blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöiö Katalónía fær aukna sjálfstjórn á Spáni Ný stöðulög gagnvart miðstjórnarvaldinu í Madríd voru samþykkt í kosningum um helgina en lítil þátttaka veldur vonbrigðum. José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur lengi verið hlynntur því að Katalónar fái aukna sjálfstjórn. Reulers UM 75% þeirra sem þátt tóku í þjóð- aratkvæðagreiðslu í Katalóníu á Spáni á sunnudag studdu áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins gagn- vart miðstjórnarvaldinu í Madríd. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að Katalónía verður nú það hérað í Evrópu sem einna mestrar sjálfstjórnar nýtur. Yfirvöld í hérað- inu munu nú halda eftir stærra hlut- falli þeirra skatttekna sem þar verða til en áður og það sama er að segja um þau útgjöld sem ákveðin verða. Þá munu völd heimamanna á sviði málefna innflytjenda verða aukin og stjórnvöld munu í auknum mæli stjórna rekstri flugvalla í Katalóniu. Ríkisstjórnin studdi sjálfstjórn- aráætlunina enda var hún unnin í samvinnu við miðstjórnarvaldið i Madrid. Sósíalistar sem eru í stjórn í Katalóníu og hófsamir þjóðernis- sinnar studdu einnig stöðulögin nýju en á móti voru hægri menn í Þjóðarflokknum (PP) og vinstri- sinnar sem krefjast sjálfstæðis Kata- lóníu frá Spáni. Þátttaka var á hinn bóginn lítil. Einungis um 50% kjósenda nýttu sér atkvæðisréttinn. Svo lítil þátt- taka þykir veikja mjög umboð stjórn- valda til að framkvæma þær breyt- ingar sem nú hafa verið ákveðnar. „Þjóð" innan Spánar Ferli þetta hófst í septembermán- uði árið 2005 þegar þing Katalóníu samþykkti nýja útgáfu af stöðu- lögum sem skilgreina hvernig háttað skuli sambandi og skiptingu valdsins á milli Katalóníumanna og miðstjórnarvaldsins í Madríd. í nýju stöðulögunum er vísað til þess í inngangi að Katalóníumenn séu „þjóð” innan Spánar. Stuðningsmenn breyttra stöðulaga telja að Katalóníumenn hafi fram til þessa ekki notið tekna í réttu hlutfalli við framlag sitt til spænsks efnahagslífs. í Katalóníu búa um 15% Spánverja en þar verður til um fimmtungur af tekjum hagkerfisins. Andstæðingar héldu því á hinn bóginn fram að frumkvæði Kata- lóníumanna gæti reynst stórhættu- legt. íbúar í öðrum héruðum Spánar kynnu að fara að dæmi þeirra og krefjast aukinnar sjálfstjórnar. Af- leiðingin gæti orðið sú að Spánn leystist upp. I því efni horfa margir til Baskalands sem einnig nýtur mikillar sjálfstjórnar. Vera kunni að Baskar taki nú að hugsa sér til hreyf- ings og freista þess að knýja fram ný stöðulög gagnvart miðstjórnarvald- inu í Madríd. Stuðningur við sjálf- stæði er mikill í Baskalandi. Mávaþing í Hafnarfirði Bla6l6/SleinarHugi Mávar eru áberandi víðsvegar á höf uðborgarsvæðinu um þessar mundir. Fjöldi þeirra var kominn saman til fundar í Hafnarfjarðar- tjörn um helgina. Ekki er vitað hvert tilefnið var og fjölmiðlum hefur ekki borist ályktun frá fundinum. eldflaugaskot Vaxandi spenna vegna fyrirhugaðra tilrauna Norður-Kóreumanna á langdrægri eldflaug. Japanir, Bandaríkjamenn ogÁstralir vöruðu stjórnvöld í Poyongyang í Norður-Kóreu í gær við afleiðingum þess láti þau verða af fyrirhuguðu til- raunarskoti á langdrægri eldflaug. