blaðið

Ulloq

blaðið - 22.04.2006, Qupperneq 43

blaðið - 22.04.2006, Qupperneq 43
blaðið LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 indin einfaldlega meiri, enda súrt að horfa á góða leikara túlka hallæris- legar persónur í míglekri sögu. Virg- inia Madsen er stórgóð leikkona og undarlegt að sjá hana í svona mynd eftir frábæra frammistöðu í konfekt- molanum Sideways. Hún skilar vissu- lega sínu sem skelkaða mamman en hefur, eins og aðrir leikarar myndar- innar, úr litlu að moða. Hinn annars ágæti leikari Paul Bettany er í besta falli kjánalegur í hlutverki hins ofur- kaldrifjaða illmennis, Bill Cox, sem fer fyrir einhverju púkalegasta glæpa- gengi sem sést hefur á hvíta tjaldinu í háa herrans tíð. Aðalhetjan Ford veit vissulega hvað hann á að gera enda hefur hann leikið þessa persónu oftsinnis og kann uppskriftina upp á tíu. En það má spyrja sig að því hvort hann sé ekki orðinn helst til of gamall í hlutverk fjölskylduföðurshetjunnar sem hefur ráð undir hverju rifi þégar kemur að því að vernda konu sína og börn? Nú á undirritaður t.a.m. afa sem er fæddur sama ár og Harrison Ford (1942) og það mun seint gerast að hann fari að berja fílhrausta ribb- alda til ólífis og nappa milljörðum eins og hendi væri veifað. En eflaust er Ford að borða sterkari vítamín en afi því þetta gerir hann allt, og meira til, kinnroðalaust. Forðist Eldvegginn eins og heitan eld-vegg, því enginn ætti að horfa á þessa mynd ótilneyddur. Og Harri- son Ford, þar sem ég veit að þú lest þessa gagnrýni: Hættu að leika í fjöldaframleiddu drasli! Bæði þú og við eigum betra skilið. Björn Bragi Arnarsson bjorn@bladid.net Handónýtur Eldveggur Ef einhver leikari má muna sinn fífil fegurri er það svo sannarlega Harri- son Ford. Maðurinn, sem eitt sinn bar hatt og svipu með sannkölluðum elegans, sést ekki í öðru en lapþunnum og fyrirsjáanlegum lágklassa spennu- myndum um þessar mundir. Ein- hverjir héldu að botninum hefði verið náð með hörmunginni Holly- wood Homicide, sem kom út fyrir þremur árum, en Eldveggurinn gerir heiðarlega tilraun til að slá henni við í leiðindum. Jack Stanfield (Ford) er öryggissér- fræðingur í stórum banka. Vondir menn taka fjölskyldu hans í gísl- ingu og hóta að myrða hana brjótist Stanfield ekki inn í kerfið, sem hann kann manna best á, og millifæri 100 milljónir dollara á þrjótana. Eldvegg- urinn tekur á hinum netvædda og rafræna heimi og drjúgum tíma er eytt í að sýna flóknar tölvuaðgerðir, stafræna dulkóðun og viðlíka krús- ídúllur. Þess á milli hendist Stanfield milli bankans og heimilis síns í er- indagjörðum fyrir þrjótana og reynir að finna út hvernig hann geti bjargað fjölskyldu sinni. Sem sagt; réttsýnn fjölskyldu- maður lendir í rimmu við harð- svíraða glæpamenn. „Hef ég ekki séð Ford í einhverri svipaðri ræmu?“ kunna einhverjir að spyrja sig. Svarið er einfalt: „Jú, ótal sinnum og þið þurfið ekki að sjá þessa vegna þess að hún er nákvæmlega eins og allar hinar - einungis verri.“ Eldveggur- inn verður aldrei spennandi, aldrei skemmtileg og aldrei fyndin - nema þegar hún á ekki að vera það. Öllum klisjunum í bókinni er beitt og myndin er fyrirsjáanleg út í gegn. Botninn á herlegheitunum er svo smurður með hrikalega lélegri enda- senu sem er raunar svo slæm að hún gerir myndina næstum því þess virði að sjá hana, þ.e.a.s. ef maður hefur gaman af því að fá bjánahroll niður í tær. Leikarahópur Eldveggsins er hinn ágætasti en fyrir vikið verða leið- eraðgerast? *»*•»«••«•»•*•••*•(•• Blaðið vill endllega fjalla um atburði líð- andi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. Laugardagur 13.00 - Rannsóknarkynning Klám og kynlíf í íslensku samfélagi Oddi stofa íox 14.00 - Leikrit Kalli á þakinu Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 17.00 - Tónlist Hammondhátíð Djúpavogs Djúpavogskirkja Miðasala á midi.is 17.00-Tónlist Græn tónleikaröð B Sinfóníuhljómsveit íslands Miðasala á midi.is 17.00 - Leikrit Forðist okkur Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 19.00 - Leikrit Litla Hryllingsbúðin Leikfélag Akureyrar Miðasala á midi.is 20.00 - Leikrit Pétur Gautur Þjóðleikhúsið Miðasala á midi.is 20.00 - Leikrit Átta konur Þjóðleikhúsið Miðasala á midi.is 20.00-Leikrit Eldhús eftir máli Þjóðleikhúsið Miðasala á midi.is 20.00 - Leikrit Forðist okkur Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 21.00-Tónlist Hammondhátfð Djúpavogs Hótel Framtíð Miðasala á midi.is 21.00-Tónlist Atlantic Music Event Nasa Midi.is | Sjá tilkynningu á opnu 22.00 - Leikrit Litla Hryllingsbúðin Leikfélag Akureyrar Miðasala á midi.is Firewall_____________________ Leikstjóri: Richard Loncraine Aðalleikarar: Harrison Ford, Paul Bett- any, Virginia Madsen, Mary Lynn Rajskub, Robert Patrick og Alan Arkin. Lengd: 105 mínútur Bandaríkin 2006 ★ ★ ★★

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.