blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 30
38 IFÓLK
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöiö
101 REYKJAVÍK?
Smáborgaranum finnst fátt smáborgara-
legra en 17. júnl. Hann þolir Illa hoppukast-
ala, grátandl börn í sykursjokkl og honum
finnst fjallkonan aldrei sætasta stelpan í
bænum.
Eins mikið og hann ann miöborg Reykja-
víkurað öllu jöfnu þá ákvað hann að heilsa
upp á landsbyggðina eina helgi, slaka á í
kyrrð og ró og glotta úr fjarlægð að fjöl-
skyldufólkinu sem streymir úr úthverfun-
um niður á Austurvöll á 17. júnf.
Að verakúl
Smáborgarinn leggur miklð upp úr því að
tilheyra þeim hópi samfélagsins sem telst
vera „hipp og kúl". Hann stendur í röð fyrir
framan skemmtistaðinn Sirkus við Klappar-
stíg kvöldln löng með kaldartær ífötunum
sem keypt voru dýrum dómum í Spútnikog
Gyllta kettinum. Hann hlustar á Mugison
og Sigurrós kyrja unaðslega álfasöngva
og hjólar brosandi um miðbæinn með lopa-
húfuna sína á höfðinu. Hann borðar lífrænt
ræktaða ávexti í hvert mál og hefur nýlega
tekið miklu ástfóstri við kryddjurtaræktun
í eldhúsglugganum heima í 101 Reykjavík.
Erhér ró ogerhérfriður?
Smáborgarinn litli var ekki neinum vafa
hvert halda skyldl á þjóðhátíðardaginn.
Eyrarbakki var áfangastaðurinn og þang-
að var haldiö í góðu kompaníi með hollt
nesti og gúmmístígvél til að hoppa í þá
polla sem á leiðinni yrðu. Smáborgarinn
varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum
með staðinn Ijúfa. Þetta var eins og að
stíga inn I álfabyggð. Húsin voru lítil og
ákaflega krúttleg - flest bárujánsklædd
I öllum regnbogans litum. Rabarbarinn
blómstar I hverjum garði og hvítt lín hékk
á snúrum á víð og dreif. Með stjörnur I aug-
um gekk smáborgarinn niður I fjöru, skildi
stígvélin eftir I svörtum sandinum og lét
sjóinn gæla við hvítar tærnar. Hann var
sannfærður - hér vildi hann eiga heima
um aldur og ævi. Staðurinn var ekki bara
yndislegur - því hefur líka verið fleygt að
Eyrarbakki sé heitasti staðurinn á Islandi I
dag og það skemmir svo sannarlega ekki
fyrir. Vel klædda skáldið Sjón varð víst með
þeim fyrstu til að uppgötva staðinn og sit-
ur hann nú við skriftir innan um rabarbara
og fjörugrjót. Sigurrós mun líka hafa upp-
götvað álfabyggðina og einhverjir meðlim-
ir hennar hafa hreiðrað um sig í kyrrðinni.
Smáborgarinn vill vera með. Hann hefur
sett íbúðina sína i Þingholtunum á sölu og
bíður eftir að draumahúsið á Eyrarbakka
komi á sölu. Hann hugsar sér gott til glóð-
arinnar við sultugerð og Ijóðalestur meðan
öldurnar sleikja tærnar. Hann mun blikka
Sjón í næsta garði og veifa glaðhlakkalega
til Jónsa í Sigurrós. 101 Reykjavík hefur
fluttsig umset.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra.
Klæddistu bleiku á kvenréttindadaginn?
„Já já. Ég var með forláta bleikt hálsbindi í tilefni dagsins.“
f gær, 19. júní, var 91 ár liðið síðan konur fengu kosningarétt á fslandi. f tilefni dagsins var fólk hvatt til að sýna bleikan lit til
að minna á stöðu og réttindi kvenna.
Konur máluðu bæinn bleikan
Það var glatt á hjalla þegar konurnar gengu saman
/ gœr var kvenréttindadagurinn og konur um allt land
klœddust bleiku til þess að vekja athygli á réttindum
kvenna. Fjölmargar konur gengu saman um Kvosina
undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur í boði Kvenna-
sögusafns íslands.
