blaðið - 12.06.2006, Side 8

blaðið - 12.06.2006, Side 8
8IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðiö Bjarndýr meö kattafælni á háu stigi. Kisi hrekkir bangsa Bjarndýr lenti í hremmingum í bænum West Milford í New Jersey ríki í Bandaríkjunum á dögunum. Dýrið flæktist inn í garð Donnu nokkurar Dickey en fékk hálfgert taugaáfall þegar það kom auga á heimilisköttinn, Jack. Bangsinn var svo hræddur við hvæs kisa að hann klifraði umsvifalaust upp i hæsta tréð í garðinum. Kisi hljóp að trénu og hélt áfram að hvæsa að bjarndýrinu. Nágrannarnir tóku eftir háttarlagi kattarins og athuguðu hvað olli háttarlagi kisa. Þeir voru heldur betur hissa þegar þau sáu stærðarinnar bjarn- dýr uppi í trénu. Nauðsynlegt var að færa köttinn inn í hús til þess að veita bangsanum tækifæri til þess að fara niður úr trénu og flýjaábrott. Donna Dickey segir kött sinn stunda afar virkt eftirlit með öðrum dýrum í garðinum og að hann flæmi þau umsvifalaust í burtu fari þau á yfirráðasvæði hans. Þrátt fyrir það segir hún það koma óneitanlega á óvart að kötturinn, sem vegur sjö kíló, skuli hafa afrekað að fæla stærð- arinnar bjarndýr frá garðinum sínum. Ford framleiðir ofurbíl í þágu bættrar umferðarmenningar Ford GT kappakstursbíl er ætlað að varpa ljósi á umferðaröryggi og mikilvægi þess að bera ábyrgð í umferðinni. Framkvæmdastjóri Brimborgar segir slíka bíla geta orðið táknmynd öryggis. Ford GT er ætlað að vekja athygli á umferðaröryggi og mikilvægi þess að bera ábyrgð f umferðinni Einar Magnús Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu, fagnar því að bifreiðaumboð sýni ábyrgð í baráttunni fyrir bættu umferðar- öryggi. Einn þekktasti kappakst- ursbíll síðari tíma, Ford GT, var frumsýndur formlega hér á landi í flugskýli Arngríms Jóhannssonar, flugmanns á Akureyrarflugvelli á fimmtudaginn. Það er Brimborg sem flytur inn bílinn og er ætlunin sú að Ford GT kappakstursbíll er ætlað að varpa ljósi á umferðar- öryggi og mikilvægi þess að bera ábyrgð í umferðinni. Framkvæmda- stjóri Brimborgar segir slíka bíla geta orðið táknmynd öryggis. Einar segir það miklu máli skipta að menn geri sér grein fyrir að slík tæki eigi ekki heima á vegum eða götum landsins séu þeir notaðir sem leikfang. „Bifreiðaumboð hafa sum brennt sig á að þau hafa verið að kitla girnd ökumanna að keyra hratt án þess að benda á að hraðakstur eigi einungis heima á ákveðnum, afmörk- uðum svæðumog þá undir merkjum akstursíþróttafélaga. Umferðarstofa fagnar þvi að ákveðin breyting hafi orðið í þeim efnurn." Að sögn Einars er Umferðarstofa fylgjandi og fagnar einnig öllum hug- myndum ákveðinna sveitarfélaga um uppbyggingu akstursíþrótta- svæða. „Við teljum að slík uppbygg- ing sé mjög mikilvæg. Það verði þá til svæði þar sem hægt er að stunda akstursíþróttir undir ákveðnum reglum og eftirliti, auk þess sem áhættan er í lágmarki,“ segir Einar. Kraftur og ábyrgð Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir að akstur kraftmikilla bíla og aukinn hrað- akstur hafi fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár. „Þetta hefur oft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Þessi þróun krefst þess að bílainn- flytjendur axli samfélagslega ábyrgð í síauknum mæli og við ákváðum strax að nota Ford GT til að vekja