blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaðió blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. RÁN VIÐ BENSÍNDÆLUNA Eðlilegt og réttmætt hlýtur að teljast að kröfur magnist um að stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti. Verð á bensíni og olíu hefur aldrei verið hærra en nú. Líkur á því að verðið lækki eru litlar sem engar þegar horft er til lengri tíma. Krafa Ney tendasamtakanna þess efnis að stjórnvöld lækki álögur tímabundið á því ekki við. Lækkunin þarf að vera varanleg. Stærsti hluti verðs á bensíni og olíu er opinber gjöld og þau renna í rík- issjóð. Þegar verð á eldsneyti hækkar hagnast ríkissjóður þar eð tekjur af virðisaukaskatti aukast. Hækkunin leiðir einnig til þess að lánabyrði eykst enn frekar. Útgjöld heimilanna aukast mjög sökum eldsneytis- hækkunar, fólk þarf áfram að komast til vinnu sinnar, börnum í skólann og færa varninginn heim. Ríkið á enda ekki að hafa vald til að þröngva almenningi til breyttra lífshátta nema í algjörum neyðartilvikum. Að þessu sinni er vísað til þess að krónan hafi veikst og að spenna í samskiptum Irana og Bandaríkjamanna fari vaxandi. Tæpast mun hún minnka. Að auki má heita víst að aukin eftirspurn, einkum í Kína og Indlandi, haldi olíuverði háu um fyrirsjáanlega framtíð. Ástandið á eftir að versna. Engum blöðum er um að fletta að álögur stjórnvalda á íslandi eru hærri en almennt þekkist í öðrum löndum. Um þetta er ástæðulaust að deila; á Islandi er (næstum því) allt dýrara en í öðrum löndum. Það á m.a. við um bensín, matvæli, áfengi og flest það sem fellur undir að vera nauðsynja- og neysluvarningur í nútímanum. Þannig vilja stjórnmálamennirnir hafa það og í raun sæta þeir sjaldn- ast þrýstingi um að breyta þessu fyrirkomulagi. Hátt verð á nauðsynjum sýnist vera lögmál á íslandi enda skattagleðin almenn og mikil. Ótækt er með öllu að ríkisvaldið komi fram sem ræningjaflokkur væri þegar ræðir um gjöld sem lögð eru á nauðsynjar. Krafa um að gerðar verði grundvallarbreytingar á verðmyndun á eldsneyti mun nú hljóma sem aldrei fyrr á íslandi. Stjórnmálamenn hljóta því að svara því hvaða rök mæla fyrir um nauðsyn þess að álögur á bensín og olíu séu hærri hér á landi en í öðrum siðmenntuðum rikjum. Furðu vekur að enginn af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar taki þessa spurningu upp á pólitískum vettvangi. Óhóflegar álögur eru fallnar til að skerða frelsi fólks til að lifa lífi sínu með þeim hætti sem það sjálft kýs. Þetta á við um bensin, áfengi, mat- væli og allt það annað sem ríkið leggur gjöld og skatta á. Ætla verður að talsmenn skattalækkana og lifsháttafrelsis hefji nú loks upp raust sína. Líkt og fyrri daginn er tilefnið ærið. 510 3744 blaöiö 14 i ÁLIT OG TOAR. Kl FRT BtlfVA/ jtp SPÚLA ?0 LÍtRuM r Æ^TSLEG/1 TÖFF OFUR," VS -SAMFFLAGS -TRUKföM/ MÍNN, MÁTTU OÆLfl svo S£M 50 LÍTRUM í Tj'ÓLSKYLUBmmH Hugsjónir deyjandi flokks Það hafa aldrei þótt mannasiðir að rifja upp elliglöp mikilmenna. En stundum verður ekki hjá þvi kom- ist að segja sannleikann, jafnvel þó hann birtist sem snemmbúin minn- ingargrein líkt og ég leyfi mér að gera hér. Framsóknarflokki fer nú um sumt eins og senílu gamalmenni að gleyma sínum hugsjónum. Flokkur þessi er elstur allra íslenskra stjórn- málaflokka, verður níræður nú i haust og hljómar sem gamanmál að segja að hann beri aldurinn vel. Er framsókn hugsjón? En átti þessi flokkur sér einhverjar hugsjónir? Það er von að spurt sé, svo lengi sem það hefur tíðkast að hafa skoðanir hans helst að gam- anmálum. Allt frá dögum Jónasar frá Hriflu var haft á orði að hann vildi snúa við hjóli tímans og koma íslensku verkafólki aftur undir ok vistabands og bændakúgunar. Á dögum Óla Jó man ég úr bernsku að talað var um að Hokkur þessi væri opinn í báða enda og svo mætti áfram telja. Þetta var þó ekki meira mótlæti en stjórnmálaflokkar mega þola og framan af vissu forystu- menn flokksins, jafnt þó þeir tækju þátt í gamanmálunum, að hér bak- við leyndust grafalvarlegar og mikil- vægar hugsjónir. Iríki fjórflokksins var Framsókn- arflokkurinn lengst af sá eini sem ekki studdist við hækju erlendrar fylgispektar í skoðunum sínum. Hjá bæði íhaldi