Endurnýja hjú
skaparheitin
Það hefur ýmislegt gengið á hjá
þeim hjónakornum David og Vic-
toriu Beckham en nú stuttu áður
en heimsmeistarakeppnin byrjaði
í Þýskalandi endurnýjuðu þau hjú-
skaparheit sín. David undirbjó fal-
lega athöfn fyrir konu sína, börnin
þrjú og barnapíuna á heimili þeirra
í Madríd. Eftir hneykslið með síð-
ustu barnapíu kann það að hljóma
undarlega að hafa nýju barnapíuna
með í svo náinni fjölskylduathöfn
en það er ef til vill tú þess að koma í
veg fyrir að eitthvað misjafnt gerist
á milli Davids og nýju barnapíunn-
ar. Eins og margir muna gengu hjón-
in í gegnum erfið málaferli í fyrra
þar sem David átti að hafa haldið
framhjá konu sinni með þáverandi
bamapíu. Þetta fór mjög illa með
Vktoriu sem hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla eftir hneykslið og það að
endurnýja hjúskaparheitin er án efa
til þess að bæta geðheilsu hennar
enda er hún farin að láta á sjá.
Victoria Beckham sem hefur alltaf veriö
grönn Iftur hræðilega út þessa dagana
en þessi mynd var tekin af henni I Þýska-
landi þar sem hún fylgist meö eiginmann-
inum spila fótbolta.
Þessi bók sem þú seldir mér:„Það má alltaf plata
sveitamanninn" - það eru bara auðar síður í henni.
HEYRST HEFUR...
Sannkallaður stjörnufans
var í Héraðsdómi Reykja-
ness í gær en þar sáust nöfn
Viggós Sig-
urðssonar,
fyrrverandi
1 a n d 1 i ð s -
þjálfara, og
Hjartar Hows-
ers, tónlist-
armanns og
veitingastaðarýnis. Aðeins tutt-
ugu mínútur liðu á milli mála
þeirra en þeir voru þar vegna
umferðalaga-
brots. Sam-
kvæmt heim-
ildum var
haft á orði
á göngum
Héraðsdóms
að það eina
sem vantaði
væri Eyþór Arnalds og væri þá
kominn vísir að ágætis hand-
boltarokki...
Og meira um Hafnarfjörð
því Árni Guðmundsson,
æskulýðsfulltrúi til 18 ára, hef-
ur sagt starfi sínu lausu. Árni
hefur staðið að gríðarlegri upp-
byggingu æskulýðs- og íþrótta-
mála í Hafnarfirði síðan hann
byrjaði. Einnig hefur hann
gegnt formannsembætti Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar.
Vitað er að mikill söknuður
verður að honum en hitt er þó
ljóst að Mínus-liðar munu ef-
laust fagna þó svo að Árni hafi
gefið út að sveitin sé ein af sín-
um uppáhalds hljómsveitum...
Pað hefur ekki farið fram hjá
mörgum að Eiður Smári
Guðjohnsen, knattspyrnu-
maðurinn
knái, hefur
skrifað und-
ir samning
við kata-
lónskaknatt-
spyrnustór-
veldið FC
Barcelona.
Eiður var staddur hér á landi
um helgina og heyrst hefur
að hann hafi kíkt út á lífið á
laugardagskvöldið í góðra vina
hópi. Það var þó ekki heiglum
hent fyrir stjörnuna því hvar
sem hann kom hópuðust æstir
aðdáendur að drengnum svo
ýmsum þótti nóg um. Það orð
sem farið hefur af Islending-
um, að þeir láti glæstustu syni
og dætur landsins í friði ólíkt
öðrum þjóðum, virðist því
ekki eiga við lengur. Björk þarf
þá líklegast að fara að passa sig
í Melabúðinni.
Dansleikhússsamkeppni
var haldin í Borgarleik-
húsinu fyrir
skömmu og
var hin ágæt-
asta skemmt-
un. Benóný
Ægisson,
rithöfundur
með meiru,
tók þátt að
þessu sinni með verkinu „Dill-
ir dó og Dumma“. I verkinu
fólst beitt ádeila á stríðsrekst-
ur í þágu óhefts markaðsbú-
skapar sem drifinn er áfram
af gráðugum stórfyrirtækjum.
Benóný komst ekki á verð-
launapall í keppninni en hins
vegar vakti athygli að hann var
á meðal þeirra sem hlutu styrk
í árlegri úthlutun úr styrktar-
sjóði stórfyrirtækisins Baugur
Group....
valur@bladid.net