blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaöiö Varöan veitir þér lægri yfirdráttarvexti Vélsleðaslys við Kröflu Maður handleggsbrotnaði er hann ók vélsleða fram af klettavegg í Gjástykki skammt norður af Kröflu í gærmorgun. Maðurinn var við mælingarstörf á svæð- inu ásamt tveimur öðrum. Hjálparbeiðni barst neyðarlínunni um ellefuleytið í gærmorgun og fóru Hjálparsveit Skáta í Aðaldal og björgunarsveitin Garðar að slysstað. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum. Engin sátt í Keflavíkursókn Sóknarbörn í Keflavíkursókn segja að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og sóknarnefndar í kjölfar skipan séra Skúla Ólafssonar í embætti sóknarprests. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópur sóknarbarna sendi frá sér í gær. í yfirlýsingunni er dóms- og kirkjumálaráðherra sagður hafa hunsað meirihluta sólmarbarna þegar hann ákvað að verða ekki við óskum þeirra að skipa séra Sigfús B. Ingvason í embættið. Þá segir í yfirlýsingunni að sókn- arbörn harmi niðurstöðuna og séu mjög ósátt með hana. Telja þau að erfitt verði að ná sátt í söfnuðinum. Sumri fagnaö Blaðið/Frikki Mikið var um dýrðir f gær í tilefni þess að kuldatíð veturs konungs hefur kvatt og ylur sumarsins tekur nú við. f tilefni af sumardegin- um fyrsta var boðið upp á margskonar skemmtun víðsvegar um landið, meðal annars við félagsmiðstöðina Frostaskjól. Þar safnaðist saman fjölmenni í veðurblíðunni, borðaði pylsur og drakk kakó, auk þess sem leiktæki sem skátarnir höfðu sett upp, voru vel nýtt. yinnuvika íslendinga lengist Hrafnaþing í borginni Karlar vinna meira í samantektinni kemur einnig fram að íslendingar vinna að meðaltali lengri vinnuviku nú en áður. Á fyrstu fjórum mán- uðum ársins nam meðalfjöldi vinnustunda á viku 41,2 klukku- stund sem er um hálfri klukku- stund meira en á sama tíma í fyrra. Karlar vinna töluvert meira en konur eða um 46,2 lirtá viku á móti hjá konum. klukkustundir Lítið atvinnuleysi er á landinu sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þeim sem gengið hafa um höfuðborgina undanfarið að hrafnar virðast vera á hverju strái og oft í stórum hópum, á hrafnaþingi. Hröfnum hefur farið fækkandi hér á landi síðustu áratugina vegna mik- illar veiði en fuglinn er ófriðaður. Jón Gunnar Ottóson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands, tekur undir að mikið hafi sést af krumma undanfarið og segir hann það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þeir eru áberandi núna af tvennum orsökum," segir Jón Gunnar. „1 fyrsta lagi hefur verið mjög kalt að undanförnu og vetrarhörkur. Þá sækja þeir meira inn í þéttbýlið eftir æti og öðru. Hin skýringin er síðan sú að þeir eru áberandi núna vegna hegðunar sinnar þar sem hrafninn er í varphugleiðingum um þessar mundir." Jón segir að hrafnar byrji Blaðið/Steinar Hugi Hrafnar eru í varphugleiðingum um þessar mundir og ber því óvenjulega mikið á þeim í höfuðborginni. að verpa seinni hlutann í apríl og því sé tilhugalíf í fullum gangi. Er á válista Hrafninn hefur verið á válista síð- ustu árin vegna fækkunar. „Fugl- unum hefur farið fækkandi sér- staklega vegna mikillar veiði. Við höfum upplýsingar frá einstökum landshlutum en því miður höfum við ekki heildarsýn yfir landið allt.“ Jón Gunnar segir þó ljóst á þeim gögnum sem til séu að undanfarna áratugi hafi verið stöðug fækkun í stofninum. „Það að setja tegund á válista þýðir fyrst og fremst að stofninn sé á niðurleið og að varúð- arbjöllur séu að hringja sem segja mönnum að tilefni sé til að fara að grípa til einhverra aðgerða.11 Þrátt fyrir þessa fækkun segir Jón Gunnar að hrafninn sé algerlega ófriðaður eins og stendur. Um fjögur þúsund manns að meðaltali voru án vinnu fyrstu íjóra mánuði þessa árs samkvæmt samantekt Hagstof- unnar yfir atvinnuþátttöku landsmanna. Karlar vinna að meðaltali 11 klukkustundum meira á viku en konur. Atvinnleysi meira meðal kvenna Samkvæmt samantekt Hagstof- unnar voru um 163 þúsund manns starfandi á fyrstu fiórum mánuðum þessa árs. Á vinnumarkaði eru um 167 þúsund manns og því voru um íjögur þúsund manns án atvinnu eða i atvinnuleit á tímabilinu sem samsvarar um 2,4% atvinnuleysi.Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3% og hefur það því minnkað um 0,6 prósentustig. í dag mælist mest atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða um 9,4%. Ef kynjahlutföll eru skoðuð kemur í ljós að fleiri konur voru án atvinnu á tímabilinu heldur en karlar. Alls mældist atvinnuleysi meðal kvenna 2,5% en hjá körlum var það 2,2%. 1 fyrra mældist atvinnu- leysi meðal karla 3,4% og því minnkað um 1,2 prósentustig eða um 35%. Atvinnuleysi meðal kvenna stendur hins vegar í stað milli tímabila. blaðið= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Rapid white Tannhvítunarefni Virkar strax HAGKAUP og apótek um land allt Auðvelt í notkun Meðmæli tannlækna BM Umboðsaflili á Islandi Borgir Helðsklrt (3 Léttskýjað Skýjað Alskýjað^^,Rlgnlng,l(tilsháttar^2> Rigning ? ? Súld 4; Snjðkoma Slydða Snjðél Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu (slands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.