blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 1
Þú færð Vangen í næstu sportvöruverslun Friálst, óháð & ókeypis! ■ HEILSA Sólarvörn veitir falskt öryggi Ráð við hversdags- legum uppákomum Sérblað um viðskipti og fjármál fylgir Blaöinu i dag SÍÐUR 17-25» Viðskipta hagsmunir eða heilsufar? Á undanfömum árum hefur framleiðsla á erfðabreyttum matvælum margfaldast og hún eykst í sífellu. Æ fieiri vísinda- menn segja nú að áhrif þessara matvæla á líkamann séu langt frá því að vera eins skaðlaus og áður var talið. Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasam- takanna, vandar ekki líftæknifyr- irtækjum kveðjurnar og sakar mörg þeirra um óheiðarleg vinnubrögð. í spjalli við Blaðið veltir hann upp þeirri spurningu hvort viðskiptahagsmunir séu mikilvægari en heilsufar íslend- inga, en Island er eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem ekki er skylda að merkja hvort vara sé erfðabreytt eða hvort erfðabreytt hráefni hafi verið notað í samsetta vöru. (slendingar kaupa mikið magn matvæla frá Bandaríkjunum þar sem mikið erframleitt af erfða- breyttum matvælum og þau notuð til vöruframleiðslu. | SÍÐA 12 HORFTTIL FRAMTfÐAR Svo virðist sem stúlkan líti upp til himins með von um betri framtíð þegar hún hlustar á ræðu Kristínar Ástgeirsdóttur. Mikil stemmning ríkti í miðborginni þegar konur máluðu bæinn bleikann í gær. Vilja auka eftirlit með þjónustufyrir- tækjum og starfsmannaleigum Samkomulag milli SA og ASÍ sem koma á í veg fyrir uppsögn kjarasamninga er nánast til- búið. Ekki liggur hinsvegar fyrir hver aðkoma ríkisins verður að málinu. Eftir Aðalbjörn Sigurðsson Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Islands eru langt komin með samkomulag sín á milli um leiðir sem tryggja eiga að kjara- samningum verði ekki sagt upp um næstu áramót. Að sögn forráða- manna beggja sambanda er vinnan það langt komin að fátt annað er eftir en að kynna drög að samkomu- lagi fyrir baklandi ASI. Liður í því er formannafundur Starfsgreinasam- bands íslands sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Til að ekki komi til uppsagnar kjarasamninga um áramót þarf ríkið að koma að umræddu sam- komulagi. ASÍ hefur farið fram á breytingar á félagslega kerfinu í því sambandi, til að mynda breytingar á barnabótum og vaxabótakerfinu, sem og breytingar á skattkerfinu. Kröfurnar eru hinsvegar viðameiri, því SA og ASÍ krefjast þess í samein- ingu að eftirlit verði eflt til muna með starfsmannaleigum og öðrum fyrirtækjum sem hafa erlenda starfs- menn í vinnu. Mörg fyrirtæki sem brjóta af sér SA og ASl hafa síðustu daga unnið að sameiginlegri tillögu í þessum efnum. „Við höfum verið að skoða hluti sem snúa að starfsemi erlendra fyrir- tækja sem koma hingað til lands og síðan stöðu erlends launafólks hjá þjónustufyrirtækjum. Það þarf að taka á þeim fyrirtækjum sem ekki eru að greiða laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og fara á svig við aðrar reglur, svo sem skatta- reglur. Þar er einkum um að ræða fyrirtæki í byggingageiranum og svo veitingareksti, ogþað er töluvert um þessi brot,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög sem skylda starfsmannaleigur til að skrá starfsemi sína. Bæði SA og ASÍ virðast hinsvegar telja að þau lög séu ekki nægilega sterk og kalla eftir opinberu eftirliti. „Við viljum að tekið verði á fyrir- tækjum sem ekki fara að lögum og reglum. Til þess þarf að finna þau fyrirtæki. Við erum ekki að fara fram á að búnar verði til nýjar eft- irlitsstofnanir, heldur að það fari fram endurskipulagning innan þeirra stofnana sem fyrir eru. Við gerum síðan ráð fyrir að þær hafi eftirlit með markaðinum. Þetta verði gert a.m.k. tímabundið til að komast að því hvort vandamálið sé jafn stórt og ASÍ hefur látið í veðri vaka,“ segir Ragnar Árnason, for- stöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. Sameiginlegar tillögur Um sameiginlegt hagsmunamál beggja sambanda er að ræða. SA segir að fyrirtæki sem brjóti á starfs- mönnum sínum hafi betri sam- keppnisstöðu en fyrirtæki sem fari að lögum og reglum. Nálgun ASl er hinsvegar í gegnum þá launamenn sem fá greidd lægri laun en ella vegna þessara brota. Það er hinsvegar ljóst að sam- tökin munu næstu daga halda á fund fulltrúa ríkisstjórnarinnar með sameiginlega kröíugerð í far- teskinu. Ennfremur að ef ekki verða gerðar breytingar í samræmi við þær tillögur verður erfitt að ljúka þríhliða samkomulagi SA, ASÍ og ríkisins og þannig tryggja að ekki komi til uppsagna kjarasamninga um næstu áramót. adalbjorn@bladid.net Ara Abyrgð Númerabirtir Simaskrá Ljós (skjá Nettur og þægilegur þráðlaus sími frá Panasonic Surnargjöfin ACER CS-6531 6.3 Megapixlar Videoupptaka, 640x480 3x Optical Zoom, 4x Digital Zoom ACER 3633 WLMi Intel Celeron M 1.5Ghz orgjorfi 15.4" Breiðtjaldsskjár 512MB DDR2 vinnsluminni 60GB HDD svan) - ^ -SÍDUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 BILALAN Finndu bara bílinn sem þig dreymir um og við sjáum um LÆGRI fjármögnunina. Reiknaðu lániö þilt á www.frjalsi.is, VEXTIR hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur iínu á frialsi@frjalsi.is. Við viljuin aö þú komist sem lengst! FRJÁLSI I}AREESl INGARIiANKINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.