blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 30
30 I TILVERAN LAUGARDAGUR l.APRÍL 2006 blaðið Halldóm hugsar upphátt Keppnin um konfektmolann! Það er engum ofsögum sagt að íslenskar konur eru fallegar. Þessu hefur lengi verið haldið fram og kvenþjóðin spígsporar stolt um - meðvituð um eigin fegurð og með nokkuð sjálfs- öryggi, enda berum við nafn með rentu sem fallegar konur. Þetta deila fáir um. Engu að síður viljum við, eins og reyndar aðrar þjóðir, keppa hver við aðra um fallegt útlit og hafa feg- urðarsamkeppnir skotið rótum í íslensku samfélagi. Ég ætla alls ekki að setja út á slíkar keppnir, enda hvers manns val og óneitanlega aukið líf í tilveru okkar hinna þegar við fylgj- umst með og veljum okkar konfektmola. Hins vegar get ég ekki annað en lýst yfir hneykslan minni á einu atriði sem prýðir allar keppnirnar; bikiníatriðunum þar sem stelpurnar ganga hálfberar á sinn gyðjulega hátt á sviðinu á meðan þær gera alls kyns æfingar með höndunum og passa sig á því að hrynja ekki á bossann á tíu sentímetra hælunum. Nei, svona án gríns! Ég er alls ekki að setja út á stelpurnar sjálfar og vil taka það sérstaklega fram - ég er að setja út á þennan hluta keppninnar og lýsa yfir vorkunn minni í garð stelpnanna sem sýna líkama sinn frammi fyrir landsmönnum, sem geta setið heima í stofu með popp í hendi og mælt út brjósta- og rassastærðir keppenda. Þetta er hálfsorglegt og ef ég á að segja eins og er líður mér alltaf hálfilla fyrir hönd stelpnanna þegar sirkusinn stendur sem hæst. Kannski er ég bara svona hrikalega fordóma- full eða viðkvæm, ég skal ekki segja. En fyrir mína parta verð ég að viðurkenna að það renna á mig tvær grímur bara við það eitt að labba hálfber á sundlaugarbakkanum, af ótta við að hinir ýmsu líkamspartar séu skotmark ein- hverra augnanna. Hvað þá ef maður myndi nú taka sig til og dilla þessu öllu framan í þjóðina... Ef ég mætti ráða myndi ég mælast til þess að stelp- unum yrði gert kleift að taka þátt í keppnum sem þessum án þess að súlustaðirnir hefðu möguleika á að litast eftir nýjum stúlkum í vinnu. Þetta hlýtur « að vera óþægilegt fyrir einhvern hluta keppenda og því væri mun eðlilegra og vægast sagt fágaðra að sniðganga þetta atriði. Ég er líka viss um að margar af stúlkunum sem taka þátt eru sammála mér með þetta. Við þurfum ekkert að sjá brjóstaskorur til þess að meta fal- legar konur. Eins og sást til dæmis í keppninni Ungfrú Reykjavík síðastlið- inn fimmtudag eigum við ógrynni af flottum og frambærilegum konum sem þurfa ekkert á líkamanum að halda til þess að ná langt. Þá vil ég nú frekar sjá þær syngja, já eða bara fara með ljóðstúf... Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ert þú heilsufrík? Það skiptir miklu máli að vera í flottu formi á íslandi í dag. Aug- lýsingar dynja á okkur þar sem við fáum að vita að flotta fólkið stundar þessa ákveðnu líkamsrækt og drekkur ákveðna tegund af vatni. Á sama tíma sjáum við þetta flotta fólk í formi fá sér súkkulaði með sykurlausa drykknum og leggja bílnum í stæði fatlaðra til þess að þurfa einungis að labba tvö skref í ræktina. Oft er því hollustan og hreyfingin meira á yf- irborðinu en í raunveruleikanum. Hvað með þig, ertu þú raunveru- legt