blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 40
40 I MEWNING LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaðið Smásögur Tolstojs í íslenskri þýðingu Lafleur-útgáfan hefur gefið út allar smásögur rússneska skáldjöfursins Leó Tolstojs í nýrri þýðingu Gunn- ars Dal, rithöfundar. Sögurnar eru alls 23 og greinast í sjö kafla. Tol- stoj er einkum þekktur fyrir stórar og miklar skáldsögur á borð við Stríð og frið og Önnu Karenínu en þrátt fyrir það má segja að hann hafi hafið rithöfundaferil sinn og lokið honum sem smásagnahöf- undur. Sjálfur taldi Tolstoj tvær þeirra, Guð sér hið sanna en bíður og Fangi í Kákasus, það besta sem hann hefði skrifað. f bók- inni Hvað er list? segir hann meðal annars að fyrri sagan sé fyrirtaks- dæmi um trúarlega list og sú síðari um veraldlega list. Þetta er í fyrsta skipti sem smásögur hans eru gefnar út í heild sinni hér á landi og því um tals- verðan feng að ræða fyrir áhugafólk um bókmenntir. Skáldspírukvöld tileinkað Tolstoj Auk þess að hafa verið afkastamik- ill útgefandi hefur Benedikt Lafleur staðið reglulega fyrir skáldspírukvöldum á undan- förnumárum. Næstkomandiþriðju- dag verður 59. skáldaspírukvöldið haldið i versluninni og verður það sérstaklega tileinkað útkomu bókarinnar. Gunnar Dal, þýðandi smásagnanna, kemur sjálfur og les úr bókinni og leggur út af erindi hennar auk þess sem gestum gefst kostur á að ræða um Tolstoj og verk hans. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis. *Tilboð gildir aðeins ef sótt er. Hækkaðu þig upp um einn 5? 12345 Opið alla daga frá 16:00 til 22:00 PRPINOS P I Z Z fí Sími: 5 9 12345 Nupalind I, 201 Kópavogi Reykjavíkurvegi 62, 220 Hafnarfirði Liíheimur H.C. Andersen Ævintýraskáldið Hans Christian Andersen er uppspretta innsetninga sem þrír af helstu listamönnum sam- tímans, Joseph Kosuth og hjónin og samstarfsmennirnir Ilya og Emilia Kabakov, sýna á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýn- inguna á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 14 en opnunardaginn ber upp á fæðingarafmæli H.C. Andersens. Hluti sýningarinnar er í porti Hafn- arhússins og er hún opnuð þar kl. 18 sama dag. Listamennirnir verða við- staddir opnun sýningarinnar. Bæði Kosuth og Kabakovhjónin eru frumkvöðlar innan samtímalist- arinnar. Joseph Kosuth var einn af máttarstólpum listaheimsins í New York á sjöunda áratugnum, þegar grunnur var lagður að konseptlist- inni og hefur síðan þá verið lifandi goðsögn innan myndlistarheimsins. Það sama má segja um Ilya Kabakov, sem er þekktur sem „faðir Moskvu konseptsins" og einn fremsti lista- maðurinn sem kom frá fyrrum Sovétríkjunum. Frá árinu 1989 hefur hann starfað með eiginkonu sinni Emiliu að ævintýralegum innsetningum sem hafa heillað sýningargesti allra helstu listasafna heimsins. Sunnudaginn 2. apríl kl. 13 fjallar Emilia Kabakov um list sína og Ilyas og sýnir myndir af verkum þeirra. Fyrirlesturinn fer fram í fundarsal Kjarvalsstaða. Málþing um japanskar bókmenntir íslensk-japanska félagið minnist 25 ára afmælis á þessu ári. Af því til- efni stendur félagið fyrir málþingi um japönsk ljóð og sögur í Háskóla íslands, Odda, stofu 101, í dag kl. 14. Aðalfyrirlesari verður Alan Cumm- ings, lektor í japönsku máli og bók- menntum við Lundúnaháskóla. Nefnist fyrirlestur hans „Narrative and geography in Kabuki“ og verður fluttur á ensku. Allir eru velkomnir á málþingið sem haldið er í samvinnu við jap- anska sendiráðið á íslandi. Hallgrímskirkju 2. apríl kl.17:00 Flytjendur: Hymnodio • Kammerkór Akureyrarkirkju Anno Zander - sópran, Helena G. Bjornadótlif * sópran, S'igrún A. Arngrímsdóttir • all, Míchael Jón Clarke - borilon, Horalduf Hauksson • bassi, lars 5jöstedl • orgel, hljómsveit skipuð sænskum og íslenskum barokk- tónlistormönnum. Stjórnondi: Ey|jór Ingi Jónsson Aógangseyrir kr. 2000,-/! 500,- Miðasala í Hallgrímskirkju s. 510 1000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.