blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 27
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 . b. ntM»35 Vill ekki vera annar steinn í múrnum RogerWaters neitar aö vera steinn í veggnum sem lokar Palestínu af frá lífsnauðsynjum. íslandsvinurinn Roger Waters aflýsir tónleikum í Tel Aviv til þess að mótmæla hernaðaraðgerðum ísraelsmanna sem sætt hafa harðri gagnrýni alþjóðlegra friðar- og mannréttindasamtaka og stofn- ana. Waters heldur tónleikana þess í stað í bæ sem bæði er byggður Palestínumönnum og ísraelum. Fyrrverandi Pink Floyd meðlimur- inn Roger Waters, sem mánudaginn 12. júní spilaði fyrir um 15.000 ís- lendinga í Egilshöll, hefur aflýst fyr- irhuguðum tónleikum sínum í Tel Aviv í Israel og fært þá í friðarþorpið Neve Shalom/Wahat al-Salam sem byggt er bæði Palestínumönnum og Israelum. Með þessu er Waters að bregðast við áskorun palestínskra mannréttindasamtaka sem hlotið hafa stuðning félagasamtaka víða um heim, m.a. hjá samtökum Isra- ela sem neita að gegna herþjónustu á palestínsku herteknu svæðunum, þar sem skorað var á rokkstjörnuna og höfund lagsins „Another Brick in the Wall“ að sýna í verki andstöðu sína við byggingu aðskilnaðarmúrs- ins sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi í trássi við alþjóða- lög og úrskurð Alþjóðadómstólsins i Haag. ustu og að hann vonaðist til að sem flestir tækju þátt í baráttunni gegn múrnum. Rödd skynseminnar Roger Waters hefur ákveðið að af- lýsa tónleikum sínum í Tel Aviv fimmtudaginn 22. júní - en ætlar í staðinn að halda tónleika sama dag í friðarþorpinu Neve Shalom/Wahat al-Salam sem staðsett er á milli Tel Aviv og Jerúsalem og er byggt bæði Israelum og Palestínumönnum. I tilkynningu segir Waters að erfitt sé fyrir okkur Vesturlandabúa að skilja þjáningar Palestínumanna sem lifað hafa undir ísraelsku her- námi í 40 ár og að hann styðji bar- áttu þeirra fyrir frelsi. „Ég hef fært tónleikana til Neve Shalom/Wahat al-Salam til að sýna samstöðu með rödd skynseminnar, bæði hjá Palest- ínumönnum og ísraelum sem með friðasamlegum leiðum berjast fyrir friði”. kristin@bladid. net Andstæðingur aðskilnaðarmúrsins Roger Waters hefur um nokkurt skeið verið yfirlýstur and- stæðingur byggingar aðskilnaðarmúrsins og hernámsstefnu Israela í Palestínu. Eftir að Alþjóða- dómstóllinn i Haag felldi þann úrskurð árið 2004 að bygg- ing múrsins væri ólögleg, hana ætti að stöðva þegar í stað og að borga ætti fórn- arlömbum múrsins skaðabættur, lýsti Waters yfir stuðn- ingi við átak „War on Want“ hópsins í Bretlandi gegn Að- skilnaðarmúrnum. Við það tækifæri sagði hann meðal annars að múrinn eyðilegði efnahags- líf Palestínumanna, kæmi í veg fyrir að börn kæmust í skóla, að veikir gætu nýtt WatersvarflotturátónleikunumíEgilshöll 12.júníogfékkhanngóðadómahjá AðalbirniSigurðs- Mynd/ÞÚK sér heilbrigðisþjón- syni, gagnrýnanda Blaðsins. Loksins, loksins, íslensk danstónlist! íslenska danshljómsveitin „Dr. Mister & Mr. Handsome” er með fjögur lög á Netlista Tónlist.is en hefur enn ekki gefið útplötu. Dr. Mister & Mr. Handsome hafa komið fram á íslenska tónlist- armarkaðinn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þeir