blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaðun Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ÞEGAR AÐHALDS ER ÞÖRF Pessa dagana standa yfir þríhliða viðræður milli Samtaka at- vinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og ríkisvaldsins, þar sem reynt er að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Allir eru þessir aðilar sammála um að forsendur samninga séu löngu brostnar og því þurfi að gripa til aðgerða. Frumkvæðið að þessum við- ræðum er komið frá SA, sem með tilboði um 12 þúsund króna hækkun lægstu launa, opnaði fyrir að þessi vinna hæfist nú í stað þess að beðið yrði til haustsins. Verkalýðshreyfingin, með Alþýðusamband Islands í fararbroddi, fór yfir tilboð SA, en svar þeirra var þegar mjög afdráttar- laust. Þrátt fyrir almenna ánægju með frumkvæði SA er ljóst að verka- lýðshreyfingin telur sig þurfa meira, enda finnst mörgum verkamann- inum sem hann hafi ekki notið góðs af því góðæri sem ríkt hefur hér á landi síðustu misserin. Og þar með liggur boltinn hjá ríkisvaldinu sem virðist vera komið í þá stöðu að geta nánast með einu pennastriki tryggt að friður muni ríkja á vinnumarkaði næstu átján mánuðina. Ríkið þarf hinsvegar að kosta 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöiö EER. 'FYtiK m? GBmt-p tZA SvíflQ'KÝLumi OG'cSK*R.^FTiTt ' Av Þú <SflN6 rR_ FkA F-VTíKFoLþLJ^ 'OVi NUM íg>L4NÞ$.: s einhverju til og svo virðist sem hugmyndir um breytingu á barnabóta- kerfinu eigi upp á pallborðið hjá stjórnvöldum sem og möguleg breyting á vaxtabótakerfinu. Einnig virðast stjórnvöld vera tilbúin að gera aðrar smávægilegar lagfæringar á félagslega kerfinu til að tryggja friðinn. Hinsvegar er tveimur veigamiklum kröfum ASf hafnað. Annars vegar eru það hugmyndir um láglaunaskattþrep sem tryggja myndi þeim sem lægstar hafa tekjurnar hér á landi beinan fjárhagslegan ábata. Stjórnvöld hafa þegar boðað skattalækkun um áramót og krafa ASf virðist ennþá rúmast innan þeirra kostnaðarmarka sem þar hafa verið sett. En þessari hugmynd hafna stjórnvöld alfarið. Hin hugmyndin er jafnvel ódýrari fyrir ríkið. Hún felst í að færa væg- ast sagt umdeild lífeyrisréttindi æðstu embættismanna ríkisins, þar með talið stjórnmálamanna, til samræmis við það sem almennir launa- menn þurfa að sætta sig við. Með þessu myndu stjórnmálamenn sjálfir, sem og aðrir embættismenn ríkisins, færa ákveðna fórn og sýna frábært frumkvæði. Þessari lausn hefur einnig alfarið verið hafnað. Geir H. Haarde boðaði í 17. júní ávarpi sínu að almenningur jafnt sem ríkisvaldið ætti að draga úr neyslu og útgjöldum, í raun herða sultaról- ina. Það yrðu allir að sýna ábyrgð ef draga ætti úr verðbólgu hér á landi. Það er auðvelt að tala á þennan hátt á tyllidögum, en greinilega erfið- ara að standa við stóru orðin þegar sparnaðurinn kemur beint við eigin pyngju og möguleg eftirlaun. Aðalbjörn Sigurðsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöaisími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur Miðvikudaginn 21. júní blaóió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Endurheimtum Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur Fyrir ári síðan ákváðu ríki og borg að selja Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg á almennum markaði. Á Heilsuverndarstöðinni var ýmsum greinum forvarna og heilsugæslu sinnt, auk ungbarna- og mæðra- verndar. Stofnunin var ávallt afar mikilvæg miðstöð heilsugæslu í borginni. Að mati F-listans var það skylda borgaryfirvalda, sem meiri- hlutaeiganda Heilsuverndarstöðv- arinnar, að selja hana ekki nema tryggt væri að það heilsugæslu- og heilsuverndarstarf sem hún var reist til að hýsa yrði þar áfram. F- listinn var eina stjórnmálaaflið í borgarstjórn sem lagðist eindregið gegn sölu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Tillögur F-lista fengu ekki stuðning Við í F-listanum teljum að það heyri undir sveitarstjórnarmenn hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt í borg- inni og hvar hún er veitt. Annars eru þeir að bregðast hlutverki sínu sem kjörnir fulltrúar borgarbúa. Á fundi borgarstjórnar 1. nóv- ember2005 lagði Ólafur F. Magn- ússon, borgarfulltrúi F-listans fram svohljóðandi tillögu