blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaðið blaðió_ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfan'g: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Bangsi heldur áfram að hrella Bjarndýrið sem setti Bæjaraland í Þýskalandi á annan end- ann á dög- unum heldur uppteknum hætti og herjar sem fyrr á sauðfé, kjúklinga, býflugnabú og geitur. Þrátt fyrir að finnskir sérfræðingar í bjarn- dýraveiðum hafi verið kallaðir til að handsama bangsa hefur ekkert gengið og gerist dýrið frakkara með hverjum degi sem líður. Á aðfaranótt laugardags heim- sótti bangsi þorpið Kochel am See þar sem hann át kanínu sem var í eigu 12 ára gamallar stúlku, borðaði hunang úr býflugnabúi og gerðist svo óskammfeilinn að setjast fyrir framan lögreglustöð þorpsins þar sem að hann gæddi sér á naggrís. Um morguninn var hann svo horf- inn aftur í skóginn þar sem hann felur sig. Þrátt fyrir mikla leit að bangsa síðustu mánuði er hann ávallt einu skrefi á undan veiðimönnum og tekst að fara huldu höfði. Bjarn- dýrið flækist á milli landamæra Þýskalands og Austurríkis þar sem það veldur usla hvert sem það fer. Finnsku sérfræðingarnir í bjarn- dýraveiðum hafa frest fram á sunnu- dag til þess að handsama dýrið en þá rennur út samningur þeirra við bæversk umhverfisyfirvöld. Finn- arnir fá rúmar þrjár milljónir kló- festi þeir bangsa. Það gæti orðið skammgóður vermir þar sem fréttir herma að bróðir björnsins hafi sést í ítölsku ölpunum og sé á leið norður á bóg- inn. Þeir koma báðir frá griðlandi fyrir bjarndýr í Trentínó á Ítalíu og sagt er að reiði þeirra gagnvart bú- fénaði komi frá móður þeirra. Bæverja Skaðræðisbangsi Skrúfað frá hananum Bladid/Steinar Hugi Liðsmenn slökkviliðsstöðvarinnar á Tunguhálsi voru á ferðinni í Árbænum í gær. Fóru þeir um og gengu úr skugga um að allir bruna hanar hverfisins virkuðu sem skyldi. Tónlistarhúsi og hatækni- sjúkrahúsi verði frestað Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður, vill setja andvirðið af sölu Landsímans í gjaldeyrisvarasjóð og fresta byggingu tónlistarhúss. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir brýnt að taka þá fjármuni sem feng- ust fyrir söluna á Landsímanum og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðla- bankans. Það þýðir að fresta verður byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Framkvæmdum við tónlistarhús á hafnarbakkanum í Reykjavík á einnig að slá á frest að mati þingmannsins. I ræðu sinni á 17. júní sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að til þess að tryggja stöðugleika hér á landi á næstu árum komi til greina að fresta tímabundið opinberum framkvæmdum af hálfu ríkisins. Einar Oddur Kristjánsson tekur undir með forsætisráðherranum og hvetur til þess að verkefnum á borð við hátæknisjúkrahús og tónlistar- hús verði frestað. Símapeninga í gjaldeyrisvarasjóð „Ég tel að ríkinu beri skylda til þess að gera allt sem í þess valdi stendur til að draga úr þeirri ofhitnun sem er hér í efnahagskerfinu,“ segir Einar Oddur. „Ég hef sagt að það væri best að taka alla þessa símapeninga og setja þá inni í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það er mjög brýnt að gefa þau skilaboð að okkur sé alvara í þessum málum.“ Einar Oddur segir nauðsynlegt að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðla- bankans til þess að tryggja gengi ís- lensku krónunnar. Aðspurður hvort sú ákvörðun að setja Landsímapen- ingana í gjaldeyrisvarasjóðinn fresti ekki byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut segir Einar Oddur: „Að sjálfsögðu. Það þarf nauðsyn- lega að tryggja gengið, og aðgerðir í þessa veru myndu örugglega hafa veruleg áhrif.