heilsufrík? Taktu prófið og þá kemstu að sannleikanum! Hvaða augum líturðu hreyfingu? a) Hún er mér nauðsynleg, bæði til þess að mér líði vel og eins til að viðhalda góðri heilsu. b) Ég get alveg fundið margt betra til að eyða deginum í, en maður neyðist víst til að hreyfa sig einstaka sinnum þannig að maður líti bæri- lega út. c) Stundumheldégaðéghreyfimig of mikið, þannig að ég ætla að flytja í minni íbúð. Ég er alveg uppgefin/n á kvöldin eftir að hafa gengið þessi tíu skref á klósettið og í eldhúsið. d) Ég hreyfi mig samviskulega tvisvar á dag og tek mikið á. Hugsarðu um hvað þú lætur ofaníþig? a) Já vitanlega, hver gerir það ekki? Til dæmis fer beikonborgari mjög illa í mig en kjúklingaborgari er góður. Enda er kjúklingur mjög hollur. b) Ég velti því svo sem ekkert sér- staklega fyrir mér en passa þó að borða mikinn fisk, kjúkling, græn- meti og ávexti. c) Já, enda ekkert vit í öðru. Ég vigta allan mat og athuga hvað eru margar kaloríur í honum, hve mikið kolvetni og hve mikið prótein. Ég forð- ast alla fitu og borða aldrei nammi eða önnur sætindi, sé hreinlega ekki tilganginn í því. d) Eg hugsa stundum um það en viðurkenni fúslega að ég mætti huga betur að því. Ég ligg samt ekki í sukki alla daga en mætti eflaust borða meiri fisk og minna nammi. Veltirðu því mikið fyrir þér hvernig þú lítur út? a) Hver gerir það ekld? Ég passa upp á að fötin mín séu hrein og að ég sé vel útlítandi en ég geri lítið af því að kaupa mér föt. b) Já, vitanlega geri ég það. Ég kaupi mér reglulega föt og passa upp á að ég fylgi tískunni. c) Já og ég skammast mín ekki fyrir það. Ég lít alltaf frábærlega vel út, kaupi föt eftir nýjustu tísku og hendi þeim eftir að ég hef notað þau. d) Ég hef lítinn tíma til að velta því fyrir mér og býst við að flestum sé nolekuð sama um hvernig ég lít út. Ég reyni þó að þrífa mig og fötin reglu- lega en annars pæli ég lítið í þessu. Hvernig kemstu ferða þinna? a) Ég á fínan bíl sem kemur mér hvert sem er. b) Ég keypti mér fjallahjól á 250 þúsund krónur fyrir stuttu síðan og get notað það hvort sem er að vetri eða sumri. c) Ég vildi óska að ég gæti gengið eða hjólað í vinnuna en það er svo tíma- frekt þannig að ég neyðist til að aka bílnum mínum hvert sem er, meira að segja í sjoppuna sem er í tveggja mínútna íjarlægð frá heimilinu. d) Ég geng hvert sem ég fer. Þegar þú ætlar að dekra við þig og hafa eitthvað ljúffengt í matinn hvað verður fyrir valinu? a) Djúpsteiktur kjúklingur með frönskum kartöflum, kokteilsósu og 2htrumafgosi. b) Þrátt fyrir að ég vilji gera vel við mig þá vil ég halda mér við hollustuna því ég verð að líta frábærlega út. Ég fæ mér því djúpsteiktan fisk því fiskur er svo hollur, kartöflur og eitthvað sykur- laust gos með. c) Eg fæ mér nautalundir með brúnum hrísgrjónum og vatni. Ef sér- staklega vel liggur á mér þá fæ ég mér örlitla sósu úr sýrðum rjóma. d) Eitthvað ljúffengt kjöt sem ég grilla, ásamt ofnsteiktu grænmeti, hrísgrjónum, fitulitilli sósu og slettu afrauðvíni. 