blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaöiö
BA bregst við
samkeppninni
George Bush skiptir
um hest í miðri á
Stjórnendur breska flugfélagsins Brit-
ish Airways hafa ákveðið að lækka
fargjöld á 65 áfangastöðum félagsins
innan Evrópu um allt að 50% sam-
kvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.
Á undanförnum árum hefur Brit-
ish Airways mætt harðnandi sam-
keppni af hálfu lággjaldaflugfélaga og
með þessu vill félagið reyna að vinna
aftur tapaða markaðshlutdeild.
Vonast stjórnendur félagsins til að
lækkunin skili sér í mikilli aukningu
á miðasölu eða um allt að sjö millj-
ónir flugmiða á ári.
British Airways hóf áætlunarflug
til íslands í lok marsmánaðar en ekki
kom fram í frétt breska ríkisútvarps-
ins hvort að lækkunin gildi fyrir flug-
leiðina hingað til lands.
Breytingar á starfsmannahaldi
Hvíta hússins í vikunni þykja
bera vott um kosningaskjálfta
og vaxandi áhyggjur af versn-
andi stöðu George W. Bush,
forseta Bandaríkjanna. Forset-
inn hefur enda aldrei mælst
óvinsælli en nú í könnunum.
Á miðvikudag var tilkynnt að
Scott McClellan, talsmaður forset-
ans, hygðist láta'af störfum. Sama
dag var það tilkynnt að Karl Rove,
sem gengt hefur starfi aðstoðar-
skrifstofustjóra, myndi hverfa til
annarra starfa. Breytingarnar eru
gerðar í kjölfar þess að Josh Bolten
tók við starfi skrifstofustjóra Hvíta
hússins af Andrew Card. Bolten
er sagður hafa fengið það verkefni
að stokka upp í starfsliði George
Bush og bæta ímynd núverandi
ríkisstjórnar. Töluverð tíðindi fel-
ast í brotthvarfi Rove og er talið að
Bolten muni á næstunni reyna að
sannfæra fleiri þekkt nöfn um að
tímabært sé að víkja fyrir nýjum
mönnum.
Breytingarnar eru ekki taldar
boða breytingar á stefnu stjórnar
Bush. Þær miðast fyrst og fremst
við að breyta ímynd óvinsællar
stjórnar en talið er að óvinsæld-
irnar verði til þess að repúblikanar
tapi meirihluta sínum á þingi í
kosningunum í nóvember. Staða
demókrata styrkist í réttu hlutfalli
við vaxandi óvinsældir forsetans
og þingmenn repúblikana hafa sett
mikinn þrýsting á forsetann um að
stokka upp í starfsliði sínu.
Sendiboðanum fórnað
Eitt af því sem að þingmenn repú-
blikana hafa gagnrýnt ríkisstjórn
Bush fyrir er hversu illa er staðið að
almannatengslum. ScottMcClellan
hefur þótt býsna litlaus talsmaður
forsetans og er honum meðal ann-
ars kennt um að stefnumál forset-
ans komist illa til skila til almenn-
ings. En þrátt fyrir þá gagnrýni
benda sumir á að McClellan hafi
þurft að leysa úr býsna erfiðum
verkefnum eins og svara fyrir ásak-
anir um rangar upplýsingar um
aðdraganda Irakstríðsins og skipu-
lagsleysi við björgunarstörf eftir
að fellbylurinn Katrína reið yfir
suðurríki Bandaríkjanna. Talið er
að Tony Snow tak við af McClellan.
Snow starfar sem stjórnmálaskýr-
andi hjá Fox-fjölmiðlaveldinu en
var áður ræðuskrifari í forsetatíð
George Bush eldri.
„Heili Bush"hverfurtil
annarra starfa
Karl Rove, sem er ákaflega um-
deildur maður bæði á meðal repú-
blikana og demókrata, hefur verið
nánasti ráðgjafi George Bush allt
frá því að hann bauð sig fram til
embættis ríkisstjóra Texas. Það
þykir til marks um áhrif hans á
stjórnmálaferil forsetans að Rove
gengur undir nafninu „Heili
Bush.” Hann hefur haft mikil áhrif
á mótun og framsetningu stefnu-
mála forsetans og er talinn til
valdamestu manna í röðum repbú-
blikana. Gott dæmi um stöðu hans
er sú staðreynd að eftir að Bush
náði endurkjöri árið 2004 þakkaði
hann Rove fyrst og fremst sigurinn
í kosningunum.