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði á fundi með blaða- mönnum í gær að skjóti Norður- Kóreumenn eldflauginni á loft muni Japanir bregðast við af hörku í samráði við Bandaríkjamenn. For- sætisráðherrann vildi ekki útskýra nánar í hverju viðbrögðin gætu fal- ist en talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í gær að japönsk stjórnvöld hefðu beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að funda um málið. Útilokaði talsmaðurinn ekki að þau myndu krefjast viðskiptavingana gagnvart Norður-Kóreumenn. Stjórnvöld í Ástralíu, sem er eitt fárra ríkja lýðræðisríkja heims sem á í stjórnmálasambandi við Norður-Kóreumenn, hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugð- ara eldflaugatilrauna við sendiherra landsins. Einnig hafa bandarísk stjórnvöld komið áleiðis viðvör- unum til stjórnvalda í Poyongyang en hafa ekki fengið svör við þeim. Óvíst um skot Samkvæmt bandarískum embættis- mönnum hafa Norður-Kóreumenn lokið að fylla Taepodong-2 eldflaug af eldsneyti og geta skotið henni á loft með litlum fyrirvara. Talið er að eldflaugin dragi á bilinu 3.500 til 6.000 kílómetra og nái því til skot- marka í Bandaríkjunum. Óttast var að eldlauginni yrði skotið á loft um síðustu helgi en ekkert varð af því. Spáð er rigningu yfir Kóreuskag- anum fram til miðvikudags og gæti það enn seinkað tilraunskoti. Sér- fræðingar telja þó líklegra að af skot- inu verði þar sem tæknilega er erfitt að fjarlæga eldsneyti úr flauginni og verði ekki af skoti innan fjörtiu og átta klukkustunda eftir að það er búið að fylla flaugina brotnar elds- ney tið niður og veldur skemmdum á henni. Aðrir sérfræðingar halda því fram að eldsneyti geti verið á flaug- inni í allt að mánuð án þess að það valdi skemmdum. Talið er að þróun N-Kóreumanna á langdrægum eldflaugum gæti orðið til þess að viðkvæmt valdajafn- vægi ríkja í Suður-Asíu raskist með Reuters Kim Jong II, leiðtogi Norður-Kóreu, held- ur áfram að ögra alþjóðasamfélaginu. þeim afleiðingum að vopnakapp- hlaup gæti hafist. Fjármálamark- aðir endurspegluðu vaxandi spennu á svæðinu en japanska yenið féll mikið bæði gagnvart evru og breska pundinu. Eldflaugatilraunir N-Kóreumanna komu heiminum í opna skjöldu árið 1998 er þeir skutu meðaldrægri flaug yfir Japan sem lenti í Kyrra- hafinu. Ári síðar lýstu stjórnvöld í Poyongyang því yfir að þau myndu hætta tímabundið tilraunaskotum á langdrægum flaugum. Öljóst er hvers vegna stjórnvöld ákveða að ögra alþjóðasamfélaginu með fyrirhuguðum tilraunum nú. Stjórnmálaskýrendur telja hugsan- legt að Norður-Kóreumenn vilji vekja athygli á sterkri samninga- stöðu sinni en viðræður um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreu hafa legið niðri síðan í nóvember og kastljós alþjóðasamfélagsins hefur fyrst og fremst beinst að kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í Teheran síðan þá. Á sama tíma hafa bandarísk stjórnvöld gripið til harðra aðgerða gegn Norður-Kóreumönnum vegna ásakana um stórtæka fölsun á banda- rískum dollurum. Slíkar aðgerðir hafa dregið verulega úr gjaldeyris- tekjum stjórnvalda í Poyongyang. Norður-Kóreumenn hafa verið uppvísir að því í gegnum tíðina að selja eldflaugatækni til annarra landa, þar á meðal til Pakistan og írans, og eru stjórnvöld hugsan- lega að senda þau skilaboð til Vest- urlanda að þau muni halda slíku áfram fái þau ekki sínu framgengt í samningum. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að Jap- anir myndu bregðast harkalega við fyrirhuguðum eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna. Munu ekki líða

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.