blaðið - 08.04.2006, Síða 24

blaðið - 08.04.2006, Síða 24
24 I TILVERAN LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 bla6Í6 ■■pp íjrj ál átt Blóðuga baráttan um spegilinn L |lfk Það er oft talað um kröfur nútímans varðandi útlit og óneitan- lega finna margir sig knúna til að leggja hönd á plóg til þess að gera þjóðfélagið fallegra. Þá á ég sérstaklega við ungar konur sem kappkosta að líta sem best út og fjárfesta gjarnan í allskyns kremum og öðrum apparötum með það eitt fyrir augum, enda deginum ljósara að þorri ungra kvenna virðist eiga ráð undir rifi hverju þegar kemur að bættu útliti. Þó virðumst við stundum misskilja þessar útlitskröfur og taka þær alltof bókstaflega og kemur það einna best í ljós þegar á að flikka upp á útlitið fyrir útstáelsi helganna. Þá virðast kröfurnar svo miklar að hópurinn kemst varla út sökum áhyggja af úfna hárinu, „hliðarspikinú', eða miður fallegum upphandleggjunum. Þetta fer oft ansi skemmtilega fram; Það er komið saman heima hjá einni, dreypt á rauðvínsglöggi, rætt um málefni líð- andi stundar og jafnvel dillað bossum við skemmtilega tóna. En síðan hefst sjálf baráttan; - baráttan um spegilinn góða! Oft kemur þetta ansi spánskt fyrir sjónir og ósjaldan vill þetta verða svo að allar planta sér eins og hrægammar fyrir framan eina speg- ilinn í húsinu og keppast við að sjá ásýnd sína sem best með því að khfra upp á klósett eða annað til þess að sjá betur. Oftar en ekki verða lætin til þess að maskar- inn endar út á eyrum hjá einni og önnur klemmir óvart nefið á næstu manneskju með sléttujárninu. Svo við förum nú ekki út í líkamspælingarnar; Þá heyrast oft ansi skoplegar setningar, allar varðandi ósýnilega fitu og meinta samkundu bólufélagsins á andlitinu. Og á meðan við þykjumst svakalegar vitsmunaverur stöndum við fastar á því að íoo gramma brauðhleifur morgunsins hafi pottþétt gert það að verkum að maginn á okkur er engum klæðnaði hæfur! Jæja, nóg komið af þessu. Hitt er aftur eilítið skondnara. Það er þetta þegar komið er í bæinn og bakkus tekur völdin. Þá virðist sem allar útlits- áhyggjurnar um kvöldið séu látnar lönd og leið og þessi fyrrum glæsilega dama endar rúllandi á rassinum, skítug og ótalandi sökum hiksta. Svona getum við verið ótrúlegar. Þá er spurninghvort ekki sé betra að leggja aðeins minni metnað í kjólaval eða magaæf- ingar og þeim mun meiri í það eitt að halda haus. Svo má jafnvel deila um hvort ekki / sé fallegra að sjá kófdrukkna konu með hversdagslegt útlit en eina sem er uppstr- íluð og með varalitinn niður á brjóst. Ég skal ekki segja en ég þykist vita að við erum eflaust mun myndarlegri en við höldum og þurfum ekki að tapa glórunni af áhyggjum áður en haldið er út. Leggjum frekar meiri metnað í fágaða framkomu og sleppum síðustu tveimur drykkjunum.:) Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ ' ,*! V í Ert þú tækjafrík? Á íslandi samtímans skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú hefur gert heldur er meira um vert hvað þú átt. Það er enginn maður með mönnum nema að eiga 52 tommu sjónvarp, heima- bíó, borðtölvu og fartölvu að ekki sé minnst á nýjasta farsímann. Þeir