blaðið - 12.06.2006, Page 13

blaðið - 12.06.2006, Page 13
blaðið MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 BÍLAR I 13 Nýi Hyundai Santa Fe er rúmgóður og í hann má m.a. fá aukabúnað sem gerir kleift að fjöiga sætum úr fimm í sjö. þessa og ég get ekki annað en tekið undir það að þetta sé prýðilegur bíll. Helstu ókostir Hyundai hljóta að vera þeir hnekkir sem ímynd hans hefur orðið fyrir en þó tel ég að það sé eitt- hvað sem margir bílar þurfa að fara í gegnum. Það er t.d. löngum vitað að flestir japönsku bílanna þóttu ekki fínir pappírar framan af þó að þeir séu nú á meðal bestu bíla á mark- aðinum. Það tekur tíma að þróa og hanna góða bíla og ég tel að Kóreu- menn séu komnir vel áleiðis með nýju útgáfunni af Hyundai Santa Fe. 1 því samhengi er vert að benda á að Hyundai var í þriðja sæti, næst á eftir Porsche og Lexus, í nýjustu gæða- könnun JD Power & Associates. í nið- urstöðum könnunarinnar segir m.a. að þessi glæsilegi árangur sýni, svo að ekki verði um villst, að Hyundai Upp, upp, upp á fjall... Önnur kynslóð af Hyundai Santa Fe er ekki bara góður í borginni, hann er líka ansi seigur utan vega Mp3 spilari og smekklegt útlit er meðal þess sem nýi Santa Fe jeppinn býður upp á. standi fremst allra í almennum flokki framleiðenda (non-luxury class). Könnunin náði til rúmlega 63.000 bíleigenda, þremur mánuðum eftir að bílakaup fóru fram og snýr hún annars vegar að framleiðslu-gæðum bifreiðarinnar (bilanir o.þ.h.) og hins vegar að gæðum hönnunarinnar (þægindi, hversu vel bíllinn og búnað- urinn nýtist). í 4. til 6. sæti lentu Toy- ota, Jaguar og Honda. Hyundai Santa Fe er ekki í sama flokki og Volvo XC90 og Volkswagen Touareg og þar sem hann er búinn fleiri valkostum en Toyota Rav4 og Nissan X-trail auk þess sem hann er stærri og með fleiri sætum, fellur hann heldur ekki í sama flokk og þeir. Þetta er bíll þarna mitt á milli sem allir bílaáhugamenn og - konur mættu kynna sér betur og það er hægt að gera í B&L um helgina. margret@bladid.net Staðalbúnaður GSL ABS • ESP-stöðugleikastýring • TCS spólvörn • 17"álfelgur - varadekk í fullri stærð • 6 líknabelgir, með afstillingu fyrir barnabílstól • 50/50 læsing á fjórhjóladrifi • Hiti í framsætum • Krómað grill • Útvarp m/geislaspilara og MP3 spilara • Leður á stýri og gírhnúð • Hæðarstillanleg öryggisbelti • Innbyggð árekstrarvörn (krumpusvæði) • Tvöfaldirstyrktarbitaríhurðum • Fimm 3 punkta öryggisbelti • Barnaiæsing • Ræsivörn • Þrju 12 volta tengi • Vökva-, velti- og aðdráttarstýri • Snúningshraðamælir • Bensínlokopnanlegtinnanfrá • Þokuljós aftan og framan • Rafstýrðir, upphitaðir hliðarspeglar • Barnaspegill • Hlíf í skotti yfir farangur (ekki með sjö manna útgáfu) • Hituðframrúðaundirþurrkum • Drykkjarstatíf • Reyklitað gler • Tvískipturafturbekkur • Stillanlegt bak afturbekks • Langbogar • Frjókornasía • Ljós í skyggni • Tvískipt hólf milli sæta • Aksturstölva Staðalbúnaður GLS Lúxus • Leðuráklæði • Tvöföld tölvustýrð miðstöð m/AC • Dökkar rúður • Tvívirk sóllúga • Rafstýrð framsæti • Sjálfvirkur hleðslujafnari • Wndskeið að aftan • Útihitamælir • Öryggishöfuðpúðar á framsætum • Króm á handföngum og speglum • Kælibox milli framsæta • Skriðstillir (cruise control) • Regnskynjari • Hita-ogkæliblásturá3sætaröð Draumur mótorhjólamannsins Bluetooth GSM headset fyrir hjálma er nýjung fyrir vélhjólamenn. Scala Rider er handfrjáls búnaður sem passar á allar gerðir hjálma og gerir vélhjólamönnum kleift að vera í símasambandi án þess að þurfa að taka hendur af stýri. Tækið er algjör- lega veðurhelt og er um hámarks- hljóðgæði að ræða, jafnvel á fullri ferð. Bluetooth GSM kerfið hentar bæði í opna oglokaðahjálmtL Hljóð- nemarnir eru vindheldir og eru þvi ekki viðkvæmir fyrir veðri og vindum sem gætu annars truflað sambandið. Hljóðstillingin er sjálf- virk og tekur mið af þeim hraða sem ökumaður hjólsins ferðast á og úti- lokar truflandi umhverfishljóð. Not- andinn getur móttekið eða hafnað símtölum með raddstýringu án þess að kerfið þurfi að nema sérstaklega raddmynstur ökumannsins. Blueto- oth GSM headset kerfið er mjög ein- falt og öruggt í notkun og uppsetn- ing kerfisins er sjálfvirk þannig að það nær fullri virkni fljótlega eftir uppsetningu. Rafhlaðan endist í sjö klukkustundir og getur staðið í viku án þess að tæmast. Ef þess er óskað að fjarlægja kerfið skilur það ekki eftir sig nein för í hjálminum. Bluetooth GSM headset kostar aðeins 12.900 kr. og fæst hjá Pfaff- I BorgarljósuirfhftBf0,*unn,v'mínuB-w IVt rwmwiiTiiii in iimirnwin ii—ijí—11 iim Meirapróf - Nýir tímar Nýlegir kennslubílar sem uppfylla Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum ^Askomnn I MJODD Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið hefst 14. júní 03 for Mobilo Phonos fílDER

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.