blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝTT! Astanga yoga barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is r Varðan veitir þér \/firrlráttar - lægri \/PYtÍ y 1 1 1 1 L. 1 Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. L Landsbankinn 4 Njóttu þess aö vera í Vöröunni ríHU Grisaveisla i einum grænum Fulleldaðar og tilbúnar á pönnuna eða í ofninn - Lostæti med litilli furirhöfn silicol — OQ 500 ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öHum apótekum 18 I HEILSA FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaöiö Mikilvægt aö tilkynna aukaverkanir lyfja Fólk hefur lent á sjúkrahúsi eftir inntöku Herbalife Magnús Jóhannsson, prófessor í iyfjafræði við Hf. Magnús Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla íslands, skrif- aði nýlega grein í Læknablaðið um tilkynningar á aukaverkunum lyfja á árunum 1999-2004. 1 greininni kemur fram að Lyfjastofnun hafi borist 86 tilkynningar um aukaverk- anir lyfja á þessu tímabili. Tilkynn- ingum um aukaverkanir lyfja hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og segir Magnús það vera af hinu góða. „Skráning á aukaverkunum lyfja má rekja til ársins 1965 í kjölfar þess að 10 þúsund börn fæddust án handa og fóta og var það rakið til lyfsins thalidomide sem m.a. var gefið við morgunógleði. Eftir þetta vaknaði áhugi á því að safna saman upplýsingum um aukaverkanir og halda skráningu yfir þær. Því meira sem við vitum um aukaverkanir lyfj- anna því meira verður öryggi þeirra “ Magnús segir að til þessa hafi menn verið tregir við að tilkynna aukaverkanir lyfja en um 60% til- kynninga koma frá sjúkrahúsum og heilsugæslu. „Upplýsingar um aukaverkanir hérlendis eru sendar Lyfjastofnun og síðan sendar áfram í gagnagrunn erlendis en í notkun er alþjóðlegt kerfi þar sem hægt er að skrá 80 þúsund mismunandi auka- verkanir lyfja. Hlutfallslega færri tilkynningar eru að berast vegna aukaverkana lyfja hérlendis en í ná- frannalöndunum Noregi og Svíþjóð. síðasta ári komu þó 80 tilkynn- ingar um aukaverkanir lyfja en til að halda í við hlutfall nágrannalanda ættu þær að vera um eitthundrað." Alvarlegar aukaverkanir geta hlotist af Herbalife Magnús segir að öll lyf hafi auka- verkanir og að þar séu náttúrulyf ekki undanskilin þó svo að sumir haldi því fram að náttúrulyf hafi engar aukaverkanir. „Það hafa komið fram aukaverkanir vegna náttúruefna eins og gingseng og Her- balife og flestar út af Herbalife. Þær umkvartanir sem hafa borist vegna Herbalife eru m.a. hjartsláttatrufl- anir og lifrarvandamál sem sum hver voru það alvarleg að fólk lenti á sjúkrahúsi." Magnús segir það vanda málið að um 200 mismun- andi tegundir séu til af Herbalife og því erfitt að tengja aukaverkanirnar ákveðnu innihaldsefni. „Gingseng er að mörgu leyti eins og kaffi, það er létt örvandi fyrir miðtaugakerfið eins og koffein. Al- varlegar aukaverkanir af notkun gingseng hafa verið tilkynntar og má þar nefna hjartsláttatruflanir, geðhæð, bráðaofnæmi og yfirlið.“ Magnús segir að ekki hafi verið vitað hversu lengi fólk hafði tekið þessi náttúruefni þegar aukaverkana varð vart. Af öðrum náttúruefnum þar sem tilkynnt var um aukaverk- anir má nefna blómafrjókorn og sól- hatt. „Þó nokkur umkvörtunarefni hafa komið vegna sólhatts og má þar nefna þrjú alvarleg tilfelli eins og lost, gulu og ofnæmisviðbrögð. í Evrópu er vitað um fjölda lifravanda- mála af völdum sólhatts." Fólk með alvarlega sjúkdóma sættir sig við fleiri aukaverkanir Magnús segir að því alvarlegri sem sjúkdómurinn er því fleiri aukaverk- anir sé fólk tilbúið að sætta sig við. Mörg geðlyf hafa t.a.m. miklar auka- verkanir en mikil bylting hefur orðið á geðlyfjum á síðustu 20-30 árum og núna getur fólk stundað einhverja vinnu og lifað sínu lífi. í grein Magn- úsar í Læknablaðinu kemur fram að 21 tilkynning hafi borist vegna tauga- og geðlyfja enda sé um mjög mikið notuð lyf að ræða. Magnús segir raunhæft markmið að framleiða lyf sem valda ekki auka- verkunum og alltaf séu að koma á markað lyf með sérhæfðari verkun og minni aukaverkunum. „Það er allra hagur að alvarlegar aukaverk- anir séu tilkynntar og þannig verða lyfin öruggari.