blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 26
26 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 2 LAPRIL 2006 blaðiö PEUGEOT 1 50cc TORFÆRUHJÓL með götuskráningu M igenya snyrtivörurnar yggja fljótvirkari árangur g eru það fullkomnasta gæludýraumönnun á ðbæru verði. Ilar vörurnar eru fram- iddar án natríum klóríðs sm er ekki einungis <aðlegt fyrir þig heldur Dýr á feröalagi þarf að viðra reglulega Nú styttist í að margir fari í sum- arfrí. Þeir sem eru með gæludýr þurfa að huga vel að öryggi dýr- anna hvort sem þau eru skilin eftir heima eða tekin með í ferðalagið. „Það er hægt að hafa minni dýr eins og naggrísi og hamstra ein heima í einn sólarhring eða þar um bil en þá verður að passa að þau séu með nóg af mat og vatni og að sól skíni ekki á búrið þeirra," segir Sif Traustadóttir, dýralæknir á Dag- finni dýralækni. „Kettir þola líka að vera einir heima einn og einn dag en verði einveran lengri verður að láta einhvern koma og líta eftir þeim Sif segir misjafnt hversu vel kettir þoli að vera einir, sumum nægi að einhver komi og klappi þeim dag- lega en með aðra er betra að hafa einhvern í íbúðinni sem lítur eftir þeim. „Dýrahótel geta líka verið góð lausn þegar fólk fer í ferðalög en það er misjafnt hvaða tegundir dýra þau taka. Fólk getur tekið hunda með sér í ferðalög en sumir þeirra verða bíl- veikir og þá er best að hringja í dýra- lækni til að fá bílveikilyf." Á akstur um borgina sér maður stundum hunda með hausinn út um bílgluggann. Erþað gott ráð? „Eg mæli ekki með því að þeir hafi hausinn út um bílgluggann þegar bíllinn er á ferð vegna þess að augun í þeim þorna. Á lengri ferðum mæli ég með því að fólk stöðvi bílinn á tveggja tíma fresti til að leyfa hund- unum að viðra sig og gera stykkin sín.“ Minni dýr í búri í bílum Sif segir að öðru máli gegni um ketti og minni dýr en þau sé best að hafa í búri þegar ferðast er með þá í bíl. „Ef kötturinn er stressaður í bíl er hægt að fá róandi lyf fyrir hann en ég mæli ekki með því vegna þess að lyfin gera þá slappa. Lítil dýr sem höfð eru laus í bíl geta skapað hættu t.d. ef þau skríða undir fótstigið, bremsuna eða bensíngjöfina, þ.a. Varöan veitir þér frítt greiðslumat Kynntu þér hvað við getum gert méira fyrir þig á landsbanki.is. búr er besta ráðið." Sif segir að fólk átti sig oft ekki á því að mjög heitt getur orðið í bílum. „Fólk skilur gjarnan dýrin eftir í bíl- unum þegar það fær sér að borða en ef það er gert þarf að passa að það sé rifa á glugga og einnig að bíllinn sé staðsettur í skugga því annars getur orðið allt of heitt fyrir dýrin. Ef dýr- unum verður of heitt geta þau fengið hitaslag og dáið en ég heyri um slík dæmi á hverju sumri.“ Sif segir að flugfélög krefjist þess að dýr taki róandi lyf fyrir flugferð en þá þarf að panta tíma hjá dýra- lækni og fá hjá honum róandi lyf. hugrun@bladid.net V ■ V V OA»» Elín Salka Einarsdóttir, dýraeigandi, í góðum félagsskap. Dýrín min stór og smá Páfagaukar, dvergkanína, hamstur og dverg- hamstrar búa í sátt og samlyndi Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Kettir velja Whiskas Systurnar Sigurlaug og Inga Gísla- dætur búa saman ásamt börnum Ingu og nokkrum dýrum. „Við erum með Amazon páfagauk, tvo ástarpáfagauka, dvergkanínu, hamstur og tvo dverghamstra sem eru reyndar í pössun núna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir. Sigurlaug segir að Amazon-páfa- gaukurinn sé aðeins stærri en hrafn en þrátt fyrir stærðina sé hann lítill í sér. „Páfagaukurinn talar aðeins en er ekki mjög skýrmæltur. Þá á hann það til að hlæja mikið, sérstaklega þegar fólk er að horfa á sjónvarpið og hann hermir eftir tóntegundum í samræðum annarra.11 Elín Salka Einarsdóttir, dóttir Ingu, er eigandi dýranna og segir Sigurlaug að það sé alltaf stemmn- ing fyrir að fá fleiri dýr inn á heim- ilið þó svo að það standi ekki til. „Elín Salka hefur mikinn áhuga á dýrum og ég hef sjálf mikinn áhuga á páfagaukum. Það þarf að kaupa mat fyrir Amazon-páfagaukinn í gæludýraverslun sem er frekar dýrt en fyrir minni dýrin eins og kanín- una og hamstrana er hægt að kaupa mat í matvöruverslun. Þá borðar Amazon-páfagaukurinn stundum það sem til fellur af kvöldmatnum en þá í litlu magni.“ Sigurlaug segir að Amazon-páfa- gaukurinn sé ekkert fyrir að fara út enda eru heimkynni hans mun heit- ari en hér. „Amazon-páfagaukurinn leikur sér þó mikið utan búrsins og það er ákveðin regla að því stærri sem fuglarnir eru því meiri ka- rakterar eru þeir. Krakkarnir hafa einnig gaman af hömstrunum og það er hægt að fara með kanínuna út eins og hund eða kött. Kanínan er með sitt eigið búr og gerir stykkin sín í kassa.“ Sigurlaug segir að dýrin hafi verið á heimilinu í 6-7 ár og enn sem komið er gangi sambúðin vel milli fólks og hinna ýmsu dýrategunda. BERNHARD BERNHARD ehf. •Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 * www.bernhard.is hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.