blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaðið 30 Mótorhjólaspól og tnikil stemmning Hart barist á páska-enduromóti Vélhjólaíþróttaklúbbsins semframfór í Grafarvogi á skírdag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt skemmtikeppni í þolakstri á skírdag í og við nýúthlutaða lóð sem BYKÖ og Rúmfatalagerinn hyggjast byggja á að Blikastaðavegi 2-8. Keppnin var með því sniði að keppnisstjórn flokkaði keppendur í A og B ökumenn. Þá drógu keppendur keppnisnúmer og þar með var ákveðið hverjir yrðu liðsfélagar næstu þrjár klukkustundirnar. Keppendur voru mis heppnir með liðsfélaga, en allir virtust kunna þessari nýbreytni vel. Aökumennirnirbyrjuðukeppnina og voru ræstir með því að hlaupa að hjólunum og gefa í botn inn í braut sem var um fjórir kílómertar að lengd. Við ræsingu sagði flaggarinn að nú yrðu áhorfendur vitni að því að i fyrsta sinn í sögunni væri verið að taka fyrstu skóflustungu að byggingu með mótorhjólaspóli, en flaggarinn sagðist vera að stelast til að gera þetta til að taka ómakið af byggingaraðilunum. Að þessu sögðu þustu keppendur af stað með þrumugný á ógnarhraða og með tilheyrandi látum. Eftir um hálftíma akstur slasaðist einn keppandi og þurfti að stöðva keppnina að þeim sökum. Viðkomandi keppandi sendi kveðju i lok keppni til annarra keppanda og sagðist ekki vera mikið meiddur heldur ætlaði hann að láta sér batna í jafn miklu botni og á hraðanum sem hann var á þegar hann meiddist. Eftir að keppendur voru ræstir í seinna skiptið var ekki að sjá að einn keppandi væri farinn á spítala því ekkert var slegið af. Keppnin var verulega hörð um fyrsta sætið og voru fjögur lið sem skiptust á að hafa forustuna þá tvo tíma sem seinni hluti keppninnar var. Fór það svo að Gunnlaugur Karlsson og Magnús Samúelsson sigruðu, en rétt á eftir þeim kom pabbi Gunnlaugs, Karl Gunnlaugsson, og Stefán Gunnarsson. 1 þriðjasæti voru svo Helgi Gíslason og Sigmundur Sæmundsson rétt á undan Bjarna Bærings og Sigurði Magnússyni. Það vakti hinsvegar athygli margra að keppandi númer 21 virtist vera einn að keppa allan tímann. Ástæða þess var að sá sem átti að keppa á móti honum skemmdi hjólið sitt í fyrsta hring og átti að vera A ökumaður liðsins, en B ökumaðurinn sem er aðeins 16 ára og heitir Arnar Ingi Guðbjartsson fór heila 17 hringi og stoppaði einungis rétt á meðan hann setti bensín á hjólið. Sannarlega framtíðar ökumaður þar á ferð. Keppnin var styrkt af fjölda fyrirtækja og voru veitt verðlaun allt upp í tuttugasta og fimmta sæti ásamt aukaverðlaunum fyrir hraðasta hring, prúðmennsku og ýmislegt fleira. Má því segja að allir keppendur hafi farið ánægðir heim. HjörturL. Jónsson Skeytin inn Rafn Kumar Bonaficius var í gær kjörinn tenn- isleikmaður Víkings, annað árið í röð. Rafn er aðeins 11 ára gamall en fyrr í mán- uðinum varð hann ijórfaldur íslandsmeistari í tennis. í mars síðastliðnum tók Rafn Kumar þátt í Evrópumóti í tennis innanhúss fyrir 14 ára og yngri, sem haldið var í Tallinn í Eistlandi, og náði þar frábærum árangri. Að mótinu loknu er Rafn Kumar annar á Evrópulistanum í sínum árgangi. Villarreal hefur boðið franska miðjumanninum og leikmanni Arsenal, Robert Pires, tveggja ára samn- ing. Samningur Pires rennur út í sumar og hefur Arsenal aðeins boðið honum að framlengja dvöl sína hjá félaginu um eitt ár. „Villarreal vill fá mig til sín í tvö tímabil. í augnablikinu hugsa ég bara um að hjálpa Arsenal að komast í úrslitin en að því loknu mun ég ræða við fúlltrúa Villarreal," sagði Pires en gaf í skyn að góðar líkur væru á að hann færi til spænska liðsins.„Villarreal er með frábært lið og ég kann vel við Spán og spænsku deildina.“ umesta rrtivörumerkið | , Lvf; ffl ^■1 Sf-V • i % ■ I 11 wm ■ ; •■J Gerrard fer ekki fet Rafael Benitez, stjóri Liverpool, heldur því staðfastlega fram að Ste- ven Gerrard, miðjumaður liðsins, verði ekki seldur til Real Madrid. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Madridarliðinu, Benito Floro, lýsti því yfir á miðvikudag að félagið hefði mikinn áhuga á að fá fyrir- liða Rauða hersins í sínar raðir fyrir næsta tímabil. „Þetta er ekki flókið mál. Steven Gerrard er ekki til sölu,“ sagði Benitez. Rick Parry, stjórnarformaður Li- verpool, er hæstánægður með störf Benitez en liðið hefur tryggt sér sæti í Evrópukeppni meistaraliða þegar þrír leikir eru enn eftir af tímabil- inu. „Síðast þegar við tryggðum okkur sæti í meistaradeildinni gerðist það rétt fyrir síðasta leik- inn okkar en þá höfðum við verið í basli allt tímabilið. Það hefur verið Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. mikil framför í ár og það sem er janfvel enn mikilvægara er að bilið á milli okkar og Chelsea er stöðugt að minnka,“ sagði Parry. Liverpool og Chelsea mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardag. LENGJAN LEIKIR DAGSIIMS Spilaðu á næsta sölustað eða á lenqjan.is Múnchen - Karlsruhe Bochum - Burghausen Paderborn -Aachen Anderlecht - Standard Liege Grimsby - Cheltenham Dublin City - Bohemians Waterford - Longford Guimares - Boavista 1,90 2,75 2,80 1,45 3,10 4,25 2,50 2,60 2,15 2,00 2,70 2,65 1,55 3,00 3,70 2,15 2,60 2,50 2,25 2,60 2,40 2,10 2,65 2,55

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.