blaðið - 08.04.2006, Side 2

blaðið - 08.04.2006, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaöiö Telja ekki óábyrgt að hækka laun ófaglærðra starfsmánna Rtkið verður að setja aukið fjármag í dagheimili aldraðra til að hœkka megi laun starfs- manna. Um þetta eru Jónína Bjartmarz ogÁgúst Ólafur Ágústsson sammála. blaðite Baejarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Samið um gagnkvæma dreifingu Samkomulag hefur náðst á milli Símans og 365 miðla um að báðir aðilar dreifi íslenskum sjónsvarps- rásum Digital fslands og Skjásins. Viðskiptavinir fyrirtækjanna munu því fá aðgang að öllum íslenskum sjónvarpsrásum sem í boði eru. Hluti samkomulagsins tekur gildi 15. apríl en allar stöðvarnar verða að- gengilegar í síðasta lagi 15. júní nk. .Samkomulagið felur í sér mikinn ávinning fyrir sjónvarpsnotendur og sjónvarpsefni beggja aðila mun ná til fleiri notenda en áður,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum. Lægsta tilboði var hafnað Fyrr í vikunni var skrifað undir samninga á milli Ríkiskaupa og Vél- smiðju Orms og Víglundar í Hafn- arfirði um endurbætur á Grímseyj- arferjunni. Tilboð vélsmiðjunnar í verkið hljóðaði upp á 1,3 milljónir evra, eða rúmar 115 milljónir króna. Ríkiskaup virðast því hafa ákveðið að taka ekki lægsta tilboði í verkið, því það barst frá skipavið- gerðastöðinni JSC Western Shipr- epair frá Litháen, sem var tilbúið að sinna viðhaldinu fyrir 1,27 milljón evra, sem samsvarar um 113 millj- ónum króna. Nýr formaður bankaráðs Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur sagt af sér formennsku í bankaráði Seðlabankans. Helgi S. Guð- mundsson var kjörinn formaður í hans stað en Ólafur verður varaformaður bankaráðsins. Setuverkfalli um 900 ófaglærðra starfsmanna Hrafnistu, Vífilsstaða, Grundar, sem og fleiri dvalarheim- ila aldraðra lauk á miðnætti í nótt. Með aðgerðum sínum vildu starfs- menn vekja athygli á að starfsmenn hjúkrunarheimila sveitarfélaga eru með mun hærri laun, þrátt fyrir að vinna sambærileg störf. Ljóst er að ástandið hefur þær afleiðingar að starfsfólk hefur sagt upp og fært sig milli stofnana til að hækka laun sín. Ennfremur er ljóst að slíkt mun halda áfram ef ekkert verður að gert. 1 Blaðinu í gær fullyrðir Guðmundur Hallvarðs- son, stjórnarformaður Hrafnistu, að búið sé að skapa tvöfalt kerfi þar sem sveitarfélögin fái meira og betra starfsfólk og geti því boðið upp á betri þjónustu og að „hinir lán- sömu fá inni á hjúkrunarheimilum borgarinnar“. Aldraðir verða að fá full- nægjandi umönnun Jóntna Bjartmarz, alþingismaður og formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar tekur undir þessi orð Guðmundar. „Umönnun er betri þar sem mönnun er betri og meiri. Færra starfsfólk hlýtur að þýða lakari þjónustu. Þetta er mál sem þarf að leysa. Þegar varaformaður fjárlaganefndar gagnrýndiborgar- stjóra sem mest fyrir að hækka laun ófaglærðra var ég honum ósammála. Það er erfitt að manna þessar stöður ogþví þarf að hækka laun.“ Agúst Ólafur Ágústsson, sem einnig á sæti í nefndinni segir ljóst hvar ábyrgðin liggur. „Það þarf að endurskoða hið úr- elta daggjaldakerfi sem grundvallar tekjur þessara stofnana. Helmingur allra hjúkrunarheimila er rekinn með halla og ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við kerfið. Það þarf einfaldlega að setja aukna fjármuni í þennan málafíokk, en því miður hafa málefni eldri borg- ara ekki verið í forgangi ríkis- stjórnarinnar," segir Ágúst. Hann segirljóst að ábyrgðin liggi að fullu hjá ríkisstjórninni og að bregðast verði við því. „Það er til s k a m m a r hvernig launa- kjör þessa hóps eru og það er alveg ljóst að hækka verður launin.