blaðið - 08.04.2006, Qupperneq 18
18 I BRYNDÍS SCHRAM
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaöiö
BERLÍN KVÖDD
FERÐASAGA
BRYNDÍSAR
VKAFLI
Nú er komið að seinasta degi okkar
í Berlín, og það er sunnudagur. Við
vöknum seint og förum beint í djass-
brönsj í gamla mjólkurbúinu í hverf-
inu okkar. I þessari stílhreinu og
myndarlegu byggingu voru endur
fyrir löngu fimmtíu mjólkandi kýr,
sem sáu íbúum þorpsins fyrir mjólk
og rjóma, osti og smjöri. Nú er hún
orðin partur af nýja lífsstílnum og
hýsir ekki lengur kýr, heldur fólk,
meira að segja fatahönnuði, blóma-
sala, hárgreiðslumeistara, bruggara
og matargerðarmenn. Við kaupum
hálft annað kíló af dagblöðum til
að lesa með djassinum. Annars
má segja, að þýska pressan valdi
okkur hálfgerðum vonbrigðum. Við
héldum einhvern veginn, að hún
væri betri. Hún er mikil um sig
- ekki vantar það - en meiri að um-
máli en innanmáli.
Við lesum Berliner Morgenpost
og Tagesspiegel upp til agna. Erum
auðvitað að leita frétta af koalition
eða konfusion, eins og það héitir
þessa dagana, rétt eftir þýsku haust-
kosningarnar. Erum litlu nær að
loknum lestri. Utan hvað við vitum,
að Þýskaland er í kreppu. Þýskaland
er að verða elliheimili, og það eru
engir sjóðir til að standa undir elli-
lífeyrinum. Þess vegna þurfa Þjóð-
verjar immigranta. Immigrantarnir
hafa ekki aðlagast þjóðfélaginu, læra
ekki þýsku og búa í ímynduðu Tyrk-
landi inni í gettóinu. Austur-Þýska-
land er enn á framfæri. Og það eru
ekki lengur til nógir peningar. Nið-
urskurðurinn bitnar fyrst á hinum
fátæku og atvinnulausu, og þá sýður
upp úr. Frakkland brennur. Hvenær
kemur röðin að Berlín?
LieberWilly
Þetta er fallegur dagur. Birtan mjúk
og hlý. Við leiðumst hönd í hönd í
gegnum Tiergarten, ilmandi vin í
miðri stórborg. Haustsólin leikur í
fölnuðu laufi trjánna. Næsti áfanga-
staður er Schönberg Raathaus, en í
því sloti voru höfuðstöðvar borgar-
stjórnar Vestur-Berlínar, þar sem
Willy Brandt gerði garðinn frægan
sem borgarstjóri í Kalda stríðinu.
Það er nú eins konar safnahús, og
einmitt um þessar mundir stendur
yfir sögusýning um Willy, eftir-
læti Jóns Baldvins. Willy Brandt
er frá Lubeck (eins og ég!). Hann
var óskilgetinn sonur einstæðrar
móður, hraktist ungur í útlegð
undan svartstökkum Hitlers, varð
blaðamaður á vígvöllum Spænsku
borgarastyrjaldarinnar, varð enn að
flýja undan nazistum við hernám
Noregs (hann hafði búið um skeið
í Noregi), flúði til Stokkhólms og
sneri ekki aftur heim til Þýskalands
fyrr en eftir fall Þriðja ríkisins og
lok Seinni heimstyrjaldar. Hann
reis til æðstu metorða innan raða
jafnaðarmanna, fyrst sem borgar-
stjóri í Berlín og síðar sem kanslari
Þýskalands. Hann varð táknmynd
alls hins besta í fari Þjóðverja og
þýskrar menningar í andstöðu við
mikilmennskubrjálæði og ofbeld-
Ég gæti eflaust haldið áfram að segja ykkur
ishneigð hins þýska þjóðrembings.
Myndin af Willy Brandt, kanslara
Þýskalands, þar sem hann krýpur
í Varsjá frammi fyrir minnismerki
um fórnalömb nazismans og biðst af-
sökunar, er greipt í minni fólks um
alla Mið- og Austur-Evrópu. Aust-
urstefna Brandts breytti Evrópu.
Hún losaði um þrælatök Sovétsins
RÆKTAÐU VINA- OG
FJÖLSKYLDUBÖNDIN
Pantaðu fermingarskeyti
í síma 1446 eða á netfanginu
www.postur.is.
í Austur-Evrópu, hún ruddi braut-
ina fyrir vorið í Prag, og hún boðaði
sögulegar sættir fornra fjandmanna.
Willy var ekki venjulegur stjórn-
málamaður, hann var pólitískur
hugsuður og mannvinur - human-
isti, sem bar höfuð og herðar yfir
samtímamenn.
Leiðsögn er auglýst klukkan
fjögur, en þegar við náum á staðinn,
er þar enginn gestur nema við, svo
að við tvö njótum alein leiðsagnar
stúdentsins, sem kann söguna upp
á sína tíu fingur.
