blaðið - 08.04.2006, Síða 28
28 I TÖMSTUNDIR
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaðió
Leyndardómar undirdjúpanna
grunnatriðum köfunar í grunna
hluta laugarinnar en síðan fer leið-
beinandi með allt að fimm manna
hópa í djúpu laugina þar sem gerðar
verða ýmsar æfingar. Að þessu
loknu er gestum leyft að synda um
og finna þyngdarleysið eða gera það
sem þeim langar að prófa að gera í
kafi. Verð fyrir fullorðna er 1500
krónur en 1200 krónur fyrir börn.
Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa
að koma með skriflegt leyfi foreldra
eða forráðamanna.
Sveinbjörn segir að þátttaka í
deginum hafi aukist jafnt og þétt
með árunum. „Margir fara bara
vegna þess að þetta er skemmtilegt.
Sumir koma aftur og aftur en gera
síðan ekkert meira. Aðrir komast á
bragðið og fara í framhaldinu til köf-
unarkennara,“ segir Sveinbjörn og
bætir við að alltaf skib einhverjir sér
á endanum í félagið.
Laus við stress og læti
Að sögn Sveinbjörns er það nánast
eins og að koma í annan heim að
stinga sér á kaf í undirdjúpin. „Þegar
maður leyfir fólki að prófa að kafa á
stöðum þar sem er þokkalega gott
Merrild, prinsessan á bauninni
—#—,
%
Islendingar kjósa Merrild!
MmiCd
Þeir undraheimar sem leynast
undir yfirborði sjávar hafa lengi
heiliað menn og margir láta sig
dreyma um að stinga sér á bólakaf
og svamla eins og fiskar innan um
græna þörunga og fúin skipsflök.
Sumir láta sér þó ekki nægja að
dreyma heldur ganga alla leið og
kynnast þessari heillandi veröld
af eigin raun. 1 dag gefst áhuga-
sömum tækifæri til að kynna sér
undirstöðuatriði köfunar og ræða
við félaga í Sportköfunarfélagi
fslands á árlegum köfunardegi fé-
lagsins sem haldinn er i Sundhöll-
inni í Reykjavík milli kl. 10 og 17.
Köfunardagurinn er nú hald-
inn í 11. skipti og segir Sveinbjörn
Hjálmarsson formaður Sportköfun-
arfélags fslands megintilgang hans
vera þann að leyfa almenningi að
kynnast þessari íþróttagrein á auð-
veldan hátt. „Um leið er þetta fjáröfl-
unarleið fyrir félagið þannig að við
getum haldið áfram því góða starfi
sem það hefur staðið fyrir,“ segir
Sveinbjörn.
Ahugi hefur aukist
Fyrst fá þátttakendur kennslu í
Ljósmynd: Stefán Sveinsson
Kafarar f lóni viB gjána Silfru á Þingvöllum. Þangað fara félagar f Sportkafarafélaginu reglulega til að kafa og segja fróðir menn að
þetta sé einn vinsælasti köfunarstaður í heimi.
Á árlegum köfunardegi Sportkafarafélags fslands gefst almenningi kostur á að kynnast
undirstöðuatriðum fþróttagreinarinnar undir handleiðslu vanra sportkafara.
skyggni og mikið dýralíf þá verður
fólk alveg bilað. Þetta er svo flott
segir Sveinbjörn og bætir við að
þarna niðri sé maður alveg laus við
hávaða, læti og stress sem einkenni
lífið fyrir ofan yfirborðið.
Sveinbjörn segir að skemmtileg-
asti tími ársins til að stunda köfun
sé í lok vors ög byrjun sumars enda
sé þá svif með mesta móti í sjónum
og skyggni eins og best verði á kosið.
Á veturna er skyggni og veður aftur
á móti gjarnan með verra móti. „Við
höfum náttúrlega alltaf Þingvelli og
þar er hægt að kafa í gjánum enda
frjósa þær aldrei,“ segir Sveinbjörn
og bætir við að það sé mikill kostur.
„Ef sjóköfun fer út um þúfur vegna
veðurs þá endar maður oft á Þing-
völlum sem er rosalega skemmti-
legur staður,“ segir Sveinbjörn og
bætir við að erlendis sé lífríki viða
fjölbreyttara og meiri litadýrð en
Íiegar kafað er í sjónum umhverfis
sland.
Að sögn Sveinbjörns getur fólk
stundað köfun þó að það sé í mis-
góðu líkamlegu formi, menn verði
einfaldlega að hegða sér í samræmi
við aðstæður. Stofnkostnaður fyrir
þá sem hafa áhuga á íþróttagrein-
inni er tvö- til þrjúhundruðþúsund
krónur að mati Sveinbjörns en sá
kostnaður felur í sér bæði kennslu
og búnað. „Þá er maður orðinn
nokkuð góður og getur notað búnað
í mörg ár þar sem yfirleitt þarf ekki
að endurnýja hann.
Nánari upplýsingar um starfsemi
Sportkafarafélagsins má nálgast á
vefnum kofun.is.
Tyax Comp 2006
Stell 6061 Ál:: Dekkjastœrð 26x1,95 :: Stellstœrð
S-l6,M-l8,L-20 & XL-22:: Framdempari RST Dempari
still. 100 mm :-. Gfrar Shimano Puttaskiptar EF-29-8
EZ Fire:: Framskiptir Shimano C050:: Afturskiptir
Shimono Altus 8sp:: Bremsur Promax V-bremsur
^ MVONCOOSE
. .. alvöru fjallahjól
FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7
S: 5200 200 MÁlý - FÖS. KL. 9-18. LAl); KL. ÍO-lá