blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 21. APEÍL 2006 blaöiö Um 30% stór- laxa var sleppt Rúmlega 55 þúsund laxar veidd- ust í ám landsins í fyrra sam- kvæmt nýrri samantekt Veiði- málastofnunar. Af þeim var rúmlega 9.200 löxum sleppt en tæplega 46 þúsund var hins vegar landað. Veiðin í fyrra var mun meiri en árið áður, en munurinn nemur rúmum 20%. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að rúmlega 40.700 laxar voru smálaxar en rúmlega fimm þúsund stórlaxar veidd- ust. Af þeim var tæplega 30% sleppt en aðeins tæp 15% smá- laxa fékk frelsi sitt á ný eftir að hafa tapað æsilegri baráttu við einhvern veiðimanninn. Netaveiði tekur sinn toll Ef veiði er skoðuð eftir svæðum þá veiddust flestir laxar á Vest- urlandi eða tæplega 22 þúsund en minni veiði var í öðrum landshlutum. Ljóst er að hin umdeilda neta- veiði á laxi er að taka sinn toll því 7.560 laxar, sem samtals vógu rúmlega 21 tonn, veidd- ust í net í fyrra. Af þeim voru langflestir á Suðurlandi eða 7.241. Af þessum löxum voru rúmlega 1.200 stórlaxar. Mikil silungsveiði En það er ekki bara veiddur lax hér við land. Tæplega 49 þús- und urriðar veiddust á síðasta ári sem er það mesta frá upp- hafi. Flestir þeirra komu á land í Veiðivötnum eða alls tæplega tíu þúsund. Næst flestir veidd- ust hins vegar í Laxá i Mývatns- sveit eða tæplega sex þúsund. Ennfremur veiddust tæp- lega 32 þúsund bleikjur í fyrra. Mest var veiðin í Veiðivötnum eða tæplega sjö þúsund og næst flestar í Arnarvatni-Stóra, rúm- lega 3.600. Skýrslu Veiðimálastofnunar er hægt að finna í heild sinni á vef hennar, vwww.veidimal.is. Póstverslun ÞœgiCegasti versíunarmátinn Nýjasta tískan á alla fjölskylduna www.additionsdirect.co.uk Vörulisti Stærri en nokkru sinni Hundruö nýrra tilboða www.argos.co.uk stórverslunin loksins á íslandi Flottur fatnaður í öllum stærðum Mikið úrval af fermingargjöfum í verslun BM i I Austurhrauni 3 Gbæ 5552866 bm@bmagnusson.is www. bmagnusson. is Opið mánud.- föstud. 10-18, laugard. 11-14. Fleiri og fleiri stangveiðimenn kjósa að sleppa bráðinni Það var árið 1997 sem Pétur Pét- ursson upplýsti að þeir veiðimenn sem veiddu framvegis í Vatnsdalsá myndu þurfa að sleppa öllum þeim fiski sem falla myndi fyrir agni þeirra. Slikt var fáheyrt í þá daga, þó vissulega hefði heyrst af erlendum veiðimönnum sem slíkt stunduðu. Þótti fjölmörgum þetta hin mesta fásinna, svo mikil reyndar að víða heyrðust veiðimenn segja að fyrr myndu þeir hengja veiðistöngina upp á vegg til skrauts en að stunda svona „veiðiskap“. Veiðin gengi jú út á að fanga bráð og fara með heim þar sem hún væri étin. Frá þessu eru ekki liðin mörg ár en hins vegar liggur fyrir að veiða/ sleppa hugmyndafræðin hefur sótt verulega á síðan. Veiðimenn vita það nefnilega í dag að drápið á bráðinni er aðeins lítill, jafnvel óverulegur, hluti af veiðiskapnum. Veiðiskapur er að komast út, jafnvel í góðra vina hópi, upplifa náttúruna og kljást við spennandi bráð. Að taka drápið út úr þessari jöfnu breytir fyrir marga ákaflega litlu. Þríryfir 20 pund Þessi tegund veiðimennsku hefur sótt mjög á að undanförnu og ám þar sem þessi veiðihefð er í hávegi höfð hefur fjölgað til muna. „Þegar þessi regla var sett árið 1997 var salan á haustdögum yfir- leitt frekar léleg, en á þeim tíma eru erlendir veiðimenn