blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 16 I SUMARIÐ Fuglaganga og stöku kvak 1 kvöld mun Jóhann Óli Hilmars- son fuglafræðingur stýra þriðju- dagsgöngu í Viðey. Eyjan er þekkt fuglaparadís þar sem um 30 fugla- tegundir verpa og margar af elstu heimildum um eyjuna snúa að fugla- lífi hennar. Um þetta leyti sumarsins er fuglalífið í algleymingi og mikið af hreiðrum og ungum að sjá. „I bæklingum sem hafa verið gefnir út hefur fuglalífið verið ítarlega kynnt og hún er á skrám yfir mikilvæga fuglastaði. Eyjan er öll opin og það eru göngustígar þarna út um allar trissur. Fuglarnir eru þó fljótir að venjast slíkri umferð sem er innan þessara marka. Þeir sem að heim- sækja svona fuglasvæði eru venju- lega þeir sem hafa áhuga á fuglum og kunna að umgangast fugla. Þar sem ég þekki til fer fólk venjulega eftir reglum,“ segir Jóhann Óli. Fiðruð paradís í eyjunni má vissulega finna fjöl- breytt fuglalíf og þar halda til sjó- fuglar, mófuglar, spörfuglar og nokkrar endur svo eitthvað sé nefnt. .Þarna má finna fýl, teistu, svartbak og sílamáv af sjófuglum. Sílamávur- Jaðrakan er ein af þeim fágætu fuglateg- undum sem verpa í Viðey inn er reyndar töluvert algengur í eyjunum en virðist þó hafa fengið örlítinn skell. Varp mávsins er mun minna í ár en oft áður og stafar það helst af skorti á sandsílum. Þessi skortur virðist hafa náð til fleiri sjó- fuglategunda sem verpa í eyjunni. Lundi var eitthvað að reyna að þreifa fyrir sér aftur eftir áratuga- eða ald- SERBLAÐ BÍLAR Mánudaginn 26. júní blaöió Auglýsendur, upplýsingar veita: ún Ragnarsdóttu • fSíœiSlO 3722 • Gsm 848 023; • kol!a@b!adid. íús 'lauti Hauí:s%n • Síim 510 3723 • Gsm 691 2209 • ruaaaiw vh; Gleraugnaverslun fyrir ungtfólk STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði 565-5970 SJÓNARHÓLL Auðugt fuglalíf er að f inna í Viðey. Blafíið/SteinarHugi Jóhann Óli Hilmarsson mun leiða fuglagöngu í Viðey í kvöld en hann kann reyndar best við sig bakvið vélina arhlé en mér skilst að það hafi ekki gengið sem skyldi. Lundinn er aftur á móti kominn aftur í Engey. Fyrir utan það sem hér hefur verið nefnt er mikið af mófugli á borð við jaðr- akan, spóa, tjald, hrossagauk, þúfu- tittling, hrafn og steindepil. Eitt stærsta æðavarp landsins var þarna í eina tíð en er ekki lengur. Undir lok 18. aldar voru tínd þarna árlega um 45 kíló af dún.“ Það verður þrammað duglega en þó mun tími gefast til að njóta þess að fylgjast með fuglum. „Við munum væntanlega fara um alla eyj- una, bæði vestureyjuna og heimaeyj- una. Það er meira fuglalíf á austur- eyjunni. Þetta fer svolítið eftir veðri en það verður allavega farið um vest- ureyjuna," segir Jóhann Óli. Það er þá örugglega við hæfi að taka með sér sjónauka til þess að fá enn betri tilfinningu fyrir fuglalífi eyjunnar. Lagt verður af stað með Viðeyj- arferjunni frá Sundahöfn klukkan 19.00 og gangan tekur rúmar tvær klukkustundir. Ferjutollur er 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn en leiðsögn er ókeypis. jon@bladid.net Hvað er hœgt að gera í garðinum? Garðar geta þjónað margvíslegum tilgangi, hvort sem um er að rœða til gagns eða gam- ans. ígarðinum geta þú ogþínir til dcemis: • Tengst náttúrunni • Ræktað gróður og grænmeti • Skoðað fúgla og skordýr • Fylgst með árstíðunum breytast • Slakaðá • Borðað morgun- og kvöldverði • Farið í boltaleik svo lengi sem þess er gætt að skemma ekki blómin • Dútlað með blóm • Buslað í uppblásinni sundlaug þegar vel viðrar • Sótt afskorin blóm til að skreyta stofuna með • Ræktað graslauk og aðrar krydd- jurtir til að gæða matinn betra bragði • Lesið bækur í ró og næði um leið og ferskt loft er dregið í lungun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.