sem eiga ekki slíkt voga sér ekki í ræktina enda er allt fullt af hoppandi fólki þar með iPod. Að sama skapi forðast þeir að ræða um sjónvarpsefni gærkveldsins ef gæði sjónvarpsins skyldi bera á góma. ísland virðist því vera fullt af tækjafríkum með loga tækn- innar í augum. Hvað með þig, tekur þú þátt í brjálæðinu eða ertu hófsemdarmanneskja þegar kemur að tækjum og tólum? Taktu prófið og þá kemstu að sannleikanum. Hve nauðsynlegt er fyrir þig að eiga nýjustu tækin? a) Mér gæti ekki verið meira sama. b) Ef nýtt tæki kemur á markað- inn þá kaupi ég það, svo einfalt er það. c) Helst vil ég eiga allt en ég reyni stundum að stoppa mig af og velti því fyrir mér hvort ég þurfi virki- lega á tækinu að halda. d) Það er gaman að eiga ný tæki en svo framarlega sem gömlu tækin séu ekki biluð þá kaupi ég þau ekki. Af hverju kaupirðu þér ný tæki? a) Ég vil ekki vera síðri en aðrir og vil helst eignast allt fyrst/ur. b) Ég veit það ekki, það er einhver spenna fólgin 1 því að kaupa nýjustu tækin og eiga þau. c) Yfirleittgeriégþaðnúekkinema mig vanti þau bráðnauðsynlega. d) Ég kaupi helst ekkert nýtt. Hvað eru mörg tæki á heim- ili þínu? a) Ég á bara þetta hefð- bundna, sjónvarp í stofu, eldhúsi og svefnherbergi ásamt heimabíói, farsíma, borðtölvu og fartölvu og nokkrar leikjatölvur af mismunandi gerð. b) Ég á útvarp og heimasíma c) Heimilið mitt er allt samtengt hvað varðar hljóð, lýsingu og gard- ínur. Það er plasma sjónvarp í hverju herbergi hússins ásamt leikjatölvu, borðtölvu og hljómflutningsgræjum. Ég er alltaf með farsíma, fartölvu, minnistölvu, I-Pod og símboða á mér. d) Heima hjá mér er borðtölva, eitt sjónvarp og heimasími. Ég hef yfir- leitt farsímann með mér að heiman. Hvaða álit telurðu að aðrir hafi á þér? a) Ég velti því svo sem ekki mikið fyrir mér en ég býst við að flestum líki ágætlega við mig. b) Ég vildi að ég vissi það en býst við að meirihlutanum líki vel við mig en það eru alltaf einhverjir sem maður nær ekki til. Ég reyni samt eins og ég get að láta alla líka við mig. c) Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að öllum líki við mig. d) Þau telja mig vera mjög mikil- væga/n, að ég hafi alltaf nóg að gera, eigi marga vini og sé vel liðinn. Orð- spor mitt er mér mikilvægt. Hvað eyðirðu miklu í ný tæki á mánuði? a) Það fer eftir því hvað ég þéna mikið en svona um 30 þúsund á mánuði. b) Ekkert á mánuði en kannski svona 10 þúsund á ári. c) Ég reyni að eyða ekki meir en 100 þúsund á mánuði að meðaltali. d) Ætli það sé ekki um 20 þúsund á þriggja mánaða fresti. 6Hvernig líður þér eftir að þú kaupir nýtt tæki? a) Ég er yfir mig spennt/ur og get ekki beðið eftir að sýna vinum mínum tækið. b) Ég verð að viðurkenna að ég finn fyrir einhvers konar adrena- línkikki og venjulega dríf ég mig heim til að prófa gripinn. c) Alveg eins og mér líður venju- lega nema ég hálfpartinn sé eftir peningasóuninni. d) Það er alltaf gaman að kaupa sér eitthvað nýtt. Að hve miklu Ieyti skilgrein- irðu þig út frá því sem þú átt? a) Það geri ég alls ekki enda er það hegðun mín og persónuleiki sem skilgreinir hver ég er. b) Eins sorglegt og það er að við- urkenna það þá