blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 19
- ' rrrm » rrTTT rtirr* blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 HEILSA I 27 Sólarvöm veitir falskt öryggi Sterk sólarvörn verndar húðina ekki alltaf fyrir húðkrabhameini og hrukkum þar sem húðin þarfekki að brenna til að verðafyrir áhrifum sólarinnar. Þrátt fyrir að flestir álíti að sterk sólarvörn verji húðina fyrir húðkrabbameini og ótímabærum hrukkum er það ekki alltaf svo. Húðin þarf ekki að brenna til að verða fyrir áhrifum sólar- innar, áhrifum sem geta valdið húðkrabbameini. Sólarvörn síar venjulega út útfjólu- bláa geisla sem valda sólarbruna. Með því að nota sólarvörn fyllast margir fölsku öryggi og eyða meiri tíma í sólinni en hollt er. Það eykur hættuna á húðkrabbameini. Fæstar sólarvarnir vernda húðina nægilega gegn útfjólubláum geislum sem sog- ast inn í húðina og valda húðkrabba- meini og hrukkum. Þetta á líka við um sólarvarnir sem eru sagðar vernda sérstaklega gegn útfjólu- bláum geislum. Sérfræðingar segja að besta vörnin gegn útfjólubláum geislum sé sólarvörn sem innihaldi zinkoxíð, títaníum tvísýring eða avobenzone. Neytendur ættu lika að leita að sólarvörn sem er vatns- held og er með 30 í styrkleika eða sterkari. Skemmdir safnast saman Vörumerki geta oft verið villandi og til dæmis vísar styrkleiki sólar- varnar einungis til verndar gegn útfjólubláum geislum sem eru síður skaðlegir. „Ég held að fólk skilji ekki að það fær einungis vernd gegn hluta af litrófinu," segir Dr. Sandra Read, talsmaður Akademíu amerískra Fæstar sólarvarnir vernda húðina nægilega gegn útfjólubláum geislum sem sogast inn í húðina og valda húðkrabbameini og hrukkum. húðsjúkdómafræðinga. irnar safnast saman og ekki einu sinni af því.“ Á fæstum sól- A A arvörnum kemur ' ' framhvereglulega á að bera á sig sól- arvörn en læknar segja að það sé að minnsta kosti á tveggja tíma fresti ogíhvertsinneftir sund. Þrátt fyrir að hærra styrktar- stig merki meiri .Skemmd- fólk veit Með því að nota sól- arvörn fyllast margir fölsku öryggi og eyða meiri tíma í sólinni en hollt er. Það eykur hætt- una á húðkrabbameini. vernd munar litlu á mismunandi gerðum sólarvarna. Til að mynda lokar sólarvörn með styrkleika 15 fyrir 93% útfjólu- blárra geisla á meðan sólarvörn með styrkleika 50 lokar fyrir 98% út- fjólublárra geisla. Blekkjandi auglýsingar Flestar sólarvarnir verka efnafræði- lega á húðina þannig að þær drekka ekki í sig útfjólubláa geisla. Hins vegar verður að bera sólarvörn á húðina hálftíma áður en farið er út í sólina og eins þarf að vera með sólarvörn, þó setið sé í skugga. Samkvæmt Matar- og lyfjastofnun Bandaríkjanna getur verið varasamt að treysta auglýsingum um að sólar- varnir séu vatnsheldar eða komi al- gjörlega í veg fyrir útfjólubláa geisla. Samt sem áður segja læknar að fólk skuli nota sólarvörn og jafnvel enn meira af henni en gert er í dag. Húðkrabbamein sífellt algengara Rannsóknir hafa sýnt að sterk sól- arvörn minnkar líkurnar á húð- krabbameini þó hún komi ekki í veg fyrir það. Niðurstöður annarrar rannsóknar benda til að fæðingar- blettir fækki hjá börnum sem nota sterka sólarvörn en fæðingarblettir geta þróast yfir í krabbamein siðar meir. Þrátt fyrir fræðslu meðal almennings um að forðast sólina og sólarbekki fjölgar tilfellum húð- krabbameins ört á Vesturlöndum. Bandaríska krabbameinsfélagið áætlar að 62.000 einstaklingar fái sortuæxli á þessu ári í Bandaríkj- unum og í 7.900 tilfella mun það leiða til dauða. svanhvit@bladid.net Alvarlegar afleiðingar í kjölfar álags á vinnustað Skortur á samskiptum, léleg stefnumótun og illa skilgreind markmið geta leitt til streitu. Hvernig ber að nota sólarvörn! • Berið ætíð á ykkur sólar- vörn