blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 22
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaöÍA f 22 I TÍSKA_______________________ Náðu lit fyrir sumarið Þrjár leiðir til að verða brún án sólar Sólin skín ekki árið um kring á íslandi, en það breytir því ekki að við getum alltaf verið svolítið dökk á hörund, sem þykir jú fallegt hér á norðurhjara - og reyndar um gervöll Vesturlönd. Örlítill litur gerir okkur hvít- ingjana svolítið hraustlegri og athugasemdir á borð við: „Mikið ertu brún!“ eru ávallt túlkaðar sem hrós. Airbrush brúnka Það nýjasta í „brúnkumálum“ er svo- kölluð „airbrush" brúnka en best er að fara á sérstakar snyrtistofur til að láta sprauta henni á sig. Efnið sjálft er unnið úr litar- og sætuefnum og hefur ekki á nokkurn hátt skaðleg áhrif á húðina. Liturinn verður jafn og fallegur og endist í um ío daga. Áður en farið er í brúnkusprautun er nauðsynlegt að fara í sturtu og skrúbba burtu dauðar húðfrumur til að efnið fari ekki í kekki á húðinni. Forðast ber að setja á sig ilmvatn og svitalyktareyði þar sem það getur einnig haft þau áhrif að liturinn verður ekki jafn. Eftir brúnkuspraut- unina er gott að bíða með að fara í sturtu í sólarhring en þá þvæst allur aukalitur af og eftir situr gyllt og sér- lega falleg brúnka. Meðferðin kostar frá 2900-3500 kr. (fer eftir stofum). Ljósabekkir Ljósabekkir eru ágætir til síns brúks svo lengi sem þeir eru notaðir í miklu hófi, en hóf í þeim efnum er um það bil einu sinni í mánuði. Reyndar mæla flestir læknar alger- MEÐ BRÚNKU IBYSSU Heiða á snyrtistofunni Bætt útiit mundar hér Airbrush byssuna sem er notuð til að spreia dýrindis lit á föla kroppa. ÓHOLLT Ljósabekkir eru skaðlegir en það breytir ekki vinsældum þeirra. lega gegn notkun ljósabekkja en það breytir því ekki að fólk lætur sér ekki segjast. Ef þú vilt endilega fara í ljós er mælt með að þú berir á þig raka- gefandi krem áður en þú leggst á bekkinn og eins eftir að úr honum er komið. Ef þú hefur viðkvæma húð eða ert rauðhærð/ur er mjög ráðlegt að láta ljósabekkina eiga sig. Ljósa- tími kostar frá 350-800 kr. HVENÆR SEM ER Nýjubrúnkukrem- in eru ótrúlega handhæg og góð og gera það að verkum að þú geturnáðáþig fallegum lit, hvar sem er og hvenær sem er. Ilbelladonnan Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Gleðilegt Sumat nú eru komnar nýjar sumarvorur ffá C Vertu þú sjálf - vertu Bella donna Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 www.belladonna.f8 Brúnkukrem Það má segja að brúnkukremin sem komu á markað fyrir nokkrum árum hafi verið guðs gjöf til brúnku- unnenda. Þau eru tiltölulegaþægileg í notkun, hafa ekki neikvæð áhrif á húðina og skilja eftir sig fallegan lit. Það eina sem fólk kvartar undan er svolítið umstang í kringum smurn- inginn, en það ferli er svipað því sem maður þarf að gera fyrir brúnku- sprautun. Fjarlægja þarf dauðar húðfrumur og svo er gott að hafa á sér latex hanska þegar liturinn er borinn á. Allir helstu snyrtivöru- framleiðendur framleiða línur af brúnkukremum og kremin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Á spjall- síðum á Netinu má þó sjá að nokkur þeirra fá sérlega góð meðmæli. Þar á meðal eru Johnsons Holiday Skin Moisturiser, Fake Bake og nýja sjálf- brúnkukremið frá Shiseido sem fæst bæði fyrir andlit og líkama. margret@bladid. net Rapparinn Kristín Ýr gengur aðallega í íþróttafötum en hafði gaman af diskóbylgjunni sem gekk yfir fyrir ári síðan. Ljót föt klœða ekki Kristínu Kristín Ýr Bjarnadóttir, rappari og söng kona í Snooze, svarar nokkrum vel völdum spurningum um tískuna. Hvað er tíska íþínum augum? „Mér finnst tíska vera eitthvað sem þykir smart í ákveðinn tíma, eða þar til annað tekur við.“ Fylgistþú mikið með tískunni? „Eg verð að viðurkenna að mér þykir skemmtilegt að kíkja á þætti sem fjalla um förðun, hár eða föt. Ann- ars held ég að ég sé bara voðalega venjuleg í alla staði. Er mikið í íþróttafötum." Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? „Ég þekki nú ekkert sérstaklega mörg nöfn en dettur helst í hug Donna Karen (DKNY). Enda á ég ótrúlega fallegt og rándýrt úr frá DKNY sem ég fékk í jólagjöf frá tengdafor- eldrum mínum!“ Hvaða tískutímabil heldurðu upp á? „Ég held ekki upp á neitt sérstakt frekar en annað. Finnst gaman að sjá hvað tískan gengur í hringi og undantekningalaust er nýjasta tískan smituð af gamalli tísku. Ég hafði reyndar svolítið gaman af þessu hálfgerða diskó/6o’s sem var í gangi fyrir um ári síðan.“ Hvaða flík er í uppáhaldi hjá þér og afhverju? „Án nokkurs vafa er það „nían“ en það mun vera fótboltatreyjan mín númer 9 sem er að sjálfsögðu merkt Val. Fótboltabúningurinn hefur fylgt mér í þau sautján ár sem ég hef æft fótbolta og allt sem ég hef lært í þessari treyju er ómetanlegt: að hlæja og gráta, heyja drengilega bar- áttu, vinna fyrir hlutunum og hafa metnað til að leggja sitt af mörkum til að uppskera sigur. Allt er þetta hluti af því sem fólk lærir á því að vera í íþróttum allt sitt líf.“ Hvaðfinnstþér ekki klæða þig? „Ég hef gaman af því að prófa mig áfram í að raða fötum saman. Það kemur þó misvel út og hef ég því komist að því að það er margt sem klæðir mig ekki, þar ber að nefna ljót föt,“ segir Kristín að lokum og skellir upp úr. Garðhúsgögnin vinsælu GARÐHEIMAR allt í garðinn á einum staðl Sumardagskarfai stráð yflr hrelnan jarðveg; heldur lllgresi í skefjum! Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is CLEÐILEGT SUMAR! isoron’ G

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.