blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
Samfylkingin í Reykjavík setur ellefu atriði í forgrunn í komandi borgarstjórnakosningum
Þjónustutrygging
og betri samgöngur
{ stefnuskrá Samfylkingarinnar
sem kynnt var á miðvikudag
kennir ýmissa grasa. Flokkurinn
leggur áherslu á ellefu atriði sem
hann telur vera brýnustu verkefni
næstu ára.
Á meðal þessara ellefu megin-
áherslna má nefna þjónustutrygg-
ingu fyrir aldraða sem felur í sér að ef
óeðlilegur dráttur verður á þjónustu
við aldraðan einstakling þá skapast
réttur til greiðslu. Flokkurinn boðar
einnig kraftmikla uppbyggingu vítt
og breytt um borgina. Vinna á að
því að byggja 6.000 sérbýli og íbúðir
af öllum stærðum og gerðum rísi.
Allir eiga að geta fundið sér húsnæði
við hæfi og gert er ráð fyrir að 800
íbúðir verði byggðar fyrir stúdenta
og 500 fyrir eldri borgara. Einnig
vill flokkurinn stuðla að því að öfl-
ugur leigumarkaður verði valkostur
fyrir þá sem eru í húsnæðisleit.
Mikið veitt
á stöng
Alls lönduðu stangveiðimenn
tæpum 200 tonnum af laxi,
urriða og bleikju á síðasta ári.
Mest var veitt af laxi, eða tæp
128 tonn, á móti 45 tonnum
af urriða og um 24 tonnum
af bleikju. Þetta kemur fram
í nýrri samantekt Veiðimála-
stofnunar á stangveiði á Islandi
á síðasta ári. Nánar er fjallað
um skýrsluna á síðu 16.
Fiugvöll úr Vatnsmýri
og göng í Öskjuhlíð
Samfylkingin vill ennfremur að
íþróttir og listnám standi öllum
börnum í borginni til boða og í
því augnamiði boðar flokkurinn
að styrkir til frístundastarfs verði
auknir. Iþróttir, tómstundir og list-
nám á einnig að færa í meiri mæli
inn í skólana sjálfa. Flokkurinn vill
tryggja örugg úrræði fyrir börn frá
lokum fæðingarorlofs og skal nýta
þjónustumiðstöðvar borgarinnar
til þess að aðstoða foreldra við að
finna úrræði sem henta hverjum
og einum. Stefna skal að gjald-
'frjálsum leikskóla í áföngum og
fjölga skal leikskólaplássum fyrir
yngsta aldurshópinn.
Stefna skal að þvi að gera Reykja-
vík að slysaminnstu höfuðborg
Evrópu árið 2012 en nú þegar hefur
tekist að fækka slysum í borginni
um helming frá árinu 1998.
I stefnuskránni er lögð áhersla
á fjölgun samgönguæða til og
frá borginni og í því sambandi
eru nefnd göng um Öskjuhlíð og
Sundabraut alla leið upp á Kjal-
arnes. Einnig skal stefnt að því
að efla almenningssamgöngur,
setja Miklubraut í stokk og gera
úrbætur í göngu- og hjólaleiðum.
Hvað varðar flugvöll í Vatnsmýri
segir í stefnuskránni að hefja beri
undirbúning um flutning hans
á næsta kjörtímabili og er lagt til
að ríki og borg stofni sameiginlegt
félag um flutning flugvallarins og
þróun Vatnsmýrarinnar.
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaöiö
Samstarf Samfylkingar og
VG eölilegasti kosturinn
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi segir litlar líkur á því að Framsóknarflokk-
urinn myndi meirihluta með Samfylkingu og VG að loknum kosningum. Hún
segist sannfœrð um að S-listinn eigi eftir að bœta við sig á kostnað D-lista.
Blaðið/Steinar Hugi
Björk segir velferðar- og umferðaröryggismál vera þau mál sem standi henni næst.
Góðir möguleikar eru á meirihluta-
samstarfi Samfylkingar og Vinstri-
hreyfingarinnar -græns framboðs
í Reykjavík að loknum kosningum
að mati Bjarkar Vilhelmsdóttur
sem situr í fjórða sæti á lista Sam-
fylkingarinnar. Það vakti athygli
þegar Björk ákvað að bjóða fram
undir merkjum óháðra á lista
Samfylkingar í stað þess að bjóða
sig fram hjá VG. Glæsileg kosning
hennar í fjórða sætið vakti síðan
enn meiri athygli og ljóst var að
Samfylkingarfólk hafði tekið
henni opnum örmum.
Samfylkingin lagði á þriðju-
dag fram stefnuskrá flokksins
fyrir kosningarnar. Aðspurð að
því hver séu hennar helstu hugð-
arefni í þeirri stefnuskrá svarar
Björk: „Það eru velferðarmálin.
Þjónustutrygging fyrir aldraða
skiptir mig mjög miklu máli en
ég hef fundið það á síðustu árum,
bæði í eigin ranni og á meðal borg-
arbúa, hvað það skiptir aldraða
gríðarlega miklu máli að þeir fái
betri þjónustu en þeir eru að fá í
dag. Umferðaröryggismálin er
mér einnig mjög annt um enda hef
ég unnið töluvert að þeim málum,
til dæmis hvað varðar almenn-
ingssamgöngurnar.“ Björk segir
það mikilvægt skref í því að auka
umferðaröryggið í borginni að al-
menningssamgöngur verði raun-
hæfur valkostur.