hafa ekki enn gefið neitt út en engu að síður gerði hljómsveitin sér lítið fyrir og tyllti sér í 1. sæti Netlista Tón- list.is í þessari viku með nýjasta smelli sínum „Is it Love?” og skákaði þar með Ragnheiði Grön- dal og nýju lagi hennar Með þér. „Ég held bara að það hafi verið vöntun á góðri íslenskri danstón- list og strákarnir eru að gera góða hluti,“ segir Helgi Pétur Jóhanns- son, útgáfustjóri COD Music. „Það hefur ekki verið gefin út góð danstónlist síðan GusGus var og hét,“ segir Helgi. Plata á leiðinni Sveitin á alls fjögur lög á Netlist- anum sem er einsdæmi fyrir hljóm- sveit sem ekki hefur enn gefið út plötu, en ásamt “Is it Love?” eru lögin „Kokaloca”, „Boogie Woogie Sensation” og „Habit Forming Ha- bits” sem er B-hliðar lag á Netlist- anum. Dr. Mister & Mr. Handsome eru þessa dagana að leggja loka- hönd á fyrstu stúdíóplötu sina sem er væntanleg í verslanir í lok júlí en upptökur á plötunni hafa staðið yfir síðastliðnar vikur í Stúdíó Sýrlandi. „Upptökum er bara rétt að ljúka og þær hafa gengið mjög vel,“ segir Helgi Pétur. Fyrsta plata sveitarinnar, sem mun bera nafnið Dirty, Slutty Hoo- ker Money, mun innihalda 13 lög en á meðal þeirra eru lögin, „Kokaloca”, „Boogie Woogie Sensation” og „Is it Love?” sem er vinsælasta lag lands- ins um þessar mundir. kristin@bladid.net Allt i steik hjá Jen? Jennifer Aniston segir að kœrastinn hennar, Vince Vaughn, hafi gert sig að betri leikonu en lætur hafa eftir sér á sama tíma að hún elski ennþáfyrr- verandi eiginmann sinn, Brad Pitt. Það getur verið erfitt að vera Holly- woodstjarna. Allt sem stjarnan segir er haft eftir, misskilið og ýkt. Jennifer Aniston er vinsæl á slúðursíðum blaða um allan heim og einnig er hún eitt algengasta nafnið á slúðursíðum internetsins. Nýlega lét Jennifer Aniston hafa eftir sér að kærastinn hennar Vince Vaughn geri hana að betri leikkonu. „Vince er sá besti sem ég þekki i spuna, ég hef lært svo mikið af honum. Það hefur svo sannarlega hjálpað mér að bæta mig og gera mig að betri leikkonu,“ segir Aniston. Hún hefur verið með Vince Vaughn síðan þau unnu saman að myndinni Brake-up sem frumsýnd verður á Islandi þann 5. júlí. Það virðist sem allt leiki i lyndi hjá parinu og að þau séu hamingjusöm saman. Vince Vaughn og Jennifer Aniston „Ég mun elska Brad allt mitt líf" Þrátt fyrir að leikonan vinalega sé yfir sig ánægð með kærastann sagði hún í viðtali við breska blaðið News of the World fyrir stuttu að hún elski enn fyrrverandi eiginmann sinn, Brad Pitt, sem nýlega eignaðist fyrsta barn sitt með Angelinu Jolie. „Við vorum saman í sjö ár og samband okkar var mjög fallegt þótt það hafi verið flókið. Eg mun elska Brad allt mitt líf og ég vona að við getum orðið vinir aftur,“ segir Jen. Trúlegt er að leikonan sé ekki að meina neitt annað en það sem hún segir, að þau geti orðið vinir, en ekki það að hún vilji taka aftur saman við sinn fyrr- verandi. Hinsvegar hefur Jenni- fer oftar en ekki orðið fyrir því að orð hennar hafa verið mi- stúlkuð og hún hefur oft greint frá því að hún sé ákaflega leið á öllum kjaftasögunum sem um hana ganga. kristin@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.