“ hugrun@bladid.net Fordómar Hœttum að þykjast Fordómar hafa skaðleg áhrif á heilsu og líðan þeirra sem þeir beinast gegn en einnig hinna sem bera þá. Það er þess vegna allra hagur að vekja sem flesta til vit- undar um eðli þeirra og orsakir, hvernig þeir birtast og hvaða afleiðingar þeir hafa. Þegar við dæmum einstaklinga fyrirfram á grundvelli alhæfinga og staðal- mynda er um fordóma að ræða. Fordómar eru hættulegir og sær- andi þegar þeir hafa áhrif á hegðun okkar og leiða til mismununar. Einstaklingur, sem er dæmdur út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um tiltekinn hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann eða hún er í raun og veru, sjálfs- myndin brotnar og einangrun og einmanaleiki fylgja í kjölfarið. For- dómar eru því ekki skaðlausar skoð- anir, heldur hafa bein áhrif á líf og líðan þeirra sem fyrir þeim verða. Fordómar eru þrálátir og því getur verið erfitt að berjast gegn þeim. En fordómar eru hvorki meðfæddir né eðiilegt atferli mannsins. Þeir eru lærðir og með því að viðurkenna þá og gera sér grein fyrir sínum eigin fordómum má læra að losna við þá. Mikilvægt er að við tökum þá af- stöðu að vera upplýst um fordóma, horfumst í augu við þá og ræðum eðli þeirra. Með því öðlumst við víð- sýni og umburðarlyndi og drögum úr skaðlegum áhrifum þeirra. Viðurkennum eigin fordóma Fordómar vinna gegn okkur sjálfum. Við þurfum ekki að vera hrædd við útlit fólks. Við þurfum ekki að vera hrædd við framandi tungumál og menningu, ólíkar skapgerðir eða geðheilsubresti. Við þurfum ekki að vera hrædd við fordóma. Þeir eru til staðar, innan í okkur og innan í öðrum. Viðurkennum þá! Ég veit það ogþú veiztþað, og ég veit að þú veizt að ég veit að þú veizt það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Látalœti e. Jón úr Vdr Rætur fordóma eru oft á tíðum þekkingarleysi og skilningsleysi. Fordómar gefa þeim sem fyrir þeim verða ekki sömu tækifæri og öðrum sem við höfum ekki fordóma gagnvart. Mér er minnisstæður einstak- lingur sem ég kynntist fyrir mörgum árum á geðdeild Landspít- alans. Þessi einstaklingur var með geðklofa sjúkdóm en í afar góðu jafn- vægi þegar þetta var, skarpgreindur maður sem hafði svo sannarlega mikið að gefa. Eitt sinn þegar við vorum að ræða saman um lífið og tilveruna, sagði hann: „Hættu að þykjast!" Ég ætti ekki að þykjast vera einhver vinur hans því það væri ég svo sannarlega ekki. Hann væri þess fullviss að ef hann myndi hitta mig úti á götu eftir að hann út- skrifaðist af deildinni myndi ég ekki heilsa honum. Hann hafði upplifað mikla fordóma annarra í sinn garð og hann fann hvernig fólk forðaðist hann á götu. Það var svo mörgum árum síðar að ég mætti honum á götu. Hann var þá greinilega mjög veikur og varla þekkjanlegur, enda vildi hann örugglega ekki láta þekkja sig. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var komin inn í bíl að þarna hafði ég mætt þessum gamla vini mínum af geðdeild og ég hafði ekki heilsað honum. Ég hafði ekki heilsað vegna þess að ég þekkti hann ekki en ég spyr mig enn í dag að því af hverju ég þekkti hann ekki. Var það kannski vegna eigin fordóma? Forð- aðist ég að horfa framan í þennan mann sem ég mætti þarna, vegna þess að ég hafði fordóma gagnvart því hvernig hann leit út? Ég veit að þú ert með fordóma og ég veit að þú veist að ég er með fordóma. Samt látum við sem við vitum það ekki. Skoðum eigin for- dóma og viðurkennum þá, þá fyrst getum við horfst í augu við þá og tekið ákvörðun um að sleppa þeim. Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfrœðingur - ritstjóri www.doktor.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.