hálftíma áður en farið er út á sólríkum stöðum. • Ef dvalið er út í sólinni þarf að bera á sólarvörn á tveggja tíma fresti. Auk þess þarf alltaf að bera á sól- arvörn eftir sund, sturtu eða ef viðkomandi svitnar mikið. • Ekki spara sólarvörnina, berið hana vandlega á allan líkamann í þykku lagi. Betra er að bera of oft á sig sólarvörn en of sjaldan. • Takmarkaðu tíma þinn í sólinni og hvíldu þig reglulega. • Það er líka nauðsynlegt að bera á sig sólarvörn þótt setið sé í skugga. • Notaðu alltaf hatt og sólgleraugu. • Kauptu alltaf sterka sólar- vörn, jafnvel þótt hún sé ei- lítið dýrari. Alag i vinnunni getur skilað hærri upphæð á launaseðilinn, en alvarlegir sjúkdómar geta einnig fylgt með. Streita er skilgreind sem svo að hún sé afleiðing af álagi sem fólk er ekki í stakk búið að takast á við. Yfirleitt er það óumflýjanlegt að fólk finni fyrir streitu sem tengist vinnunni í meira eða minna mæli. Sum störf eru mjög krefjandi og hafa í för með sér meira álag en önnur, þá sérstaklega ef starfið felst í því að stjórna öðru fólki. Til dæmis getur verið mjög krefj- andi að stjórna hópi af sölumönnum sem þurfa að ná ákveðnum mark- miðum innan ákveðins tímaramma. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru einnig oft undir miklu álagi þar sem stundum er um líf eða dauða að tefla o.s.frv. Þessar tegundir álags vara þó yfirleitt ekki í lengi og skila að auki ánægjutilfinningu sem er kær- komin, þvi fátt er betra en vel unnið dagsverk, og í flestum tilvikum er því þannig farið að því meira sem vinnuálagið er, því hærri verður upphæðin á launareikningnum í lok mánaðarins. Gott að gera ráðstafanir til að mæta álaginu Það er mikilvægt að fólk sé undir- búið fyrir aukið vinnuálag; að það geri sér grein fyrir því að tarnir séu í vændum og geti þar með gert viðeigandi ráðstafanir til að mæta streitunni sem tarnirnar hafa í för með sér. Ef undirbúningur er góður tekur minni tíma að komast yfir álagið og jafna sig á eftir. Öllu verri er sú streita sem kemur í kjöl- far þess að það eru gerðar kröfur til starfsmanns um að hann vinni starf sitt eftir ákveðnum Ieiðum, Ieiðum sem hann/hún er ekki undirbúinn fyrir eða getur einfaldlega ekki skilið eða tekist á við. Nánast und- antekningarlaust upplifa einstak- lingar sem fyrir þessu verða mikla streitu sem leiðir jafnvel til annarra alvarlegra veikinda sem eru þá bein afleiðing af þessu álagi á sálarlífið. Þessi staðreynd er að verða fólki meira og meira ljós. í dag er málum þannig háttað í Bretlandi að samtök um heilbrigði á vinnustað (Hazard Campain) berjast fyrir því að fá veik- indi í kjölfar vinnuálags, samþykkt sem vinnuskaða á borð við líkam- lega áverka og slys. Nokkrar ástæður fyrir streitu- völdum í kjölfar vinnuálags Starfið: Langir vinnudagar, óreglulegar pásur, leiðinleg verkefni sem krefj- ast engra starfshæfileika, illa skil- greind markmið, of mikil ábyrgð, of mikið álag. Lélegir stjórnendur: Starfsmenn fá ekki að fylgjast með stefnu fyrirtækisins eða taka þátt í ákvarðanatöku. Léleg samskipti. Stefna fyrirtækisins vinnur á móti heilbrigðu fjölskyldulífi. Samskipti starfsmanna: Lítill stuðningur frá vinnufélögum eða aðstoð fráyfirmönnum. Ósam- ræmdar væntingar. Lausafólk: Lítið starfsöryggi, skortur á tæki- færum til vaxtar og þróunar. Umhverfi: Óþægilegt eða hættulegt vinnu- umhverfi, til dæmis of margt fólk á sama stað, hávaði og/eða léleg loftræsting. margret@bladid. net ^Einstakar búð- og bárvörur unnar úr ólífuolíu beint frá ^rikklandi Olivia í>ví þú átt það besta skilið cVörurnar fást í verslunum Jlagkaupa, ^Fjarðarkaupum 5íafnarfirði, gamkaupum JÍjarðvík og heilsubúðinni ‘Reykjarvíkuvegi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.