blaðið - 16.05.2006, Page 22

blaðið - 16.05.2006, Page 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöiö Gunnleifur Gunnleifsson Markvörður HK Hugþrautin Hugþrautin er vikulegur liður á íþróttasíðu Blaðsins. Tveir menn úr íþróttaheiminum mœtast í spurningaeinvígi og tengjast allar spurningarnar íþróttum á einn eða annan hátt. Reglurnar eru einfaldar: keppend- urnirfá sömu 16 spurningarnar ogsá sem hefur fleiri rétt svör heldur áfram en sá sem tapar fær að velja nœsta andstæðing sigurvegarans. Takist einhverjum að sigra fimm keppnir í röð verður hann krýndur Hugþrautarmeistari og fær að launum veg- legan verðlaunagrip. Daníel Berg Grétarsson Handknattleiksmaður úr FH 1. Hvers lenskur er kylfingurinn Retief Goosen? G: Suður- afrískur. D: Hann er frá Suður-Afríku. 2. A móti hvaða þjóð vann íslenska landsliðið í knatt- spyrnu sinn stærsta sigur, 9-0, árið 1985? G: Færeyjum. D: Færeyjum. 3. Hvaða tenniskona, sem þykir í hópi bestu íþróttakvenna sögunnar, fæddist íTékkóslóv- akíu 1956 en flúði land og gerðist bandarískur ríkisborg- ariárið 1981? G: Martina Navratilova. D: Pass. 4. Justin Gatlin setti heimsmet í 100 metra hlaupi á dögunum. Hver átti metið á undan honum? G: Pass. D: Asafa Powell. 5. Hver varvalinn íþróttamaður árs- insá Islandi árin 1995 og 1996? G: Jón Arnar Magnússon. D. Jón Arnar Magnússon. 6. Hvað heitir Englendingur- inn sem ekurfyrir Honda-liðið í Formúlu 1 ? G: Button. D: Jenson Button. 7. Hvaða íslenski íþróttamaður hrópaði gjarnan:„l'm a viking, not an eskimo," þegar hann keppti á mótum erlendis? G: Jón Páll Sigmarsson. D: Jón Páll Sigmarsson. 8. Hvað nefndist sameiginlegur heimavöllur austurrísku knatt- spyrnuliðanna Grazer AK og Sturm Graz þar til á annan í jólum ífyrra, þegar nafn- inu var breytt af pólitískum ástæðum? G: Arnold Schwarzenegger leik- vangurinn. D: Ekki hugmynd. 9. f hvaða íþrótt vann hin rúss- neska Yelena Isinbayeva gull- verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004? G: Stangarstökki. D: Stangarstökki. 10. Hvaða íþróttasamband hefur skammstöfunina KL(? G: Keilusamband Islands. D: Kappaksturssam- band Islands. 11. Hvað nefnist heimavöllur NBA- liðanna Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers? G: Staples Center. D: Staples Center. 12. Hvaða eftirnafn bera bræð- urnir sem sagðir eru heilarnir á bak við hinn geysvinsæla tölvuleik, Championship Manager? G: Þeir heita Karíus og Baktus. D: Collyer. 13. Hvaða fyrrum landsliðsmaður Englands lék með bæði Aston Villa og Arsenal á tíunda ára- tugnum, en gerðist spilandi knattspyrnustjóri Notting- ham Forest árið 1999 og náði þar slæmum árangri? G: David Platt. D: Paul Merson. 14. Hvaða íslenski handknattleiks- maður varð bikarmeistari með spænska liðinu Bidasoa árið 1991? G: Alli Gísla. D: Júlíus Jónasson. 15. Fyrir hvaða íþróttafélag hleypur Silja Úlfarsdóttir? G: FH. D: FH 16. Hvaða landslið, sem keppir á HM í Þýskalandi í sumar, þjálfar Hollend- ingurinn Leo Been- hakker? G: Trínidad og Tóbagó. D: Sádí-Arabía. „Kemur á óvart að mark- maður viti eitthvað" Gunnleifur Gunnleifsson sigrar Daníel Berg glœsilega, með 14 réttum svörum gegn 10. „Ég trúi ekki að ég hafi tapað fyrir markmanni,“ sagði Daníel þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við úrslitunum. „Það kemur mér mildð á óvart að markmaður viti eitthvað,“ bætti hann við. Daníel kvaðst þó ekki vera fullkomlega sáttur við eigin frammistöðu. „Ég hefði viljað gera aðeins betur. Taka t.d. spurningarnar um David Platt og Alfreð Gíslason. En það hefði verið erfitt að ná Gunn- leifi fyrst hann tók 14,“ sagði Daníel, en neitaði því að hann teldi að mögu- leikar sínir á að hljóta landsliðssæti hefðu minnkað við það að geta ekki spurningu um landsliðsþjálfarann. „Alfreð er náttúrlega fyrir mína tíð þannig að það er ekkert sjálfsagt að vita þetta.