finnst mér ég meira virði ef ég á það sem er flottast í dag. c) Ég get ekki sagt að ég skilgreini mig út frá eignum mínum en vit- anlega gætu aðrir dæmt mig út frá þeim. d) Að öllu leyti enda gengur sam- félagið í dag út á verðmætamyndun og eignasöfnun. Eignir merkja völd. 8Hefur tækjaeign þín einhver áhrif á aðra í fjölskyldunni? a) Nei, en stundum er þrætt um á hvaða útvarpsstöð á að hlusta. b) Nei en ég væri alveg til í að eiga annað sjónvarp til að geta frekar horft á það sem mig langar til. c) Það er varla hægt að segja það en makinn nöldrar töluvert yfir snúrufjölda í húsinu og peninga- eyðslu minni. d) Þetta eru mín tæki og koma engum öðrum við en eitthvað heyri ég um að ég hafi ekkert að gera með þetta allt saman og önnur ljótari ummæli. Teldu saman stigm: 1. a)1 b)4 03 d) 2 2. a)4 b) 3 02 d) 1 3. a)3 b) 1 04 d)2 4. a) 2 b)3 01 d) 4 5. a) 3 b) 1 04 d) 2 6. a)4 b) 3 01 d) 2 7. a) 1 b) 3 02 d) 4 8. a) 1 b)2 03 d) 4 0-10 stig: Lif þitt er mjög einfalt og i föstum skorðum. Þér finnst algjör óþarfi að fylla líf þitt af einskisverðum og ónauðsyn- legum tækjum sem gera engum gott. Svo lengi sem þú ert sátt/ur við iífið og tilveruna þá þarftu engar áhyggjur að hafa. Nýjustu tækin eru engum nauðsyn- leg en þau geta gert lífið auðveldara og jafnvel skemmtilegra á stundum. Vertu því opin/n fyrir nýrri tækni og ekki hafna henni algjörlega áður en þú hefur kynnt þér hana. 11-19 stig: Þú virðist hafa fundið hinn gullna með- alveg þegar kemur að tækjum. Þrátt fyrir að þér finnist þægilegt að hafa tæki f kringum þig þá áttarðu þig á að lífið stendur ekki og fellur með þeim. Þú kannt að nota tæki án þess að ofnota þau og þú kannt þér hóf. I raun mættirðu alveg fjárfesta i fleiri tækjum en myndir samt halda þig á þessum gullna meðal- vegi. Haltu sama viðhorfinu og njóttu þeirra tækja sem þú átt. 20-26 stig: Það mætti segja að þú sért háð/ur spenn- unni sem þú finnur fyrir þegar þú kaupir og notar nýtt tæki. Þrátt fyrir að þú hlaupir ekki út i búð og verslir um leið og nýjungar koma á markaðinn þá finnst þér nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta. Hið jákvæða er að þú áttar þig á þessu hvimleiða vandamáli og þvi er auðveld- ara að gera eitthvað í þvf. Fyrsta skrefið er að skilja að það er ekki nauðsynlegt að eiga allt. Uf þitt mun Iftið breytast þó þú kaupir ekkert f nokkra mánuði en notar peninginn frekar f ferðalög eða eitthvað sem auðgar Iff þitt. Prófaðu það, þú hefur engu að tapa. 27-32 stig: Þú ert tækjafrík og ert með tækjaf íkn á háu stigi. Þú berð þig vægðariaust saman við aðra og verður að eignast allt fyrst, Ifkt og hluturinn rýrni f gæðum ef einhver hefur eignast hann á undan þér. Þú þarft að opna augun og Ifta vel f kring- um þig. Þarftu virkilega á öllu þessu að halda? Væri kannski ekki léttir að leyfa sér að sleppa þessu? Hluti vandans er að þú skilgreinir þig út frá tækjaeigninni og ert sennilega með lágt sjálfsmat. Það er miklu meira í þig spunnið en tækin segja til um. Trúðu á sjálfan þig, leggðu vfsa- kortinu og taktu upp einfaldara lif sem er laust við tæki, streitu og vanlíðan.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.