“ Undir þetta tekur Jónína „Ég sé ekki annað í stöðunni en að hækka þurfi laun þessa hóps. Slíkt kallar á samstarf heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra. Það þýðir ekki að varpa ábyrgðinni yfir á forstöðumenn sem reka stofnanir sínar eftir þjónustusamningum og daggjöldum sem greidd eru af ríkinu. Þeir geta ekki að óbreyttu hækkað laun. Það er ólíðandi að aldraðir séu án fullnægjandi umönn- unar, þeir eiga betra skilið.“ Tíundi hver karl- maður hefur farið í meðferð Á hverju ári leggjast 2.000-2.500 sjúklingar inn á sjúkrahús SÁÁ að Vogi. 9,6% allra karlmanna eldri en 15 ára á íslandi hafa komið inn á Vog °g 3.9% kvenna í sama aldurshópi. Þetta kom fram á árlegum frétta- mannafundi SÁÁ sem haldinn var ígær. Þrátt fyrir öflugan stuðning ríkisvaldsins hefur að sögn tals- manna SÁÁ, reynst erfitt að halda úti nægilegri læknisþjónustu fyrir sjúklinga. Sem dæmi um þetta var nefnt að samtökin hafi neyðst til að loka bráðamóttöku sinni á síðasta ári. Það hafi ekki verið nema fyrir sértækar aðgerðir með stuðningi öfl- ugra fyrirtækja að unnt reyndist að opna móttökuna aftur í desember síðastliðinn. 1 tengslum við bráða- þjónustuna er fyrirhugað að auka innlagnir um 250-300 á árinu 2006. Forsvarsmenn samtakanna bentu á í gær, að þrátt fyrir aukinn vímu- efnavanda hér á landi, væru fyrir- hugaðar fjárveitingar ríkisins til sjúkrahússreksturs SÁÁ 20 milljón krónum lægri á þessu ári en árið 2005. Laða verður fólk að starfinu Verðbólga hefur verið mikil á land- inu síðustu mánuði og sérfræðingar hafa margir sagt að ef laun hins opinbera verði hækkuð muni fara af stað verðbólguhrina með tilheyr- andi vandamálum í efnahagslífinu. En væri óábyrgt af stjórnvöldum að hækka laun á þessum tímapunkti? „Það hefur verið launaskrið í samfélaginu, sérstaklega innan fjár- málageirans. Laun þar hafa rokið upp meðan laun starfsmanna við umönnun og menntun hafa hækkað lítið og þessir hópar hafa þurft að berjast fyrir sínu. Laun þessa hóps eru óviðunandi. Það er einfaldlega ekki valkostur að bjóða upp á ófull- nægjandi umönnun," segir Jónína. „Nei, slíkt er í lagi svo lengi sem hækkanirnar gangi ekki upp allan stigann. Það þarf bara aukið fjár- magn í málaflokkinn. Lausnin blasir við en ég er persónulega orð- inn mjög þreyttur á áhugaleysi ríkis- stjórnarinnar á þessum málaflokki," segir Ágúst. Jónína Bjartmarz Ágúst Ólafur Ágústsson Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavik: Morkin 4, s: 533 3500 O Helfoklrt 0 Léttský|að Algarve 18 Amsterdam 08 Barceiona 16 Berlín 13 Chicago 0 Dublin 09 Frankfurt 12 Glasgow 06 Hamborg 09 Helslnki 02 Kaupmannahöfn 06 London 09 Madrid 19 Mallorka 18 Montreal -04 New York 07 Orlando 20 Osló 03 París 12 Stokkhólmur 05 Vín 12 Þórshöfn 02 Skýjað £ Alskýjað ,• f Rlgnlng, lltilsháttar ///'/ Rlgning 5 5 Súlð * 'I' Snjókoma O siydda Aj Snjóél r-7 Skúr ________1_________’ *____V V V **ÍJ%** 0, ❖ ^-2° * Á morgun * * * -2° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands * *' * ’ r ** no ^

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.