Hin unga ekkja Willys, Birgitta
Seebacher-Brandt, hefur að vísu
reynst flokksfélögum erfið. Hún
situr á öllum handritum, gömlum
bréfum og ljósmyndum og hefur til
þessa neitað að láta af hendi þennan
fjársjóð. Það var ekki fyrr en “ríkið”
tók málið í sínar hendur, að hún féllst
á að lána bréf og myndir á þessa sýn-
ingu, sem er svo til algerlega byggð á
hennar einkagögnum.
Unga manninum tókst að gera
söguna persónulega og spennandi
og sagði okkur ýmislegt, sem við
höfðum ekki heyrt áður um Willy.
Hins vegar gat Jón Baldvin líka sagt
unga manninum ýmislegt um Willy,
sem hann hafði ekki heyrt áður, og
þótti ekki síður merkilegt!
Ég get líka sagt ykkur frá því, að
síðasta utanlandsferð Willys var ein-
mitt til íslands nokkrum mánuðum
áður en hann dó haustið 1992. Við
Jón Baldvin vorum gestgjafar hans,
og er mér sérstaklega minnistæð
kvöldstund, sem við áttum með
honum á Þingvöllum. Hann hafði
mikla útgeislun og hélt öllum við-
stöddum föngnum með hrífandi frá-
sögnum af mönnum og málefnum.
Og enn eitt
Ég gæti eflaust haldið áfram að
segja ykkur frá ævintýrum Berlín-
arborgar alveg endalaust, en ég verð
að halda áfram, svo að sögu minni
ljúki einhvern tíma. Samt get ég
ekki sagt skilið við höfuðborgina
án þess að segja ykkur frá Gyðinga-
safninu sunnan við Brandenborgar-
hliðið. Það er rétt rúmlega ár síðan
það var opnað með mikilli viðhöfn.
Heimurinn stóð á öndinni. Þetta var
eitthvað nýtt, eitthvað öðru vísi. Svo
óvænt og óhugnanlegt. Og kannski
er safn ekki rétta orðið; þetta mætti
heldur heita hrollvekjusmíð, þvi að
höfundur gerir frekjulega innrás i
hugarheim mannanna, hann gerir
tilraun til að setja okkur í spor hinna
kúguðu, hinna smáðu og hæddu.
Hvergi sér til sólar, hvergi má höfði
halla, hvergi er hlýja né mýkt. Á
þúsund fermetra svæði á einum
verðmætasta bletti borgarinnar er
raðað saman hlið við hlið, langsum
og þversum, ílöngum steinkössum,
mannhæðarháum, gráum og kulda-
legum. Þessir kassar mynda eins
konar völundarhús, þannig að þú
missir áttir, veist ekki á hvaða leið
þú ert, ratar ekki til baka, verður að
halda áfram. Og þú kemst í skelfi-
legt hugarástand, verður gripinn ofs-
hræðslu. 0, Guð, hvar ertu?
Þetta var ótrúleg lífsreynsla og
minnti mig óþægilega á dagana,
sem ég eyddi í Holocost safninu í
Washington á árum mínum þar. Þá
leið mér líka svona illa.
Gamlir draugar
Síðdegis þennan dag ókum við út úr
borginni suður á bóginn. Við vorum
búin að ákveða að koma við í Dres-
den áður en við færum yfir landa-
mærin við Tékkland og skoða hina
nýuppgerðu Frúarkirkju.
Það er eiginlega ekki hægt að aka
um Evrópu án þess að vera stöðugt
minntur á hrylling og óhugnað
Seinni heimstyrjaldarinnar. Berlín
byggð á rústum, þar sem sumt fær
að birtast aftur í sömu mynd, en
annað er börn síns tíma, í funkis,
neoklassik og jafnvel futuristik.
Vegna heimsku og hroka mannanna
hefur verið traðkað á gersemum lið-
inna alda, sagan hefur verið afmáð
á broti úr sekúndu. Maður fæðist af
manni, kynslóð vex af kynslóð, en
húsin hverfa, og þau koma aldrei
aftur. Bara annars konar hús og
annars konar andi. Upp úr rúst-
unum reis andi Sovétkommúnism-
ans í formi hrikalegra steinblokka,
sem voru hvort tveggja óíbúðarhæf
skrímsli og smánarblettur í lands-
laginu. Undarlegt annars, að eftir
kommúnismann stendur ekki uppi
eitt einasta hús, sem seinni kyn-
slóðum finnst vert að skoða - fyrir
utan pyntingarkjallara KGB, þar
sem blóðsletturnar blasa við uppi
um alla veggi enn í dag. Fólk sem
búið hefur við svona hryggðarmynd
afbökunarinnar sættir sig ekki við
það. I Austur-Þýskalandi er verið
að setja jarðýturnar á kommablokk-
irnar og endurreisa miðaldir. Það
sáum við í Dresden, en sú saga bíður
næsta blaðs.
Bryndís Schram
disschram@yahoo.com