6Hvað með andlega heilsu, leggurðu rækt við sjálfa/n þig? a) Það er vitanlega ekki hægt að tala um að vera heilsuhraustur án þess að huga að andlegri heilsu. Ég fer í klukkustundar slökun daglega og læt annríki hversdagsins líða úr mér. Auk þess hugleiði ég kvölds og morgna. b) Leggja rækt við hvað, hvaða bull er þetta. Andleg heilsa mín er prýði- leg, af hverju ætti hún ekM að vera það? Það er bara eitthvað að þessu asnalega prófi! c) Ég geri mitt besta, sem er reyndar ekki alltaf nógu gott. Ef lífið er fullt af streitu þá reyni ég að slaka á og vera góð/ur við sjálfan mig. d) Ég lifi mjög annasömu lífi og mætti leggja meiri rækt við sjálfa/n mig. Það eina sem ég geri í raun fyrir mig er að leyfa mér að horfa á heila- lausa ameríska gamanþætti í smá tíma á hverju kvöldi. Hvaða líkamsrækt stundarðu ef einhverja? a) Ég reyni að komast í rækt- ina þrisvar sinnum í viku og brenni í svona hálftíma í senn. b) Ég mæti klukkan sex í ræktina á morgnana og lyfti lóðum. Seinni- partinn fer ég í ræktina til að brenna og þar eyði ég um tveimur tímum á hlaupabrettinu. c) Ég geng allra minna ferða og læt það duga. Sennilega geng ég hátt í fjóra tíma á dag. d) Ég nenni ekki að eyða tíma mínum í svoleiðis hégóma. Teldu saman stigin: i. a)3 b) 2 c)1 d)4 2. a)1 b) 3 e)4 d)2 3. a) 2 b)3 c)4 d)1 4. a) 2 b)3 01 d)4 5. a) 1 b)2 04 d)3 6. a)4 b) 1 03 d) 2 7. a)2 b) 4 03 d) 1 0-10 stig Það væru ýkjur að halda því fram að þú hugsir um heilsuna. Þér gæti ekki staðið meira á sama og þú hugsar aldrei um hollt mataræði. Þótt að öllu beri að taka með hæfilegu kæruleysi þá er heilsan mikilvæg og því ættirðu að reyna að taka þig taki. Þótt þú hellir þér ekki út í líkamsæfingar mörgum sinnum í dag þá væri tilvalið að rölta út í búð einstaka sinnum I stað þess að keyra. Um leið og þú byrjar að hreyfa þig þá muntu vafalaust finna fyrir mikl- um breytingum til hins betra. Einnig væri lag að bæta mataræðið þvi það er hægt að elda Ijúffengan mat þótt hann sé hollur. 11-18 stig Þú veist best sjálf/ur að þú hugsar ekki nægilega um heilsu og hollustu. Viljinn virðíst svo sannarlega vera fyrir hendi en eitthvað annað virðist stöðva þig. Kannski er það tímaleysi, leti eða hreinlega of lágt sjálfsmat. Horfðu á jákvæðu hiiðarnar, þú liggur þó ekki í óhollustunni og þú ert meðvituð/aður um hvað þú þarft að gera. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þér taki, minnka óhollustuna í lífinu og auka hreyfinguna. Þér á eftir að liða betur áður en þú veist af og hollusta verður hluti af daglegu lífi þfnu. 19-23 Stig Þú ert meðvituð/aður um heilsu, hvað þú lætur ofan i þig og hvað hollusta er. Þú hreyfir þig reglulega og ert með mjög eðlilegt viðhorf gagnvart hreyf- ingu og hoilustu. Þrátt fyrir að borða mestmegnis hollan mat þá leyfirðu þér alls kyns góðgæti endrum og eins. Haltu áfram á þessari braut enda er gott jafnvægi á milli hollustu og óholl- ustu í þínu lifi. 24-28 stig Það er ekkert leyndarmál að þú hugsar al- deilis vel um heilsuna, svo mjög raunar að það virðist eiga hug þinn alla daga. Það er mjög mikilvægt að hugsa vel um heilsuna en það er einnig mikilvægt að láta það ekki fara úr böndunum. Það er hollt að borða smá fitu einstaka sinnum og eins er gaman að leyfa sér að borða smá nammi fyrir framan sjónvarpið á föstudagskvöld- um. Haltu áfram að hugsa um heilsuna en ekki gleyma að lifa lífmu lifandi og leyfa þér eitthvað einstaka sinnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.