarna eru nefnilega svo mikil- vægir þessir „litlu og augljósu“ hlutir, sem eru þegar allt kemur til alls grunnatriði lífs okkar. Til dæmis getur aðgangur að hreinu vatni alger- lega breytt lífi fólks. Um allt þetta á myndin að fjalla. Á þriðja tug veiðimynda Eins og ég sagði áður þá er þetta talsvert ólíkt þeim myndum sem ég er að búa til dags daglega. Síðustu fjögur árin hef ég verið að vinna ferðast með fólki sem þekkir landið sitt mjög vel og fæ að heimsækja í raun forréttindastaði, staði sem hver sem er getur einfaldlega ekki heimsótt. Maður er að upplifa hluti sem bara þeir sem þekkja svæðin og landið fá að kynnast. Ef ég tek dæmi þá var siðasta myndin sem ég vann tekin í Senegal. Þar var ég komin út í mýri klukkan hálf sex að morgni og það veit aðeins sá sem upplifað hefur dögunina í Afríku hversu einstök upplifun það er. Það er þvílík hljóm- kviða sem fer af stað þegar sólin kemur upp og lífið fer að kvikna á ný eftir nóttina. Þetta er einungis hluti af því sem ég hef fengið að upplifa í stafi mínu, sem ég hefði augljóslega ekki fengið að öðrum kosti.“ adalbjorn@bladid. net Fermingarklukkan í ár. °Oo \ FEFHVUNGAB 'X 4.990 ' Laser klukka með Laserklukka með Laserklukka meo Laserklukka með þráðlausum w innihitamæli innihitamæli FMútvarpi útihitamæli og veðurspá. ^ Kr.4.990 Kr. 6.900,- Kr. 9.900 - Kr. 10.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.