at- hygli á málum sem snúa að umferð- aröryggi,“ segir Egill. Egill segir að það kunni að vera að sumir telji það vera þversögn að reyna að stuðla að auknu umferðar- öryggi með innflutningi á ofursport- bíl á borð við Ford GT. „Við teljum að svo þurfi alls ekki að vera. Þvert á móti getur þessi bíll verið tákn um hvernig eigi að beisla kraft með ábyrgð. Það ætlum við að gera með komu Ford GT hingað til lands," segir Egill. Táknmynd öryggis Að sögn Egils þurfa ofursportbílar ekki að vera táknmynd hættunnar í umferðinni eins og oft vill verða. „Slíkir bílar geta allt eins verið tákn- mynd öryggis, því það er eins með bíla og flest önnur mannanna tól að það er sjálfur notandinn sem ræður því hvort að bíllinn sé hættu- legur eður ei. Við ákváðum því að nota kynninguna á Ford GT til að hvetja til öryggis í umferðinni. Við munum nota öll tækifæri sem gefast til að sýna fram á hvernig hægt sé að beilsa kraft með ábyrgð, enda er það grundvallaratriði við akstur allra farartækja.“ Að lokinni kynningu á Akureyr- arflugvelli var bíllinn, sem tekur aðeins 3,6 sekúndur að koma sér úr kyrrstöðu í 100 km/klst hraða, prufukeyrður á flugbrautinni. Ibúar höfuðborgarsvæðisins fá brátt tæki- færi til að virða bílinn fyrir sér í sýningarsal Brimborgar í Reykja- vík. Ford GT var fyrst kynntur til sögunnar í Englandi árið 1964. Bíll- inn var sérstaklega hannaður til að keppa í þolaksturskeppnum á lok- uðum brautum, í upphafi í Le Mans kappakstursins. iSumai-húsid °9 garðurinn Sumarhús CÓWSÆTT A GfílLUÖ í|ffcrnargerd I Sorgarfjöröur '“^iavgardur a 'nunarheppní Sumar Allf fyrir sarð- oí sumarhúsaeiaendur Alhliba fróbleikur fyrir áhugafólk um ræktun. % Tímaritið Sumarhúsiö og garöurinn Ay Tímaritiö Cróandinn Lauftré á íslandi og Garöurinn allt áriö ;Þriú frábær áskriftarfilboð gróandinn (’KAShl ll 0G Kímíim rMHvmisusr RT Þú www.r/t./s Argangur 2006 af • tímaritinu Gróandinn á a&eins kr. 2.130.- Þrjú blöb á ári, sé greitt me& VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma. HII’I’M Uj I l,KÓl)l KtU‘\ "'“‘■Kujowhónw > At.(RI/VI tíínv i t thi it/ tpj . ,,V. '' nUJIIIMK H I HMUIU ÍM,'’> 'i'íintun oc uicuinn Bókaflokkurinn „Vi& ræktum' bók nr. 2, Lauftré á íslandi Tilboö a&eins kr. 2.450.- Sé greitt með VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir fyrir hverja bók og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Önnur bókin í bókaflokknum Vib ræktum er komin út. Hún fjallar um 53 tegundir iauftrjáa sem geta ná& 5 m hæ& hér á I landi, ræktun þeirra og þrif. I Bókin bý&st í áskrift á kr 2.450,- mi&ab vi& ab greitt sé meb I VISA/MASTERCARD. Verb í verslunum kr. 2.900 Nýir áskrifendur tímaritanna fá a& gjöf bókina Garðurinn allt ári&, aö andviröi kr. 2.450 og geisladisk meö efni eftir Stanislas Bohic garöhönnuð. Árgangur 2006 af tímaritinu Sumarhúsið og gar&urinn á a&eins kr. 3.550.- Fimm blö& á ári, sé greitt með VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tfma. Hægt er a& gerast áskrifandi á vefnum okkar www.rit.is e&a me& því a& hringja í síma 586 8005. Sumarhúsið og gar&urinn Sumarhúsiö og garðurinn ehf. Síöumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8005 • www.rit.is Hringdu núna! - Áskriftarsími 586 8005

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.