blaðið - 08.04.2006, Page 4

blaðið - 08.04.2006, Page 4
www.expressferdir.is ROLLING STONES í DANMÖRKU 8.-9. JUNI Það verður heldur betur stuð í Horsfens í Danmörku þegar Rolling Stones mætir á svæðið 8. júní næstkomandi. Skelltu þér með okkur á magnaða tónleika Rolling Stonesl Æ TONLEIKAR I DANMORKU 79.900 kr. INNIFALID: Flug og flugvallaskattar, flug tll Árósa, allar rútuferðir, ein nótt á hóteli með morgunverði og miði á tónleika Rolling Stones. Miðað er við að tveir séu saman I herbergi. » Nánar á www.expressferdir.is Express Feróir, Grímsbæ, Efstalandi 26, slmi 5 900 100 Express Ferðir Ferðaskrifstofa I eigu lceland Express Þú fcerð fermingargjafirnar hjá okkur 4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaöiö Skartgripasmygl- ari dæmdur mbl.is | Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær enskan karlmann i 800 þúsund króna sekt fyrir tilraun til að smygla skartgripum og óunnu silfri að verðmæti um 1,8 milljón króna til landsins. Þar að auki voru skartgripir mannsins gerðir upptækir. Þann 6. desember 2005 reyndi maðurinn að smygla skartgripunum til landsins með flugi frá London. Við tollhliðið á Kefla- víkurflugvelli fram- vísaði hann engum tollskyldum varn- ingi en við gegnum- lýsingu á skjalatösku hans kom í ljós að í henni voru skartgripir. Verðmæti skartgrip- anna var metið á rúm- lega i,8 milljónir króna. Maðurinn hélt því fram að þetta væru sýnishorn. Ritstjórnarlegt sjálfstæði og gegnsæi á fjölmiðlamarkaði Fréttastofum verður gert að setja sér reglur varðandi ritstjórnar- legt sjálfstœði verði nýttfrumvarp umfjölmiðla að lögum. Heimasíða útvarpsréttarnefndar mun samkvæmt nýju frumvarpi um f j ö 1 - miðla gegna Mikið að gera Lögreglan á ísafirði hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Hefur hún meðal annars haft afskipi af aðilum, sem grunaðir voru um fíkniefnamisferli, í alls átta málum. Þetta eru mun fleiri fíkniefnamál en lögreglan sinnti á sama tímabili í fyrra. Auk þessarar fjölgunar hefur lögreglunni tekist að leggja hald á mun meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil undanfarinna ára, eða rúm 265 grömm af hassi og tæp 30 grömm af amfetamíni. Rétt er að geta þess að lögreglan á ísafirði hefur haldlagt árlega um 140 grömm af ólöglegum vímu- efnum, að meðaltali undanfarin 7 ár. Á sama tíma hefur öðrum af- brotum í umdæmi ísafjarðarlög- reglunnar fækkað. Þannig voru 29 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en að meðaltali hafa slíkar kærur verið 42 á þessu tímabili undanfarin ár. Ennfremur hefur ekkert innbrot verið tilkynnt í umdæmi ísafjarðarlögreglunnar fyrstu þrjá mánuði ársins, en þrátt fyrir að slík afbrot séu afar fátíð hafa þau engu að síður verið 1 til 5 á sama tímabili undanfarin ár. nokkuð veigamiklu hlutverki við að viðhalda gagnsæi á fjölmiðlamark- aði. Heimasíðan skal birta ítarlegar upplýsingar um þá sem hlotið hafa útvarpsleyfi og nafn útvarpsstjóra. Þá skal dagskrárstefna viðkomandi stöðvar vera á heimasíðunni auk reglna um ritstjórnarlegt sjálf- stæði. Allir þeir úrskurðir sem útvarpsréttarnefnd kann að fella um við- komandi útvarps- stöð skulu einnig birtir á síðunni en gæta skal þess að úr hinni birtu út- gáfu séu felldar út upplýsingar um viðkvæm einkamálefni einstaklinga og mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni lögaðila sem „sann- gjarnt er og eðlilegt að leynt fari,“ eins og segir í drögunum. Hlið- stæðar reglur verða settar um dagblaðaútgáfu. Fréttastofur setji sér reglur Útvarpsstöðvar sem reka fréttastofu sem og útgefendur dagblaða skulu samkvæmt frumvarpinu setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Reglurnar skulu samdar í samvinnu við starfsmenn fréttastofu og stéttar- félag þeirra. í reglunum skal fjallað um starfs- skilyrði stjórnenda og fréttamanna við að framfylgja dagskrárstefnu stöðvarinnar eða ritstjórnarstefnu blaðsins. Reglurnar skulu einnig fjalla um starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttamanna gagnvart eigendum út- arpsstöðvarinnar eða dagblaðsins. Einnig skal tilgreina skilyrði áminn- ingarogbrottvikningarfréttamanna. Þessar reglur skal endurskoða ár- lega í samvinnu við starfsmenn og tilkynna til útvarpsréttarnefndar. I frumvarpinu er hvergi getið um nein viðurlög við því að verða ekki við þessum tilmælum laganna. í skýringum með frumvarpinu kemur hins vegar fram að útvarps- réttarnefnd beri að taka það fram á heimasíðu sinni hafi slíkar reglur ekki verið settar. Vöruskiptahalli aldrei meiri Vöruskiptahalli í nýliðnum mars- mánuði nam rúmum 13 milljörðum króna og sló öll fyrri met ef marka má nýjar bráðabirgðatölur Hagstofn- unnar um utanríkisviðskipti sem birtar voru í gær. Þar kemur fram að verðmæti innflutnings í mánuð- inum nam rúmum 33 milljörðum króna meðan aðeins var flutt út fyrir tæpa 20 milljarða. „Ýmsir samverkandi þættir urðu til þess að gera hallann jafn mik- inn og raun ber vitni. Gengi krónu í mars var rúmlega 8% lægra en í mánuðinum á undan, sem leiddi til samsvarandi hækkunar krónutölu inn- og útflutnings. Einnig var verð- mæti eldsneytisinnflutnings óvenju mikið, bæði vegna mikils magns og verðhækkunar á heimsmarkaði," segir um þessar tölur í Morgun- korni Glitnis í gær. Þar er ennfremur greint frá því að gengislækkun íslensku krón- unnar að undanförnu verði að öllum líkindum til að bæta jöfnuð utanríksiviðskipta á komandi miss- erum. Ástæðan er að innfluttar vörur hækki í verði og því dragi úr kaupum á erlendri neysluvöru. Enn- fremur eykst verðmæti útfluttra vara. Áhrifa þessa fari þó ekki strax að gæta. „Því má búast við að vöruskipta- halli allra næstu mánuði verði veru- legur, en þegar líða tekur á árið gæti hann minnkað hratt.“ Blóm í meistarans höndum Páskamir nálgast og nóg að gera hjá blómasölum vlð að útbúa páskaskreytingarnar. Á myndinni sést Steinar Björgvinsson, Is- landsmeistari í blómaskreytingum, búa til skreytingu af mikilli natni í versluninni Blómálfinum. Strætó breytir leiðakerfi Á morgun, sunnudag, verður tíma- töflum Strætó á leiðum 12, S2 og 28 breytt lítilsháttar og þær rýmkaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í gær. Þar segir að eftir að endurskoðað leiðakerfi tók gildi 5. mars s.l. hafi tímatöflur nokkurra leiða verið til skoðunar og umfjöll- unar. Umræddar breytingar eru gerðar í framhaldi af þeirri vinnu. Ný leiðabók hefur verið gefin út vegna breytinganna og fæst hún á skiptistöðvum. Tíma- töflunni hefur einnig verði breytt á heima- síðuStrætó.www. bus.is.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.