blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaAÍÖ 12 I FRETTASKÝRING Aftökur trúskiptinga fátíðar Mál Abdul Rahman, afgansks manns sem stefnt var fyrir dómstóla í heimalandi sínu og átti á hættu að vera dæmdur til dauða fyrir þá sök að hafa skipt um trú, vakti hörð viðbrögð þjóðarleiðtoga, mannrétt- indasamtaka og fleiri í nýliðnum mánuði. Máfið hreyfði ekki síður við vest- rænum sérfræðingum í íslömskum fræðum sem hafa lengi deilt um hlutverk hinna ströngu sjaríalaga í nútímasamfélagi. Sérfræðingar halda því fram að ekkert sé í Kór- aninum, helgri bók múslíma, né í kenningum Múhameðs spámanns sem banni trúskipti eða krefjist þess að þeir sem skipti um trú skuli láta lífið fyrir. Það var ekki fyrr en eftir andlát Múhameðs sem sú hugmynd kom fram og það var ekki síður af pólitískum ástæðum en trúarlegum. Afneitun trúar er alvarleg synd í augum margra múslíma og sam- kvæmt sjaríalögum liggur dauðarefs- ing við henni. Framsæknir fræðimenn í íslömskum fræðum halda því fram að merking lagagreinanna hafi tekið breytingum með tímanum. Þegar þær hafi verið settar hafi trúhvarf jafngilt landráðum. Aftökur fyrir trúhvarf fátíðar íslamskir lögfræðingar sem styðja aftökur þeirra sem hverfa frá trúnni benda oft á hadith-hefðina sem rakin er aftur til Múhameðs spámanns. Samkvæmt henni lét hann svo um mælt að taka ætti af lífi hvern þann sem tæki upp önnur trúarbrögð. 1 Kóraninum er aftur á móti hvergi hvatt til aftakna vegna fráhvarfs frá trú. Ekki eru til neinar heimildir Reuters Afganskir menn biðja fyrir í Pul-i-Khishti moskunni í Kabúl, höfuðborg Afganistans í síðustu viku. Mál afgansks manns sem sagði skilið við íslam og tók upp kristni hefur vakið upp margar spurningar um stöðu sjaríalaga í nútímasamfélagi og spennu milli kristinna og múslíma. um að spámaðurinn sjálfur hafi látið taka nokkurn mann af lífi fyrir þessar sakir og í sögu íslams hafa af- tökur vegna þeirra verið fátíðar. Þó að aftökur vegna trúhvarfs séu sjaldgæfar eru lög sem heimila þær enn í gildi, ekki aðeins í Afganistan heldur einnig í Sádí Arabíu, {ran og Súdan. í flestum ríkjum múslíma er yfir- leitt litið fram hjá lögum sem kveða á um aftökur trúskiptinga. Fæst þeirra hafa þó sett formleg lög gegn trúskiptum. Það sem flækir málið enn frekar er að í íslam er ekki til neitt miðlægt kennivald eða stofnun líkt og Vat- íkanið er fyrir kaþólska sem gæti kveðið upp lokaúrskurð í deilum um kennisetningar. Ósamræmi veraldlegra og trúarlegra laga Sérfræðingar segja að íhaldsmenn nýti sér mál á borð við mál Rahmans í pólitískum tilgangi. „íslamistar munu alltaf nota mál sem þessi til að styrkja pólitíska stöðu sína og trú- verðugleika," sagði Bernard Haykel, prófessor í íslömskum fræðum við New York háskóla í viðtali við New York Times. I nýrri stjórnarskrá Afganistans er bæði gert ráð fyrir trúarlegum og veraldlegum lögum en ekki er ljóst hvernig ganga mun að sam- ræma þau. I stjórnarskrá landsins stendur að engin lög skuli ganga í berhögg við trúna. Jafnframt segir í stjórnarskránni að ríkið muni virða Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Afganistan er mjög íhaldssamt ríki þar sem 99% þjóðarinnar eru íslamstrúar. Talið er að aðeins séu um 10.000 kristnir menn í landinu og iðka þeir trú sína fyrir luktum dyrum. Aðeins ein kirkja er í land- inu, nánar tiltekið í kjallara ítalska sendiráðsins í Kabúl. Trúfrelsi víða skorður settar Mál Abduls Rahman hefur ekki aðeins beint kastljósinu að lögum og aðgerðum ríkisstjórnar Afganist- ans sem komið var á laggirnar eftir innrás Bandaríkjamanna. Það er einnig áminning um þær skorður sem trúfrelsi er sett í mörgum músHmaríkjum. Þó að trúfrelsi sé tryggt i stjórnar- skrám ríkja á borð við Egyptaland og Pakistan eru skorður settar við iðkun annarra trúarbragða en íslam og lögregla beitir þá sem vilja skipta um trú þrýstingi. Trúarleg spenna milli kristinna og múslíma hefur aukist í þessum ríkjum á undanförnum árum og oft tekur fólk lögin í sínar hendur. f þorpum i Pakistan eru múslímar sem snúist hafa til kristni einstöku sinnum teknir af lífi af ættingjum sínum sem er annt um heiður fjöl- skyldunnar. I stærri borgum hafa hópar íslamista gert árásir gegn kirkjum kristinna vegna meintrar samúðar þeirra með málstað Bandaríkjamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.