Eftir kosningarnar 2004 var
hann skipaður aðstoðarskrifstofu-
stjóri í Hvíta húsinu, en áður hafði
hann gengt stöðu aðalráðgjafa for-
setans, og fékk meðal annars það
verkefni að hafa yfirumsjón með
tveim helstu stefnumálum forset-
ans á kjörtímabilinu: að koma í
gegn breytingum á félagslega kerf-
inu og nýjum innflytjendalögum.
Stjórninni hefur gengið illa að afla
þessum málum stuðnings í fulltrúa-
öldungadeildum þingsins. Hefur
það styrkt þær gagnrýnisraddir
meðal repúblikana sem segja að
Karl Rove sé snillingur í að tryggja
sigur í kosningum með frjórri hug-
myndavinnu og stefnumótun en
verri þegar kemur að því að hrinda
sjálfum málunum í framkvæmd.
Rove mun þó ekki hverfa al-
gjörlega af sjónarsviðinu. Hann
mun sinna kosningabaráttu repú-
blikana í þingkosningunum í nóv-
ember. Auk þess er talið liklegt að
hann muni áfram hafa mikil áhrif
innan veggja Hvíta hússins þótt að
hann gegni ekki lengur formlegu
embætti.
Bakari fyrir smið
Eitt sem vekur athygli við brott-
hvarf Rove úr Hvíta húsinu er að
óvinsældir forsetans meðal kjós-
enda stafa fyrst og fremst af ástand-
inu í Irak. Þær er aðeins unnt að
litlu leyti að rekja til stefnumála
hans innanlands. Það eru einmitt
innanlandsmálin sem Rove hefur
borið hitann og þungann af í rík-
isstjórninni. Heimildir herma að
Rove hafi á sínum tíma verið and-
vígur innrás Bandaríkjamanna í
írak, þrátt fyrir að hann hafi haft
hönd í bagga með hvernig það stríð
var réttlætt fyrir almenningi, og
vekur því athygli að tveir helstu arki-
tektar Íraksstríðsins, Dick Cheney,
varaforseti, og Donald Rumsfeld,
sitja sem fastast. Það kann þó að
hafa haft áhrif á vistaskipti Rove
að hann hefur legið undir ámæli
vegna þáttar síns í hinu svokallaða
„CIA-lekamáli“.
Varöan
veitir þér frítt
greiðslumat
Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
__ Landsbankinn
Njóttu þess aö vera í Vöröunni
Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum
SÖLUSÝNING Á HÁGÆÐA HANDGERÐU KÍNVERSKU POSTULÍNI
Úti- eða
inniblómapottar
myndir - lampar
vasar - skálar
og fleira
White like jade
Bright as mirror
Thin as paper
Sound like a chime
LÚXUS GJAFIR OG SÖFNUNAR VÖRUR - GÓÐ FJÁRFESTING
Gleðilegt
sumar
30-50%
Komdu og
semdu um
afslátt
Hlíðasmári 15
Kópavogi
Sími 895 8966
Opið 10:00 - 21:00
Stórviðburður
Sumar'
sumarhúsið
heimilió
garðurinn
ferðalög
afþreying
umhverfi
og heilsa
Laugardalshöll 21.-23. apríl 2006
Yfir 150 sýningaraðilar,
skemmtilegar uppákomur
og fjöibreytt afþreying
alla helgina ... skiluru!
Opnunartími sýningarinnar: Verð aðgöngumiða
Föstud. 21. apríl kl. 16:00 - 19:00 kr. 1 .OOO fyrir fulloröna, kr. SOO fyrir 12
Frá kl. 12:00 - 16:00 ehigöngu upin fagadiluni. ára og ellilífeyrisþega og frítt fyrir börn
I.augardagiiin 22. apríl kl. 11:00 - 19:00 yngri en 12 ára í fylgd meö fnllorönuin.
Suniiudaginn 23. apríl kl. 11:00 - 18:00