og sósíalistum ríkti hin algera fylgispekt við erlend stór- veldi kalda stríðsins. Kratar lifðu á sama tíma í sænskum draumum og voru jafnvel tvístígandi í sjálf- stæðismálinu af tillitssemi við alþjóðahyggjuna og danska móð- Bjarni Harðarson urflokkinn. Þegar fylgispektin var svo mikils metin var að vonum að sá sem engum fylgdi í blindni væri sakaður um hentistefnu sem smám saman fékk á sig skammaryrðið framsóknarmennska. Auðvitað gekk flokki þessum mis- vel að hamra saman stefnumálum en átti sér þó smíðagrunn hugsjóna sem í var einörð byggðastefna, tölu- verð landbúnaðarrómantík, þjóðleg viðhorf og hófsöm jafnaðarstefna. Ég þarf ekki að útskýra þessi sjón- armið í smáatriðum. Með trú á blandað hagkerfi skipaði flokkurinn sér mitt á milli öfga og hafnaði bæði grillum stéttarbaráttuflokkanna og auðhyggju hins takmarkalausa kapítalisma. Vandamálin urðu auð- vitað fjölmörg þegar greina skyldi milli kjördæmaspillingar og byggða- stefnu, hagsmuna SÍS frænda og bændanna sjálfra o.s.frv. Oftast tókst að leysa viðunanlega úr en alls ekki alltaf. Er ekki í lagi að vera retró? Fylgistap flokksins allra síðustu ár er ekki vegna þess að þessi gildi hafi horfið með þjóðinni. Þvert á móti er margt sem bendir til að þjóðernis- og landsbyggðarrómantík eigi sér vaxandi fylgi meðal landsmanna, sem og andóf gegn öfgum hvers- konar. Fylgistap flokksins er vegna þess að nokkrir af forystumönnum flokksins fóru að trúa því masi götu- stráka að þessi stefna væri púkó, sveitó, úrelt og gamaldags. Betur hefði sú klíka gengið úr Framsókn- arflokki og í einhverja nútímalegri flokka en látið okkur þessum gamal- dags flokkinn eftir! En þangað fara öfl þessi ekki úr þessu fyrr en að Framsókn dauðri. Lengst mun svo uppi skömm okkar hinna sem bæði teljum og vitum ókkur alvöru og púkó fram- sóknarmenn að láta þetta yfir okkur ganga. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skoríð Við eigum hins vegarað berjastgegn annarri gengisfellingu, þeirri sem beinistgegn orðum og hugtökum. Kreppa er ekki eina orðið sem er að fletjast úrog verða merkingarlaust vegna ofnotkunar. Orð eins og neyðarástandkemur upp I hugann enda skylt kreppu og öðrum skelfingarhugtökum. Ég hefekki lengur tölu áöllum„neyðarástöndum“ sem dunið hafayfirþjóðina síðustu áratugina. Ofthafa þau gufað upp án þess að nokkur hafi munað eftir að spyrja um örlög þeirra, ekki einu sinni nánustu aðstandendur sem venju- lega eru stjórnmálaleiðtogarog fjölmiðlar. Enginn kastar rekunum enda neyðarástandið oftast misskilningur eða stormur I vatnsglasi." KrISTJAN JóNSSON I VlDHORFSGREIN, MORGUNBIADINU, 20.IV.2006 m Björn Bjarnason er hláturmildur. í færslu á vef sínum (www.bjorn.is) þar sem hann minnist á þá tillögu Samfylkingarinnar í Reykjavik undir forystu Dags B. Eggertssonar, að stofna félag með ríkinu um framtíð Vatnsmýrarinnar. Minnir Björn á að í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum hefði hann sagt nauðsynlegt að fulltrúar ríkis og borgar settust niður og kæmu sér saman um framtíð Vatnsmýrarinnar. Þá hefði forveri Dags, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem nú er formaður Samfylk- ingarinnar, varla getað hamið sig af undrun og hneykslan; Reykvíkingar hefðu ákveðið framtíð Vatnsmýrarinnar f at- kvæðagreiðslu og ríkið gæti veskú samið sig að þvi. Einhvern veginn virðist það þó hafa farist fyrir. klipptogskorid@vbl.is Pulsusalinn og þingmaðurinn fyrrver- andi, Ásgeir Hannes Eiríksson, hefurkvattsérhljóðs og veifað skoðanakönnun um að allt að þriðjungur kjósenda geti hugsað sérað kjósa stjórn- málaflokk „með þjóðernis- ivafi". En ætli flestir stjórn- málaflokkar geti ekki kallað sig þjóðlega? Svo má spyrja hvort Ásgeir Hannes hafi öðrum betri innsýn í þann vanda, en sjálfur haft mikil umsvif erlendis. Hitt er síðan annað mál, hvort nýir landnemar hér á landi hafi reynst slíkt vandamál að tilefni sé til þess að menn fari að stofna stjórnmálaflokka um, sem Ásgeir Hannes getur síðan vafalaust selt svartar ein- kennisskyrtur í brettavís. En það væri þá tæp- ast í fyrsta sinn sem stjórnmálamenn bjóða kjósendum lausnir á ófundnum vanda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.