Samfylkingin mun styrkj-
ast á næstunni
Björk er bjartsvn á gengi Samfylk-
ingarinnar. „Eg sé þetta spilast
þannig að nú þegar kosningabar-
áttan hefst munum við í Samfylk-
ingunni styrkjast á kostnað Sjálf-
stæðisflokksins, ég er sannfærð
um það. Hver úrslitin verða ná-
kvæmlega, það er síðan undir kjós-
endunum sjálfum komið.“
Það vakti töluverða athygli á
sínum tíma þegar Björk ákvað að
bjóða sig fram fyrir hönd óháðra á
lista Samfylkingar. Hvernig hefur
samstarfið gengið? „Það hefur
bara gengið óskaplega vel. Ég hef
auðvitað verið í nánu samstarfi
við þetta fólk í R-listanum þannig
að það var nú ekki mikið sem kom
mér á óvart. Það eru vissulega að-
eins aðrar áherslur á stundum, en
ekkert sem ég vissi ekki fyrir.“
íhugaði að ganga í
Samfylkinguna
Björk segist hafa íhugað það mikið
að ganga alla leið og skrá sig í Sam-
fylkinguna. „En allt frá árdögum
R-listans hefur alltaf verið lögð
áhersla á að hafa óháða félags-
hyggjufólkið með. Mér fannst
skipta miklu máli að halda þessu
fyrirkomulagi áfram og því gladd-
ist ég mjög þegar Samfylkingin
ákvað að hafa óháða með.“
Ekki er loku fyrir það skotið að
Samfylking og VG nái að mynda
meirihluta í vor. Fari svo að flokk-
arnir reyni að mynda meirihluta
vakna óhjákvæmilega spurningar
á þá leið hvort brotthvarf Bjarkar
frá VG yfir til Samfylkingar muni
hafa áhrif á þær viðræður. „Ég sé
ekki fyrir mér að það yrði einhver
þrándur í götu. Ég á mjög gott
samstarf við þá sem eru í fram-
boði fyrir VG og þeir eru að sjálf-
sögðu sá flokkur sem við þurfum
og eigum að vinna með. Mín per-
sóna skiptir ekki nokkru máli í því
sambandi."
Björk segir að það sé sú áhersla
sem flokkarnir tveir leggi á félags-
hyggjuna sem geri þá að eðlilegum
samstarfsflokkum, „Og ég er mjög
bjartsýn á það að þessir flokkar nái
að mynda meirihluta í borginni."
En hvað með Framsóknarflokk-
inn, annan samstarfsflokk í R-list-
anum? „Ég held að eins og Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið að
þróast, og miðað við áherslur odd-
vita þeirra, þá tel ég að atkvæði
greitt Framsóknarflokknum sé
í raun atkvæði greitt Sjálfstæðis-
flokknum." Björk segir ennfremur,
að ef Framsóknarmenn nái inn
manni sem hún telur í raun litlar
líkur á, þá sé greinilegur vilji þar á
bæ til þess að starfa með Sjálfstæð-
isflokknum eftir kosningar.
Mikið verkóunnið
Aðspurð hvenær hún hafi farið að
hafa áhuga á stjórnmálum segir
hún það ávallt hafa verið svo. „Ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á
þeim málum sem að mér snúa. Ég
var í stúdentapólitíkinni og síðan
fór ég út í stéttarfélagsmálin. Það
var síðan ekki fyrr en fyrir fjórum
árum að ég gaf kost á mér til borg-
arstjórnar. Má því segja að ég sé
nýbyrjuð í þessu stússi en ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á sveitar-
stjórnarmálum og þar liggur minn
pólitíski áhugi fyrst og fremst. I
sveitarstjórnarmálunum er mikið
hægt að gera og þrátt fyrir að við
í R-listanum höfum komið miklu
í verk síðastliðinn tólf ár þá er
óskaplega mikið eftir. Samfélagið
er í stöðugri þróun og ný verkefni
bætast við þannig að ég sé fram á
skemmtilega tíma og ég hlakka til
að takast á við frekari verkefni á
næsta kjörtímabili.“
Varöan
veitir þér lægri
yfirdráttarvexti
Kynntu þér hvaö viö getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
Landsbankinn
Njóttu þess að vera í Vörðunni
Icelandair út-
hlutar ferða-
styrkjum
Icelandair afhenti í gær tuttugu
og fimm börnum og fjölskyldum
þeirra ferðastyrk úr styrktar-
sjóðnum Vildarbörn Icelandair.
Sjóðnum er ætlað að styrkja
fjölskyldur langveikra barna
til utanlandsferða en hann er
fjármagnaður af Icelandair og
viðskiptavinum fyrirtækisins.
Frá því sjóðurinn var stofnaður
árið 2003 hafa um 80 börn og
fjölskyldur þeirra fengið úthlutun
úr honum eða alls fjögur hundruð
manns. Fram kemur í tilkynningu
frá Icelandair að úthlutunin í gær
hafi verið sú stærsta frá upphafi.