“ Einar nefnir fleiri framkvæmdir sem vert er að bíða með. „Við erum í einkaframkvæmd með Reykjavíkur- borg vegna byggingar tónlistarhúss og það má alveg slá því á frest.“ Að- spurður hvort sú framkvæmd sé ekki of langt gengin til þess að hægt sé að stöðva hana segir Einar svo ekki vera. „Það er alltoflangt gengið að fara í hana á þessum tímapunkti og hvorki staður né stund til þess að byrja á þessu verkefni núna.“ Einar segir að komi til þess að ríkið verði gert skaðabótaskylt vegna þess að framkvæmdin við tón- listarhúsið sé þegar hafin verði þá svo að vera. Einnig er brýnt að mati Einars að ná tökum á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Það er mjög mikilvægt viðfangsefni og ég býst við því að það séu tillögur þar að lútandi í smíðum.“ Einar segist styðja forsætisráðherr- ann heilshugar í því sem hann sagði í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn. „Það hefur ekki enn verið gengið frá þessum málum nákvæmlega, en ég vil ekki útiloka neitt þegar kemur að því að fresta framkvæmdum,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. Rúmur helm- ingur vill rifta varnarsamningi Rúmlega helmingur þjóðar- innar er hlynntur uppsögn varn- arsamnings við Bandaríkin sam- kvæmt könnun sem þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar, lét gera. 53,9 prósent sögðust vera hlynnt uppsögninni á meðan 24,8 prósent voru andvíg. 802 tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfall 722. Athygli vekur að fleiri sjálf- stæðismenn eru hlynntir upp- sögn samningsins, eða 41,5 pró- sent, á meðan 37,8 prósent eru andvíg. Helgi segir á heimasíðu sinni tímabært að segja samningnum við Bandaríkin upp og að könn- unin staðfesti að sterkur vilji sé hjá þjóðinni til þess að gera það. Þyrlur varn- arliðsins fara til Englands Varnarliðsþyrlurnar verða framvegis staðsettar i Laken- heath í Suffolk. Þyrlubjörgun- arsveit varnar- liðsins á Kefla- víkurflugvelli mun í fram- tíðinni verða staðsett í flug- stöð breska flughersins í Lakenheath á Englandi. Frá þessu er greint í dag- blaðinu Stars and Stripes sem gefið er út fyrir bandaríska herinn. Nú þegar eru tvær af þyrlunum fimm komnar til Englands, sú þriðja fer á næstunni en tvær þær síð- ustu verða fluttar til Lakenheath um miðjan september. Þyrlubjörgunarsveitin er eina sveitin í Keflavík sem ekki verður leyst upp. Bandaríska blaðið greinir frá því að brott- flutningur þyrlusveitarinnar hafi verið sérstaklega harmaður af þeim Islendingum sem verið hafa mótfallnir brottflutningi hersins. Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við dagblaðið að sveitin hafi á síðustu þremur áratugum bjargað hundruðum manna til sjávar og sveita hér á landi. I greininni kemur einnig fram að brottflutningurinn frá Keflavík sé að ná hápunkti sínum og að um miðjan júlí verði færri en 500 manns eftir á stöðinni. SJÓNARHÓLL Gleraugnaverslun fyrir svipmikla STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði # Heiðskirt Léttskýjað SkýjaðAlskýjað4^*-^ Rigníng, lltilsháttar^í^Rigning Jfc£*^Súld ^ Snjókoma * Slydda Snjóél Skúr ihlj'Jjlf Algarve 25 Amsterdam 20 Barcelona 26 Berlín 24 Chicago 18 Dublin 16 Frankfurt 25 Glasgow 14 Hamborg 22 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 22 London 21 Madrid 30 Mallorka 31 Montreal 19 New York 23 Orlando 23 Osló 20 París 24 Stokkhólmur 25 Vin 27 Þórshöfn 10 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.