blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 25
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 MENNING I 33 í fyrra. Hún hét Silfurvængur og hlaut mjög lofsamlega dóma gagn- rýnenda. Svo er ég líka að vinna að mjög stóru verkefni fyrir Bjart. Það er safn smásagna hvaðanæva að úr heiminum. Ég ritstýri því safni og þýði hluta af sögunum. Þar má finna sögur eftir mörg stærstu nöfnin í bókmenntasögunni og við reynum að leita fanga í sem flestum löndum. Það er enn nokkuð langt í að safnið komi út enda mikil vinna sem liggur að baki,“ segir Rúnar Helgi. „Þýðingar farnar að hljóta meiri athygli" Rúnar Helgi telur að starf þýðand- ans sé farið að njóta meiri virðingar í samfélaginu. „Menn hafa talið þýð- ingarstafið vanþakklátt í gegnum tíðina en ég hef nú eiginlega fengið tvenn stór verðlaun á þessu ári fyrir starf mitt í þeim geira þannig að það er kannski að breytast á siðustu árum og það er mikið gleðiefni fyrir okkur sem stöndum í þessu að þýð- ingar séu farnar að fá meiri athygli og að menn séu í meira mæli að átta sig á mikilvægi þeirra fyrir islenska menningu. Orðin „þjóð“ og „þýða“ eru samstofna orð og það fer vel á því að nýafstöðnum þjóðhátíðardegi að velta fyrir sér stöðu þýðinga.“ Nýstúdentar úr Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ tóku þátt í verð- launaathöfninni á 17. júní og þar flutti Ragnheiður Helga Sæmunds- dóttir nýstúdent ræðu um gildi ís- lenskrar tungu fyrir menningarlif fslendinga. Henni mæltist svo vel að Rúnar Helgi segist hafa fengið end- Bragi Ólafs- son og Ósk- arÁrnimeð nýjar bœkur SMEKKLEYSA sm.ehf. gaf á dögunum út tvær nýjar bækur, Fjórar línur og titil eftir Braga Ólafsson og Ráð við hversdagslegum uppákomum eftir Óskar Árna Óskarsson sem báðar eru gefnar út í tilefni af tuttugu ára útgáfuafmæli höfundanna. Fjórar línur og titill eftir Braga Ólafsson er safn 52 texta sem höfundur hefur sett saman á undanförnum árum, og eins og titill bókarinnar gefur til kynna eru textarnir samsettir af íjórum linum og titli. Bragi gaf út sína fyrstu bók, ljóðabókina Drag- súgur, árið 1986. Síðustu útgefin verk hans eru skáldsagan Sam- kvæmisleikir sem kom út 2004, prósaljóðið Innkaupalisti fyrir Kaupmannahöfn sem kom út í 50 eintökum i tengslum við sýningu Smekkleysu Humar eða frægð í Kaupmannahöfn i apríl 2004, og leikritið Belgiska Kongó sem Leik- félag Reykjavíkur hefur sýnt fyrir fullu húsi tvö leikár í röð. Ráð við hversdagslegum uppákomum eftir Óskar Árna Óskarsson er safn húsráða, leið- beininga og heilræða sem höf- undur hefur skrifað fyrirlesendur sína og munu nýtast við ólíkar aðstæður og tækifæri. Óskar Árni gaf út sína fyrstu bók, ljóðabók- ina Handklæði í gluggakistunni, árið 1986 og hefur á tuttugu árum gefið út íjölmörg ljóða- og prósa- söfn, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi. Síðustu bækur hans eru prósasöfnin Lakkrísgerðin og Truflanir í Vetrarbrautinni sem komu út árin 2001 og 2004. Aðdáendur Óskars þurfa ekki að kvíða neinu því von er á nýrri bók frá honum með haustinu. Bækurnar eru báðar um 30 bls. að lengd. Þær eru gefnar út í 299 eintökum og eru 99 eintök af hvorri þeirra tölusett og árituð af höfundi. urnýjaða trú á framtíð íslenskra bók- mennta eftir að hafa hlustað þessa ungu og frambærilegu konu flytja slíka ræðu. Rúnar Helgi er ekki í vafa um gildi þess að þýða heims- bókmenntirnar á íslensku þó að sumir telji það óþarfa hinn mesta að vera að þýða bókmenntir úr alþjóða- tungumálinu ensku á íslensku þegar nánast hvert mannsbarn les ensku. „Ég held að við ofmetum oft ensk- ukunnátu okkar og það kemur ekkert í staðinn fyrir það að lesa á okkar ástkæra, ylhýra. Ég held að það sé einmitt sérstök ástæða til þess að þýða úr ensku því okkur hættir til að sletta óþýddum hug- tökum í miklu mæli. Við þurfum að þýða úr ensku til þess að læra betur að hugsa á íslensku. Það er sjálfsagt ofmælt að til sé i íslensku orð yfir allt sem er hugsað á jörð en það er hægt að koma öllu í orð á íslensku ef viljinn er til staðar,“ segir Rúnar Helgi Vignisson að lokum, ánægður með titilinn bæjarlistamaður Garða- bæjar 2006. Páll Hilmarsson forseti bæjarstjórnar, Rúnar Helgi Vignisson og Gunnar Einarsson bæjarstjóri. MALNING Innimálning kr. 1290.- 3 L. Innimálning kr. 2980.- 10 L. afsláttur af hágæða þakmálningu Verð áður 12,992.- 10L Tilboðsverð 6,496.- I0L BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS "teknos •/ Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni V’ Þoliryfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum V Gæðastöðluð vara á góðu verði •/ Ábyrgð tekin á öllum vömm ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 TEKNOS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.