blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 bla6ið Reuters Berlín sýnir lit Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín Lokheimsstyrj- aldarinnar síð- ari og skilmála- laus uppgjöf og ósigur Þjóð- verja höfðu í för með sér sársauka- fullan skilnað þjóðarinnar við sögu sína og fjöl- margar hefðir. Skyndilega var allt sem minnti á marsérandi og syngjandi brúnstakka foringjans bannað. Þjóðverjar tóku sér sæti á þeim sakamannabekk sem þeir æ síðan hafa vermt. Öllu sem minnti á þýska þjóðerniskennd skyldi komið fyrir í glatkistum sögunnar. Einhverju sinni fyrir allmörgum árum var ég á krá í Berlín og söng ásamt nokkrum drukknum fé- lögum mínum úr MR gamlan söng sem allir urðu að læra í þýskutímum þessara ára; 0 alte Burschenherrlichkeit. Söngurinn var eiginlega kæfður í fæðingu af reiðum og áhyggjufullum dyra- vörðum og barþjónum sem litu á textann sem fjallar um vináttu og tryggð gamalla félaga sem lofgjörð um gamla tíma. Við máttum víst þakka fyrir að vera ekki fleygt út af kránni og barðir fyrir að hafa uppi áróður þjóðernisjafnaðarmanna. Fyrir áhugamenn um þýska sögu og sál eru þessar fótbolta- vikur í Berlín ákaflega merkilegar. Skyndilega er ný bylgja þjóðernis- kenndar og ættjarðarástar runnin upp. Alls staðar getur að líta þýska fána og svipþunga erni enda er borgin öll klædd í svart, gult og rautt. Þjóðverjar virðast líta svo á að þeim sé leyfilegt að sýna harðbannaðar tilfinningar í verki þessa sólríku júnídaga. Þetta veldur svo skemmtilegum þýskum tvískinnungi. Blöðin eru annars vegar full af aðdáun á þýska liðinu og fagna þeim stuðn- ingi sem það fær frá þjóðinni allri, en hins vegar má sjá lærðar greinar frá áhyggjufullum sagnfræð- ingum og þrætubókarhöfundum sem lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar nýfundnu ættjarða- ástar. Menn spyrja sig í alvöru þvort þetta fótboltaæði geti leitt þjóðina aftur í stórkostlegar en jafnframt misheppnaðar herferðir til Parísar, Varsjár og Stalíngrað undir blaktandi fánum, bumbu- slætti og söng. Mörgum finnst ástandið minna óþægilega mikið á Ólympíuleik- ana 1936 þegar borgin var líka öll fánum skreytt og þjóðin velti sér upp úr þjóðerniskennd og stolti yfir unnum og óunnum afrekum. Þá eins og nú var Berlín mið- punktur alheimsins um stund og allra augu hvíldu á borginni. En mestu skiptir fyrir hinn almenna borgara að þjóðinni leyfist að standa upp af saka- mannabekknum í nokkrar vikur og veifa fánunum sínum og æpa taktföstum rómi; Deutschland, Deutschland! Þjóðverjar eiga nefnilega enga eiginlega hvatningarsöngva eins og öll hin liðin. Þeir voru nefni- lega bannaðir eins og öll karlakóra- músíkin árið 1945. Heita stórbrotnum fram- förum - og útgjöldum Frambjóðendur í forsetakosningunum í Mexíkó heita uppbyggingu á öllum sviðum en ýmsir óttast að sagan kunni að endurtaka sig. Andres Manuel Lopez Obrador, helsti frambjóðandi vinstri manna, lofar 30 háskólum á mettfma. Frambjóðendur í forsetakosning- unum í Mexíkó í byrjun næsta mán- aðar heita nú kjósendum þvílíkri aukningu opinberra útgjalda að mörgum þykir nóg um. Vegir verða lagðir, olíuhreinsunarstöðvum fjölgað og einn heitir 30 nýjum há- skólum á næstu sex árum. Landið á nú að „nútímavæða” og draga að erlenda fjárfesta. Ekki er um það deilt að þörf er á mikilli uppbyggingu í Mexíkó. Stoð- kerfi landsins þarf á innspýtingu að halda - verkfræðingahópur einn telur að fjárfesta þurfi fyrir 310 millj- arða dollara á næstu árum (23.000 milljarða króna). Hins vegar óttast margir að loforð frambjóðenda nú feli í sér afturhvarf til þeirra stjórnar- hátta þegar stjórnvöld söfnuðu ævin- týralegum skuldum og fjármunum var fleygt í alls kyns opinberar og oft gjörsamlega misheppnaðar fram- kvæmdir í von um atkvæði. Útgjöld án eftirlits Forsetakosningar fara fram í Mexíkó 3. næsta mánaðar. Roberto Madrazo, sem er í þriðja sæti ef marka má skoðanakannanir, reyndi að hleypa nýju lífi í kosningabaráttu sína fyrr í mánuðinum með því að skýra frá því að hann muni hefja 1.027 opinberar framkvæmdir nái hann kjöri. Þar ræðir m.a. um verkefni tengd samgöngum og uppbyggingu af ýmsum toga. Madrazo er fram- bjóðandi Stofnanavædda byltingar- flokksins (PRI) sem var við völd í Mexíkó frá 1929 til 2000. Á þessum tíma gátu forsetar flokksins ausið út opinberum fjármunum að vild og þurftu ekki að áhyggjur af eftirliti af