blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 Ma6iö Ég fékk að þroskast öðruvísi Ylfa Geirsdóttir var aðeins 12 ára gömul þegar hún var uppgötvuð sem fyrirsœta. Þær eru örfáar konurnar í þessum heimi sem fá að kynn- ast því að alast nánast upp sem fyrirsætur, en Ylfa er ein af þeim. Tólf ára var hún uppgötvuð en aðeins ári síðar var hún komin til London og byrjuð að vinna í veröld tískunnar sem flestum þykir framandi. í dag er hún 21 árs og hefur því níu ára reynslu sem fyrirsæta. Margrét Hugrún Gústavsdóttir fór í Kringluna og hitti Ylfu yfir kaffibolla og einni flösku af appelsíni. Við hringdum okkur saman og mæltum okkur svo mót á Kringlu- kránni. Hún skaust frá vinnunni í stutta viðtalspásu, en í dag starfar Ylfa í tískuvöruversluninni Spútnik. Við pöntuðum kaffi og appelsín og byrjuðum að spjalla. Hvernig kom það til að þú varðst fyrirsœta svona ung? ,Eg var stödd í bakaríi þegar það gekk að mér kona sem spurði hvort ég vildi koma á fyrirsætunámskeið. Þetta var hún Ásta hjá Eskimó mód- els. Ég var svo ung að ég áttaði mig ekkert á því hvað það var eða um hvað þetta snerist. Ruglaði þessu saman við að vera fegurðardís og hljóp heim til mömmu þar sem ég tilkynnti henni upp með mér að mér hefði verið boðið að verða fegurðardís og fara á fegurðardísar- námskeið,“ segir Ylfa og hlær. „1 kjöl- farið fór ég svo á þetta námskeið en ári síðar tók ég þátt í Ford keppninni og lenti þar í öðru sæti. Þetta leiddi til þess að við mamma fórum saman til London, sumarið eftir keppnina, þar sem ég byrjaði strax að vinna sem fyrirsæta.“ KOMIN (NÝJAN HAM Ylfa er tuttugu og eins árs í dag en þegar hún var átján ára komst hún að þvi að fyrirsætustörf voru ekki það eina sem hún vildi fá út úr lífinu. 99...........:................................................................................................ Konur eins og Naomi Campbell og Kate Moss sem eru með óaðfinnanlega húð og ótrúlega fallegar. Málið er að það getur hver sem er verið fallegur á Ijósmynd. Þetta er yfirleitt allt saman blekking, unnin í tölvum, og það versta við þetta er að ungar stelpur geta fengið lotugræðgi og lystarstol afþvíþær bera sig saman við þessar fyrirmyndir og finnst þær sjálfar vera vanskapaðar í samanburði. Var á réttum stað á réttum tíma Ylfa segir að heppnin hafi verið með henni frá fyrsta degi. „f þessum bransa gengur þetta allt út á að vera á réttum stað á réttum tíma og hitta rétta fólkið. Ég hafði heppnina með mér og fékk strax mjög mikið af stórum og flottum verkefnum. Slapp alveg við ferli sem margar stelpur þurfa að fara í gengum; til dæmis að fara í hundrað prufur, fá ekkert borgað og vera jafnvel skuld- ugar fyrir vikið. Heppni mín fólst aðallega í því að snemma hitti ég ljósmyndara sem heitir Miles Aldridge. Hann er orðinn mjög þekktur í dag en á þessum árum var hann að vinna í því að koma sér á framfæri og vann mikið fyrir stærstu tískublöðin. Mi- les notaði mig í allt sem hann gerði á þessum tíma og út frá því fékk ég mikla kynningu. Stílistar og aðrir í bransanum vissu fljótlega hver ég var. Um leið og fólk vissi að ég hefði verið að vinna með Miles var bara sagt: „Já, tökum hana“... og þannig byrjaði þetta að rúlla.“ Á síðum Vouge 1 hvaða blöðum varstu? „Ég sat til dæmis fyrir í ítalska Vo- uge, ID, Face og mörgum fleiri. Þetta voru aðallega tískuþættir en ég sat fyrir í fötum frá mjög stórum og virtum hönnuðum. Til dæmis Gaultier, Versage, Armani o.fl.