farnir af landi brott og íslenskir veiðimenn taka því yfir. Nú hefur þróunin orðið sú að biðlisti er eftir veiðileyfum á haustdögum, því áin hefur fengið að halda stóru fiskunum og því er nóg af þeim í ánni. I Vatnsdalnum þykir því ekkert tiltökumál að fá 12 til 16 punda fiska. Ég man til dæmis eftir þriggja daga holli þar sem þrjátíu laxar veiddust og átta af þeim voru yfir 20 pund,“ segir Pétur. Meðal annars vegna þess að öllum fiski er sleppt er einungis leyft að veiða með flugu í ánni. Leið- sögumenn hafa mikla reynslu af því hvernig best er að meðhöndla þann fisk sem bítur á agn veiðimanna og hvernig á að koma honum heilum út í ána aftur. „I fyrra veiddust rúmlega 1100 laxar í ánni og af þeim drápust að- Tilboð .. 5 mm. Neopren vöðlur með brjóstvasa, styrkingar á hnjám, stigvél með filtsóla og þægilegar axlaólar. Verð aðeins kr. 9900,- Veiðiportið Grandagarði 3 Sími: 552-9940 Vænum laxi sleppt í Vatnsdalsá. I stað þess að enda í potti veiðimannsins hefur þessi fiskur tækifæri til að hrygna að hausti og stuðla að eðlilegri endurnýjun í ánni. eða niðurgöngufiskur hefur þessi hugmyndafræði orðið ríkjandi. Hvort þetta verði að fullu ríkjandi eftir nokkur ár er ekki gott um að segja því tíminn einn getur leitt það í Ijós. Það er hins vegar víst að fæstir veiðimenn stunda þetta sport í dag til þess að veiða i soðið. Eins og áður sagði er það útivistin, félagsskapur- inn og upplifunin sem skiptir máli. „Ég segi til að mynda að grútleg- inn lax að hausti er ekki matfiskur. eins u.þ.b. 6%. Það getur auðvitað gerst að fluga fari í tálkn fiskanna eða að þeir skaddist í baráttu sinni við veiðimanninn.“ Finna vart fyrir sársauka Þeir sem ekki aðhyllast hugmynda- fræði Péturs hafa sagt að ómannúð- legt sé að veiða sama fiskinn aftur og aftur. Pétur segist hins vegar ekki hafa áhyggjur af því að verið sé t.d. að kvelja fiskinn. „1 þessu sambandi hef ég oft bent á að ef þú setur hring í nefið á mann- ýgu nauti er um leið hægt að teyma það um allt. Nautið finnur svo mikið til þegar togað er í hringinn að það hættir að berjast um. Það sama á augljóslega ekki við um laxinn eða aðra fiska. Mín kenning er að ástæðan fyrir baráttu þeirra sé ein- faldlega að það fari alveg óskaplega í taugarnar á fiskinum að vera fastur. Mér finnst það óskaplega hæpið að þeir finni sársauka miðað við hegð- unarmynstrið hjá þeim og veit ekki til þess að það hafi verið vísindalega sannað.“ Það sem hefur hins vegar verið rannsakað er að um 20% af þeim fiski sem sleppt er hvert sumar virðist láta gabbast aftur af agni veiðimanna. Pétur segir að ef fiskar væru til að mynda merktir þá væri það ekki mjög spennandi fyrir veiði- menn að veiða sama fiskinn aftur og aftur, en í ljósi þess að svo er ekki þá skipti það kannski ekki svo miklu máli. Það sem máli skiptir hins vegar er að fiskurinn er áfram i ánni. „Við höfum náð því markmiði að gera ána sjálfbæra. I hana er í dag ekki seppt neinum seiðum eða að öðru leyti reynt að stýra uppvexti seiða í ánni. Náttúran sér um þetta nú eins og hún á að gera,“ segir Pétur. Komið inn í silungsveiði Og þrátt fyrir að þessi hefð hafi myndast í laxveiði til að byrja með er hún ekki einskorðuð við þær veiðar lengur. 1 fjölmörgum ám þar sem veiddur er staðbundinn urriði 4 vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.