blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6
6 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaóiö Reuters Skallað frá Búddamunkar í Huayan-hofinu í Chongqing í suðvesturhluta Kína sýna snilli sína á sviði knattspyrnunnar. Munkarnir sem sækja skóla í Chongqing hafa nú myndað knatt- spyrnulið og eru liðsmenn alls 24 þannig að tveir hið minnsta takast á um hverja stöðu. Andann efla menn ekki án þess að líkamshulstrið sé í sæmiiegu standi. Piparscsa... ... þeqar vinctar ínvím! Tilv\in köld út á kjötiö, i fiskrétti, með reyktum silungi og sjáveffangi. Góð með köldum, steiktum lunda og sem ídýfa. Frábær köid úr dósinni eða hituð upp, með lambakjöti, nautakjöti, fiski eða kjúklingaréttum í ofni. Berlusconi neitar enn að gefast upp Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalía, neitar að játa ósigur þrátt fyrir að hæstiréttur landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að bandalag vinstri- og miðjuflokka, undir forystu Romano Prodi, hafi sigrað í þingkosningunum. Hæsti- réttur ítalíu staðfesti þá að Romano Prodi hafi unnið nauman meirihluta í neðri deild þingsins og hlotið 24 þúsund fleiri atkvæði en kosninga- bandalag Berlusconis. Einnig lýsti hann yfir að ekkert væri athugavert við framkvæmd kosninganna. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur Berlusconi gefið í skyn að hann íhugi frekari kærumál vegna kosninganna, en fyrir utan hversu fá atkvæði skildu kosningabandalögin tvö að hefur verið deilt um talningu utankjörstaðaratkvæða.GiulioTrem- onti, efnahagsráðherra í ríkisstjórn Berlusconis, sagði við fjölmiðla að enn væru til staðar fjölmörg álita- efni varðandi kosningarnar sem nauðsynlegt væri að fá svör við. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að ekki sé full samstaða meðal flokkanna á bakvið Berlusconi um að reka fleiri klögumál. Einn af flokkunum i kosningabandalagi for- sætisráðherrans hefur nú þegar við- urkennt ósigur i kosningunum. Hinsvegar er talið líklegt að Berl- usconi notfæri sér frekari lagaleg úrræði til þess að grafa undan meiri- hluta Prodi á þingi. Sá meirihluti er naumur og erfitt verður fyrir Prodi að halda saman kosningabanda- lagi sínu. Ríkisstjórn hans þarf að öllum líkindum að grípa til erfiðra niðurskurðaraðgerða vegna efna- hagsvanda þjóðarinnar og talið er að óvinsælar efnahagsaðgerðir geri að verkum að stjórn hans muni ekki sitja út kjörtímabilið. Margir stjórn- málaskýrendur telja að Berlusconi veðji á að stjórn Prodi verði skamm- Hf og hann muni reyna að þyrla upp sem mestu moldviðri til þess að styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar. Vinaiegt spjall milli verðandi og fráfarandi forsætisráðherra: Romano Prodi og Silvio Berlusconi stinga saman nefjum. Reuters Færði George Bush fræðsluefni um herlist Hu Jintao, forseti Kina, færði George Bush, forseta Bandaríkjanna tákn- ræna gjöf þegar þeir hittust í gær í Washington D.C. Gjöfin er silkiofin útgáfa á hinni þekktu bók kínverska heimspekingsins Sun Tzu, Stríðs- listin. Fréttir herma að Hu hafi tekið með sér fjölda eintaka sem hann ætlar að færa háttsettum embættis- mönnum að gjöf í opinberri heim- sókn sinni til Bandaríkjanna. Sun Tzu er einn af risum kín- verskrar hugsunar og hefur bók hans, sem var skrifuð á 6. öld fyrir Krist, verið eitt af grundvallarritum herfræðinnar alla götur síðan. 1 bókinni er að finna fleygar hugs- anir eins og þá að það að sigra án þess að grípa til vopna sé göfugusta hermálastefnan. Ágengur rútubílstjóri Philip Winikoff, sjötíu og fimm ára gamall maður í Broward-sýslu í Flórída-ríki i Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir kynferðisafbrot gagnvart tveimur konum. Maður- inn gekk hús úr húsi og kynnti sig til sögunnar sem lækni sem væri að bjóða uppá fría brjóstaskoðun vegna krabbameins. Tvær konur á þrítugs- aldri þáðu skoðunina en aðra tók að gruna að maðkur væri í mysunni þegar maðurinn hóf skoðunina án þess að nota gúmmíhanska. Hún hringdi í kjölfarið í lögregluna sem komst að því að Winikoff er ekki læknir, heldur rútubílstjóri. Varöan veitir þér lægri yfirdráttarvexti Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.