“ Gunnleifur var- hæstánægður þegar sigurinn var í höfn og sagðist strax farinn að huga að næstu keppni. Daníel skoraði á Gunnar Jarl Jóns- son, knattspyrnumann úr Leikni, og tók hann áskoruninni að sjálfsögðu. „Það verður gaman að vinna Gulla. En ef mér tekst elcki að vinna hann í hugþrautinni þá hefni ég mín bara á knattspyrnuvellinum,“ sagði Gunnar. Gunnleifur hló að þessum orðum Gunnars og sagði, innblásinn af anda- gift: „Ég ætla ekki að vera með neinn hroka, maður er orðinn of þroskaður fyrir það. Ég óska Gunnari bara góðs gengis.“ bjorn@bladid.net Skeytin inn Fyrir viðureign Grinda- víkur og ÍA á sunnudag hafði Suðurnesjaliðið aldrei unnið leik í fyrstu umferð efstu deildar íslandsmótsins. Grindavík hefur leikið í efstu deild frá árinu 1995 og var eyði- merkurgangan því orðin 11 ár. Leikurinn endaði 3-2 og var það Jóhann Þórhallsson sem skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. KR-ingar hafa hins vegar sjaldan byrjað Islands- mótið verr. KR tapaði á sunnudag 0-3 á heimavelli gegn FH og er langt um liðið frá því að Vesturbæingar töpuðu svo illa í Frostaskjóli. KR-ingar töp- uðu síðast með þremur mörkum á heimavelli þann 8. ágúst 1993, þegar þáverandi Islandsmeist- arar lA lögðu sebrahestana að velli 1-4. Það voru Mihajlo Bi- bercic og Þórður Guðjónsson sem skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skagamenn en Rúnar Krist- insson klóraði í bakkann fyrir KR með marki úr vítaspyrnu. Rétt svör: 1. Suður-Afrískur. 2. Færeyjum. 3. Martina Navratilova. 4. Asafa Powel. 5. Jón Arnar Magnússon 6. Jenson Button. 7. Jón Páll Sigmarsson. 8. Arnold Schwarzenegger Stadion. 9. Stangarstökki. 10. Keilusamband íslands. 11. Staples Center. 12. Collyer. 13. David Platt. 14. Alfred Gíslason. 15. FH. 16. Trinidad og Tóbagó. Frístundakort fyrir börn 5-18 ára 40.000 kr. á ári í íþróttir, tómstundir og listnám Pearce vill fá Wright-Phillips til baka Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segist glaður myndi viljafáShaunWright- Phillips aftur til liðs- ins en efast um að félagið hafi efni á að kaupa hann. Wright- Phillips átti stórkost- legt tímabil fyrir City í fyrra og var key ptur til Englands - meistara Chelsea síðasta sumar fyrir 21 milljón punda. Wright-Phillips hefur hins vegar lítið fengið að spila í vetur og í kjöl- farið var hann ekki valinn í lands- liðshópinn fyrir HM í sumar. Eftir Shaun Wright-Phillips komu Michaels Ball- ack til Chelsea hefur leikmaðurinn svo færst enn neðar í goggunarröðinni. „Shaun er frábær leikmaður og ég myndi að sjálfsögðu vilja fá hann aftur. Ég reyndi að fá hann lán- aðan í janúarglugg- anum en Chelsea hafnaði því. Það er í þeirra höndum hver framtíð hans verður," sagði Pearce, en bætti við að hann væri fullviss um að næsta tímabil yrði betra fyrir Wright-Phillips, sama hvar hann myndi spila.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.