blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 29
blaöiö FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006
ÝMISLEGT I 29
Franskar konur fitna ekki
Súkkulaði og samviskubit eiga ekki samleið segir höfundur nýrrar metsölubókar um matarœði
HÆTTUM AÐ HAFA SAMVISKUBIT. Mirelle Guiliano, höfundur bókarinnar Franskar kon-
ur veröa ekki feitar hvetur okkur til aö hætta að hafa samviskubit yfir súkkulaðiáti. Hún
gefur lika uppskrift aö lauksúpu sem lætur kílóin leka burt.
í vikunni kom út hjá JPV forlagi
íslensk útgáfa af bandarískri met-
sölubók sem ber þann skemmti-
lega tiltil: Franskar konur verða
ekki feitar. Höfundur bókarinnar
er hin franska Mireille Guiliano
en þá konu má með sanni kalla
lífskúnstner.
Upphafið að bókinni má rekja til
þess þegar Mirelle fór sem unglingur
til Bandaríkjanna sem skiptinemi.
Er hún dvaldist þar vestra át hún
ís og kökur, fitnaði fram úr hófi og
bætti auk þess á sig tíu kílóum þegar
hún kom aftur til Frakklands. Til að
leita úrbóta á ástandinu fór Mirelle
til heimilislæknis síns sem fræddi
hana um sígildar reglur í franskri
matargerðarlist og gaf henni góð ráð
sem franskar konur hafa nýtt sér í
áranna rás.
Þrjár máltíðir á dag
Mirelle fór að ráðum læknisins og
án mikillar áreynslu komst hún
aftur í kjörþyngd en öðlaðist um
leið nýjan skilning á mat, drykk
og lífinu í heild. Mireille komst að
því að það borgar sig ekki að lifa
við sektarkennd eða skort heldur
er konum hollast að læra hvernig
hægt er að fá sem mest út úr því sem
veitir ánægju í lífinu. Hún hefur
alla tið síðan borðað þrjár máltíðir
Hollráð Mirelle Guiliano
• Drekktu 12-15 vatnsglös á
dag.
• Borðaðu þrjár máltíðir á dag,
ekkert á milli mála.
• Ekki borða unna matvöru.
• Ekki borða standandi, á
hlaupum eða fyrir framan
sjónvarpið.
• Fáðu þér vínglas, en bara
með mat og ekki mörg í einu.
• Fáðu þér súkkulaði, í hófi.
• Hreyfðu þig; farðu niður stig-
ann, upp stigann og labbaðu,
labbaðu, labbaðu.
á dag, látið eftir sér munað án þess
að blása út og leyft sér að borða það
sem hana hefur langað í án þess að
fitna og grennast á víxl.
Blaðlaukssúpa í neyð
Með einföldum en áhrifaríkum að-
gerðum og fjölmörgum uppskriftum,
sem flestir myndu halda að væru fit-
andi, lýsir Mirelle því hvernig hægt
er að halda þyngdinni í skefjum alla
ævi. í bókinni er t.a.m. uppskrift að
töfrablaðlaukssúpu sem konur geta
notað sem einnar helgar neyðarúr-
ræði til að grenna sig snögglega um
eitt til tvö kíló.
Ánægja öðru fremur
Mireille leggur áherslu á ferskleika,
fjölbreytni og jafnvægi í mataræð-
inu en umfram allt ánægju. Mirelle
sýnir fram á að svo að segja allir geti
lært að borða, drekka og hreyfa sig
eins og franskar konur.
Bókin er frábrugðin öðrum
,megrunarbókum“ þar sem Mirelle
METSÖIUBÓK UM AllAN HEIM
vanihur konur
fitna ekki
U5ftN Aö BOÁOA 00 NiÓTA
MIREIILE GUILIANO
vill ekki hugsa um mataræðið sem
megrun. „Njóttu matarins, drekktu
fullt afvatni og fyrir alla muni aldrei
hugsa um þetta sem „megrun“. Það
er leiðinlegt og misskilið orð sem
er þunglyndisvaldandi og gerir fólk
stressað,“ sagði hún í nýlegu viðtali
við Newsweek.
Jákvætt viðhorf
Á sama tíma og Mirelle er á móti því
að fólk svelti sig eða „taki út“ ýmis-
legt úr mataræðinu sem er ánægju-
aukandi, hvetur hún fólk til þess að
temja sér jákvætt viðhorf til matar
en að gæta einnig hófsemi. Líkt og
allir aðrir heilsu-gúrúar hvetur hún
til vantsdrykkju og segir að það sé
ekki gott að borða á milli mála. í
stuttu máli má segja að hér sé ekki
komin enn ein megrunarbókin,
heldur bók sem fjallar um hvernig
hægt sé að borða það sem manni
finnst gott og njóta þess, án þess að
bæta aukakílóum á kroppinn.
margret@bladid.net
Mánudaginn 24. apríl
blaóió
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 6912209 • maggi@bladid.net
Ford Econoline XLT 350 Exdusive Custom Made 2004 til sölu
300 ha.bensínvél.9 manna lúxusútgáfa með háþekju og
leðurstólum með gang í miðju.Custom made speaker system í
hátalarakerfinu.Verulega gott eintak og lýtur út eins og nýr.
Fæst á verulega lágu verði. 100% fjármögnunarmöguleikar með
þægilegri afborgun (boði. Engin skipti.
í síma: 8950927, Ólafur.
USAVIPGERDIR
555 1947
www.husco.is
vidur.is
Harðviðurtil húsbygginga. Vatnsklæðning,panill,
pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði
Uppl. hjá Magnúsi f sfma 660 0230 og 561 1122
„Enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara. Á skipulegan og
skjótvirkan liátt er hægt að margfalda lestrarhraða án þess að það
bitni á skilning. Samfara lestri er námstækni sem nýtir aukin
afköst lesturs og tryggir að það sem lesið er gleymist ekki.“
Þorvaldur H., 24 ára lögfrœðinemi.
Sumarnámskeið hefst 15. maí og 1. júnf
Sumarnámskeið Akureyri hefst 17. maí og 26. júní
Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400
HlV^EHJESTTtARSWÖLJlSiN
VRog fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu
ÞJÓNUSTA 00 HLIJTIK
Getum boðið uppá margar gerðir af brautum fyrir
litla og stóra bíla. Burðargeta frá 350 - 650 kg.
Léttar og meðfærilegar,
hægt að færa brautina til
hliðar þegar hún er ekki í
notkun (sjá myndir)
Rökrás ehf
Kirkjulundi 19
210 Garðabæ
Sími: 565-9393
rokras@rokras.is
www.rokras.is
VINNUVÉLANÁMSKEIÐ
NÁMSKEIÐ VIKULEGA
Michelin og fi.tegundir dekkja ný og notuð á
verulega góðu verði til sölu
Um er að ræða eftirfarandi dekk:
16"lítið notuð þunga jeppa/van dekk= 20 þús.umgangurinn
17"Michelin ný 225/60 = 40 þús. umgangurinn
17"Michelin lítið notuð 225/60 = 20 þús.umgangurinn
18"Ný gróf kubba snjódekk 275/65 = 60 þús.umgangurinn
18" Michelin lítið notuð 255/70 = 30 þús. umgangurinn
Upplýsingar í síma: 895 0927, Ólafur Helgi