blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 VIÐTALI 21 Endalaus skilyrði Þú hefur þá orðið sjálfstœð mjög fljótt? „Já, þannig lagað. En samt var fólk alltaf að hnoðast með mann og ég, sem er frekar viðkvæm sál, þoldi þetta ekki alveg til lengdar. Ég þurfti bara að hætta og koma heim fyrir svona fjórum árum síðan. Þá fékk ég nóg af þessu og komst að því að þetta væri ekki fyrir mig lengur. Ég komst líka að þvi að fyrirsætustörf voru ekki það eina sem ég vildi fá út úr lífinu. Þær sem vilja gera þetta gefa sig ioo% í það og ég var einfald- lega ekki tilbúin til þess. Manni voru endalaust sett skilyrði. Til dæmis þurfti ég alltaf að passa hvað ég setti ofan í mig og passa húðina og þess háttar og ég var í raun bara lítil stelpa sem vildi ekki standa í þessu. Á sama tíma er ég samt ánægð með reynsluna því nú kann ég reyndar vel að passa upp á þessa hluti.“ Fékk nóg í París Það má segja að Ylfa hafi fengið nóg af bransanum þegar hún fór að vinna í París. Eftir að hafa byrjað þrettán ára að starfa sem fyrirsæta hafði hún elst og þroskast eins og eðlilegt er með fólk á kynþroska- aldri en svo kom að því að ummálin hennar breyttust. „Mér fannst svo margir vera að finna að mér. Fólk var að segja við mig að ég væri feit jafnvel þó að mér þætti ég alls ekkert feit. Við þetta fór sjálfsálit mitt að minnka og mér hætti bara að líða vel. Ég vildi heldur ekki fara eftir þessum skilyrðum sem mér voru sett. Aðrar stelpur voru að hamast í líkamsrækt og taka að sér verkefni en ekki ég og þá mætti mér áreiti og ég var spurð hvað ég væri eiginlega að spá. Mér leiddist þetta áreiti svo mikið að ég vildi ekki vinna við þetta lengur og ákvað að fara bara heim og snúa mér að öðru. Ég mátti ekki fara út að skemmta mér, ekki borða sæl- gæti o.s.frv. en mér fannst bara svo gaman að gera þessa hluti - sem er vissulega ekkert óeðlilegt fyrir unga stelpu. I þessu starfi þarf fólk að hafa mikinn sjálfsaga og kunna að temja sér stífar vinnureglur, en hvenær eru ungar stelpur rosalega agaðar? Það er nú ekki oft...“ segir Ylfa. Vondar fyrirmyndir Þú segist ekki hafa haft mikinn áhuga á tísku til að byrja með. Kom þessi áhugi til þín í gegnum fyrirsœtustarfið? „Já, það má alveg segja það. Bæði fékk ég áhuga á tískunni en um leið veit ég líka svo vel hvað liggur að baki. Til dæmis finnst mér þetta með fyrirmyndirnar svo merkilegt. Ungar stelpur eru kannski að finna sér fyrirmyndir í tísku og glans- tímaritum en þær hugsa ekki út í að þessar konur sem þær eru að taka sér til fyrirmyndar gera ekki annað en að hugsa um útlitið og á sama tíma hafa þær efni á því. Tökum Paris Hilton sem dæmi sem er fyrir- mynd margra stelpna í dag. Paris Hil- ton á ótrúlega mikið af peningum og getur haft fólk í vinnu við að láta sig líta vel út. Þrettán ára stelpur taka sér hana til fyrirmyndar en átta sig ekki á því að þetta kostar allt saman peninga. Það sama má segja um þessar stelpur sem virðast svo ótrúlega fullkomnar á myndum. Konur eins og Naomi Campbell og Kate Moss sem eru með óaðfinn- anlega húð og ótrúlega fallegar en málið er að það getur hver sem er verið fallegur á ljósmynd. Þetta er yf- irleitt allt saman blekking, unnin í tölvum, og það versta við þetta er að ungar stelpur geta fengið lotugræðgi og lystarstol af því að þær bera sig saman við þessar fyrirmyndir og finnast þær sjálfar vera vanskapaðar í samanburðinum.“ Að lokum spyr ég Ylfu hvað hún hafi tekið sérfyrir hendur eftir að hún sneri baki við bransanum og hvað standi til íframtíðinni. „Ég hef verið á hönnunarbraut Iðn- skólans í Hafnarfirði undanfarin ár en er í smá hléi frá námi núna. Mér finnst námið ótrúlega skemmtilegt og í dag langar mig mikið til að hella mér út í frekara nám á sviði hönn- unar. Samtímis hef ég líka verið að vinna sem verslunarstjóri og á lagernum hjá Spútnik og það finnst mér mjög gefandi og skemmtilegt starf. Hvað varðar nánustu framtíð þá stendur til að ég fari með Ásgrími Má Friðrikssyni, búningahönnuði Silvíu Nóttar, til Aþenu en ég verð aðstoðarmaður hans á meðan á keppninni stendur. í sambandi við fyrirsætustörfin... maður getur víst aldrei sagt aldrei, kannski að ég taki að mér einhver ákveðin verkefni ef eitthvað ómótstæðilegt býðst,“ segir þessi unga kona að lokum sem fékk svo sannarlega að þroskast öðruvísi en jafnöldrur hennar. ..enn önnur föröun fyrir ítalska Vouge Hér er verið að farða Ylfufyrir myndatöku fyrir ítalska Vouge Ylfa og Edda vinkona hennar, fjórtán ára gamlar á leið til New York. Ylfa og Edda í penthouse íbúð Kate Ford, dóttur Eileen Ford Ylfa, Sólveig Káradóttir og Edda Pétursdóttir í París, en þar fékk Ylfa fyrst nóg af bransanum. § 5 Z 1 Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg/g Voltaren Emulgel® er notaö sem staðbundln útvortis meðferð vlö vöðva- og llðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur. opin sár eða á exem, varist snertingu vlö augu og slimhúðir, notist einung'ts útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt le'ita ráöa læknis eða lyfjafræðings áöur en lylið er notað, þó skal það ekki notað á siðasta þriðjungi meðgöngu. Litil hætta er á ofskömmtun vegna útvortls notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylglseðli. Goymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.