um að heilsugæslustarfi yrði áfram sinnt á Heilsuverndarstöðinni: „Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að heilsuverndar- og heilsugæslustarfi verði áfram sinnt á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur og að stöðin verði ekki seld úr eigu almennings. Borg- arstjórn telur að það yrði óbætanlegt tjón fyrir heilbrigðisþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu og menningar- sögu Reykjavíkur ef starfsemi Heilsu- verndarstöðvarinnar ýmist legðist niður eða yrði tvístrað. Ljóst er að tilfærsla á þjónustu stöðvarinnar á Margrét Sverrisdóttir víð og dreif um höfuðborgarsvæðið myndi hafa stóraukinn kostnað í för með sér og gera þjónustuna lakari og ósamhæfðari en áður, en Heilsu- verndarstöðin hentar afar vel fyrir þá starfsemi sem hún var reist til að hýsa.“ Tillagan hlaut ekki stuðning og var felld með 14 atkvæðum gegn 1 atkvæði Ólafs. í staðinn var tillaga borgarstjóra, Steinunnar Valdisar Óskarsdóttur, samþykkt með 14 atkvæðum gegn 1. I tillögu borgar- stjóra var ekki lagst gegn flutningi á starfsemi Heilsuverndarstöðvar- innar en lögð áhersla á „að hugsan- legar breytingar í húsnæðismálum heilsugæslunnar, mæðraverndar og ungbarnaeftirlits verði ekki til þess að þjónusta við borgarbúa skerðist.” Áf því tilefni lagði Ólafur fram svo- hljóðandi bókun: „Það er grundvallaratriði fyrir heilsugæsluna í Reykjavík og heil- brigðisþjónustuna á höfuðborgar- svæðinu að heilsugæslu- og heilsu- verndarstarf sé áfram innt af hendi áHeilsuverndarstöð Reykjavíkur. Af tillögu borgarstjóra má ráða að ekki ríki nægur skilningur á þýðingar- miklu hlutverki Heilsuverndarstöðv- arinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.” Ný staða í málinu Nú berast fréttir af því að fyrirtækið Mark-Hús ehf., sem keypti Heilsu- verndarstöðina af ríki og borg í nóv- ember fyrir tæpan milljarð, hafi aug- lýst hana til sölu eða leigu. Nú er lag og ríki og borg geta bætt fyrir þau mistök sem þegar hafa verið gerð. Sjálfsagt er að kanna strax hvort mögulegt sé að Heilsuverndarstöðin geti aftur komist í eigu almennings svo að unnt verði að bjarga þeirri dýr- mætu starfsemi sem þar fer fram. Höfundur er varaborgarfulltrúi F-listans í Reykjavík Klippt & skorið Miðai við kynjahlutföll á framboðslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavik ætti skipan i nefndir, ráð og stjórnir fyrirtækja á vegum Reykjavíkur- borgaraðlítaalltöðru- vísi úten raun ber vitni. Það er hreinlega kjafts- högg fyrir sjálfstæðis- konuríReykjavíkað hluturþeirraskulivera 1 fyrir borð borinn. Hvað gerðist? Nú eru konur í framvarðasveit í kosningabarattunni alln en þegar á hólminn er komið er leitast við að láta vini og vandamenn (karlmenn) fá stöður og sæti I nefndum og ráðum sem eðlilegast hefði verið að hefðu fallið I hlut þeirra kvenna sem áttu sæti á framboðslista flokksins. Maður spyr sig: Hvað þarfkona t.d. að gera til að fá sæti I stjórn Orkuveitunnar? Fara í kyn- skiptaaðgerð? Kannski að það sé svarið, hver veit?Útkomanerhræðilegogíþetta skipti á flokkurinn að skammastsín þvi svona gerir maðurekki - skamm skamm Villi! SjÁLFSTÆÐISKONAN OLGA AuSTFJÖRÐ A TIKIN.IS Eigendurog stjórnendurFróðahöfðutil- efni til að fagna fyrir helgi.en nýjasta fjöl- miðlakönnun Gallup sýnir að blöð útgáfunnar eru í mikilli sókn. Það vekur hinsvegar athygli að lestur Vik- unnar jókst um 26% milli fjölmiðlakannana og ekki síður að lestur Séð og Heyrt jókst um heil 55%. Þessar tölur hljóta að vekja nokkra athygli í Ijósi þess að Elínu Albertsdóttur, ritstjóra Vikunnar, og Bjarna Brynjólfssyni, rit- stjóraSéð og heyrt, varsagt upp störfum fyrir skemmstu. Ástæðan var sú að rekstur blaðanna þótti ekki standa undir kröfum stjórnenda fyrirtækisins. Eitt megin- hlutverk ritstjóra hlýturað vera að búa til blöð sem almenningur vill lesa, og nú lítur út fyrir að það hafði þessir tveir ritstjórar verið að gera. Það hlýtur að vekja spurningar um það hvaða kröfur verði gerðar til Mikaels Torfasonar sem nýlega var ráðinn aðalritstjóri Fróða. Ef aukn- ing á lestri upp á 55% dugöi ekki til að Bjarni héldi vinnu sinni ætti Mikael að hafa í mörg horn að líta á næstunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.