“ Varstu einhvern tímann notuð sem andlit einhvers vörumerkis? „Já, ég var andlit Rimmel maskar- ans um tíma. Það kom þannig til að ég fór bara í prufu og var valin úr hópnum. Auglýsingarnar voru í fjölmörgum blöðum og á skiltum víða um heim, en ég sá þau samt ekki sjálf heldur frétti bara af þessu. Þetta er í sjálfu sér ótrúlega sérkenni- legt ástand ef maður hugsar út í það. Ég er alin upp við það að horfa á myndir af sjálfri mér í blöðum og það er ekkert sérstaklega algengt held ég,“ segir Ylfa hugsi og fær sér sopa af appelsínflöskunni. Fyrirsætur eldast Nú varst þú aðeins þrettán ára þegar þú byrjaðir að sitja fyrir í fi's/cwþáttum. Er algengt að svo ungar stelpur séu að kynna vörur sem þær hafa í sjálfu sér ekki efni á að kaupa, fyrir utan kannski þessar þrjátíu sem starfa sem fyrirsætur? „Þetta var meira svona áður en í dag er stemmningin svolítið að breytast. Til dæmis sér maður að Nivea notar alla aldurshópa í sínar auglýsingar og það sama má segja um fleiri fyr- irtæki. Þessi rosalega granna fyrir- mynd sem hefur hvorki mjaðmir né brjóst er eitthvað að breytast. Ég sé til dæmis ekki lengur svona korn- ungar stelpur í blöðunum. Þær eru reyndar margar um fimmtán ára gamlar en hafa ekki þetta hrikalega barnslega útlit sem var vinsælt fyrir nokkrum árum.“ Má þá ekki segja að lífaldur fyrir- sœtunnar sé að lengjast? „Jú, ætli það ekki. Eg hef stundum verið spurð að því hvort ég sé ekki bara orðin kerling í bransanum af því ég byrjaði náttúrlega svo rosal- ega ung. Núna hef ég öðlast mikinn þroska í þessu fagi og ég veit að ef ég ætlaði mér að halda eitthvað áfram þá þyrfti ég að gefa mig í þetta al- veg 100%. Það er ekkert sem heitir að ætla sér að vera með hálfkák í þessu. Þegar ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta þá bjóst ég ekki við neinu þar sem ég var bara tólf ára í bakaríi! Svo fór ég á fyrirsætu- námskeið með frekjuskarð og mér finnst myndirnar hreinlega fyndnar þegar ég sé þær í dag. Eg hugsaði aldrei út í þennan heim. Fletti aldrei tískublöðum og átti mér engar fyrir- myndir úr þessum heimi, en svo var mér bara hálfpartinn kastað í djúpu laugina og ég þurfti að læra allt frá byrjun," segir Ylfa. Bjó [„penthouse" íbúð með dóttur Eileen Ford Myndirðu segja að þú hafir kynnst einhverjum svörtum hliðum á bransanum? ,Nei, í rauninni ekki. Það eru nátt- úrlega bæði kostir og ókostir í fyr- irsætubransanum eins og í öðrum fögum en ég sé ekki eftir neinu. Til dæmis sé ég ekkert eftir því að hafa sleppt því að fara í menntaskóla vegna þess að ég lærði svo rosalega mikið á þessu og þroskaðist öðruvísi. Ég lærði til dæmis mikið í sambandi við mannleg samskipti og hvernig fólk kemur fram við hvert annað. Hverjum á að treysta og hverjum ekki og síðast en ekki síst lærði ég mikið um sjálfa mig. Fólk reynir oft að vaða yfir fyrirsætur. Maður lenti kannski hjá ljósmyndara sem vildi hafa mann svona og hinsegin en þegar maður öðlast meiri reynslu þá er auðveldara að setja mörk og vita hvað maður vill og hvað ekki. Á sama tíma finnst mér frábært að hafa fengið tækifæri til að ferðast svona mikið og sjá svo margt. Þegar ég var fjórtán ára þá fór ég til dæmis ein til New York og bjó heima hjá dóttur Eileen Ford í rosalega fallegri „penthouse" íbúð. Hún átti tvö börn og þetta var allt mjög heimilislegt en það var samt mjög sérstakt að vera ein í þessari stórborg. Ég lærði fljótt og hratt að rata út um allt og í dag þekki ég lestarkerfin í París, New York og London eins og lófann á mér.“ Varöan veitir þér frítt greiðslumat Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. É/f Bk Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.