hálfu þingsins eða fjárlagagerð. Andres Manuel Lopez Obrador, helsti frambjóðandi vinstri manna, hefur tekið undir að flestar þeirra framkvæmda sem Madrazo boðar séu nauðsynlegar en við þær hefur hann bætt 30 nýjum háskólum sem reknir verða íyrir opinbert fé. Þessar stofnanir hyggst Lopez Obra- dor reisa á einu kjörtímabili sem er sex ár. Hann hyggst einnig leggja of- urhraðlest frá Mexikóborg til landa- mæra Texas. Hann hyggst einnig leggjabæðivegogjárnbrautarlestfrá Mexíkóflóa að Kyrrhafsströndinni til að keppa við Panama-skurðinn. Lopez Obrador var borgarstjóri Mexíkóborgar frá árinu 2000 þar til í fyrra. Hann beitti sér fyrir því að lagðar voru fjölmargar tveggja hæða hraðbrautir og hann kom einnig á fót háskóla þar sem nem- endur hljóta ókeypis menntun. En ýmsir telja að þessar fram- kvæmdir allar hafi litlu skilað. Hraðbrautirnar hafa skapað nýjan umferðarvanda. Og háskólinn þykir ekki fyrirmyndar menntastofnun. Námsgjöld eru að vísu engin en þar eru ekki heldur gefnar einkunnir og námskeiðin munu flest snúast um félagsfræði. Felipe Calderon, frambjóðandi Þjóðarátaksflokksins (PAN), sem nú er við völd í Mexíkó tekur líka fullan þátt í samkeppninni. Hann lofar nýjum vegum bókstaflega um land allt. Og hann hyggst einnig bæta aðgang íbúa að drykkjarvatni sem víða er afar takmarkaður með því að reisa hreinsistöðvar og dreifikerfi. Þeir Calderon og Lopez Obrador eru hnífjafnir ef marka má skoð- anakannanir og stefnir í tvisýnustu kosningar í sögu landsins Madrazo á tæpast nokkra von um sigur. Auðjöfur þrýstir má frambjóðendur Ekki leikur minnsti vafi á því að stuðningur við opinberar fram- kvæmdir er mikill og almennur í Mexíkó. Við þetta bætist að Mexí- kaninn Carlos Slim, þriðji ríkasti maður heims, þrýstir nú mjög á frambjóðendur um að þeir lofi stór- brotinni og opinberri uppbyggingu í landinu. Slim hefur sett á stofn bygg- ingar- og fjárfestingafyrirtæki og hyggur á mikil umsvif. Ýmsir halda því fram að Slim muni hagnast mjög verði loforð frambjóðendanna uppfyllt. Auður Slims er metinn um 30 milljarðar Bandarikjadala (rúmir 2.240 milljarðar króna). Slim sjálfur og raunar fleiri halda því fram að nú gefist einstakt tæki- færi til uppbyggingar í Mexíkó. Vextir séu lágir og stöðugleiki ríki. Á áttunda áratugnum leiddi hátt olíuverð til ævintýralegra fjárfest- inga í Mexíkó. Skýjakljúfar risu og gríðarleg ið/ivæðing fór fram. Heilu iðnaðarbæirnir voru reistir. Lopez Obrador og Madrazo sýn- ast enn nálgast stjórnmálin eftir þessum leiðum. Báðir koma þeir frá Tabasco-ríki við Mexíkó-flóann þar sem tvennt einkennir einkum umhverfið; mýrar og risavaxnar opinberar framkvæmdir. Tepetitan, heimabær Lopez Obrador, naut góðs af þessum áætlunum en Þær þykja litlu hafa skilað. Bróðir hans, Jose ramiro, er raunar héraðsstjóri þar. í tíð hans var reist gríðarmikil brú í útjaðri bæjarins sem tengir saman ófæra troðninga þangað sem bú- smali ku einkum eiga erindi. Reynslan víð'a er því ekki sérlega góð. Á níunda áratugnum lauk góð- ærinu þegar olíuverð tók að lækka og eftir sat ríkissjóður skuldum vafinn. Og síðan varð mönnum ljóst að margar framkvæmdanna höfðu verið vanhugsaðar og hörmulega að sumum staðið Lopez Obrador og Calderon boða nú nýja nálgun. Sá fyrrnefndi ætlar að fjármagna uppbygginguna með því að draga úr bruðli og síðan hyggst hann lækka laun þeirra ríkis- starfsmanna sem bestra kjara njóta. Calderon kveðst horfa til einkageir- ans. Kjósendur horfa vonaraugum til frambjóðenda og yfirboða þeirra í nafni „nútímavæðingar” Reuters Frumleg umhverfisbarátta Er þér heitt? Skrifstofu- og tolvukœlar íshúsiö ehf S: 566 6000 Þeir auðmenn sem aka um á sport- jeppum í fínni hverfum Lundúna geta nú átt á hættu að verða fyrir barðinu á frumlegri umhverfisverndarbaráttu. Meðlimir samtaka sem nefnast .Bandalag gegn notkun stórra jeppa í borgum” fara nú um hverfin og setja límmiða á bensínháka sem minna eigendur þeirra á hversu óumhverfis- vænir slíkir jeppar eru í borgarakstri. Sala á stórum jeppum hefur auk- ist gríðarlega í Bretlandi undanfarin ár. Blake Ludwig, talsmaður samtak- anna, segir að slíkir jeppar eyði mjög miklu bensíni auk þess sem þeir séu beinlínis hættulegir í umferðinni. Barátta samtakanna miðast að því að koma af stað hugarfarsbreytingu meðal auðmanna í borginni. Reuters

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.