blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöiö
Lítil velta með
hlutabréf
Lítil velta hefur verið með hluta-
bréf það sem af er júnímánuði.
Mánaðarleg meðaltöl daglegrar
veltu og fjöldi viðskipta hafa
lækkað verulega frá fyrri mán-
uðum ársins.
f Morgunkorni Glitnis kemur
fram að reikna megi með að
velta verði minni að meðaltali
á seinni hluta ársins en á þeim
fyrri. „Hátt vaxtastig innan-
lands og erfiðara aðgengi fjár-
festa að lánsfé hefur áhrif til þess
að færa meiri ró yfir hlutabréfa-
markaðinn. Þá hafa áhyggjur
af harðri lendingu íslenska hag-
kerfisins, hátt verðbólgustig
og kólnun fasteignamarkaðar-
ins áhrif til minni umsvifa á
hlutabréfamarkaði.“
KOKOS-SISAL TEPPI
fciA. 1 L
Falleg - sterk - náttúruleg
VerÖ frá kr. 2.840,- pr. m2
Femínistar uggandi yfir fegr-
unaraögerðum á sköpum
Nokkuð er um fegrunaraðgerðir á skapabörmum kvenna á íslandi. Fem-
ínistar telja þróunina ógnvænlega og líklegt að slíkum aðgerðum fjölgi.
Suðurtandsbraut 10
Simi 533 5300
www.#imneLi*/ttrond
VsTRÖND
Eftir Val Grettisson
Nokkuð er um fegrunaraðgerðir á
skapabörmum kvenna á ári hverju
samkvæmt yfirlækni lýtalækn-
ingasviðs Landspítalans og fram-
kvæmdastjóra lækninga á heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga. Aðgerðir af
þessu tagi eru ekki greiddar niður
af Tryggingastofnun vegna þess að
litið er á þær sem fegrunaraðgerðir,
en ein slík aðgerð kostar 54 þús-
und krónur samkvæmt verðskrá
Heilbrigðisstofnunnar Þingeyinga.
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
talskona femínista, segir þróun-
ina áhyggjuefni og afleiðingu
klámvæðingar.
Ekki sílikon
Samkvæmt Jens Kjartanssyni, yf-
irlækni lýtalækningasvið á Land-
spítalanum, eru aðgerðir af þessu
tagi sjaldgæfar en um fimm konur
koma á ári hverju og sækjast eftir
aðgerðum á börmum á Landspít-
alanum. Hann segist ekki vita til
þess að sílikon hafi nokkurn tíma
verið grætt í barmana heldur sé það
algengara að þeir séu minnkaðir.
Hann segir ásóknina nokkuð jafna
og merkir ekki miklar breytingar á
milli ára.
„Umræðan um lýtalækningar
hefur opnast mjög mikið undanfarið
en aðgerð af þessu tagi hefur staðið
til boða í allnokkur ár,“ segir Jens.
Ásgeir Bragason, framkvæmdastjóri
BlaÖiÖ/SteinarHugi
Katrín Anna Guðmundsdóttir
lækninga við heilbrigðisstofnun
segir svipað upp á teningnum þar
varðandi fegrunaraðgerðir á skapa-
börmum. Slíkar aðgerðir eru sjald-
gæfar en þó eitthvað um þær. Ásgeir
segir að margt geti einnig spilað inn
í eins og ef kona hlýtur áverka við
fæðingu.
„Mér finnst það hinsvegar nokkuð
langt seilst þegar konur fara að setja
sílikon í barmana," segir Ásgeir.
Ógnvænleg þróun
„Þetta sýnir bara hvernig samfélagið
er að verða,“ segir Katrín Anna Guð-
mundsdóttir, talskona Femínistafé-
lagsins. Hún segir það áhyggjuefni
hvert lýtalækningar stefni og segir
klámvæðingu allt of mótandi í sjálfs-
mynd kvenna hér á landi.
Katrín bendir á að afar litlar upp-
lýsingar liggi fyrir varðandi fegrun-
araðgerðir á íslandi. Hún kveðst allt
eins búast við því að fleiri aðgerðir
af þessum toga séu framkvæmdar á
hverju ári.
„Þetta er ógnvænleg þróun," segir
Katrín Anna og bætir við að þótt
sorglegt sé muni aðgerðir á skapa-
börmum sennilega færast í vöxt.
Samkvæmt Landlækni liggja
litlar sem engar upplýsingar fyrir
um fegrunaraðgerðir af þessu tagi
wá Islandi. Embættið er þó að reyna
að afla þeirra enda liggur upplýs-
ingaskylda á einkareknum stofum
sem sjá um slíkar aðgerðir.
valur@bladid.net
Hvalveiði-
bann óþarft
Alþjóðahvalveiðiráðið sam-
þykkti á sunnudaginn ályktun
þess efnis að hvalveiðibann ráðs-
ins sé óþarft. 33 þjóðir greiddu at-
kvæði með tillögunni, en 32 voru
henni mótfallnar. í ályktuninni
kemur einnig fram að nýta beri
hvalastofna með sjálfbærum
hætti á grunni vísindaráðgjafar
og að hlutverk Alþjóðahvalveiði-
ráðsins sé að tryggja ábyrga
stjórnun við hvalveiðar, en ekki
að afstýra hvalveiðum án tillits
til stærðar hvalastofna.
„Þetta er í fyrsta sinn í fjölda
ára sem meirihluti Alþjóðahval-
veiðiráðsins samþykkir ályktun
til stuðnings sjálfbærum hval-
veiðum í atvinnuskyni. Meiri-
hluti hvalveiðiráðsins er þó ekki
nógu stór til þess að ákvarða
kvóta til veiða. Slíkt krefst sam-
þykkis % hluta, 75 prósenta,
greiddra atkvæða,“ segir í frétta-
tilkynningu sem sjávarútvegs-
ráðuneytið sendi frá sér í gær.
Skífan sektuð fyrir
samkeppnislagabrot
Samkeppniseftirlitið hefur
sektað Skífuna (nú Dagur Group)
um 65 milljónir króna fyrir að
hafa endurtekið misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína og brotið
þannig gegn bannákvæðum
samkeppnislaga.
í yfirlýsingu frá Samkeppniseft-
irlitinu segir að Skífan hafi meðal
annars brotið samkeppnislög
þegar gerðir voru samningar við
Hagkaup um sölu á hljómdiskum
og tölvuleikjum árið 2003 og
2004. Mat Samkeppniseftirlitsins
er að brot Skífunnar sé alvarlegt
og þykir hæfilegt að Skífan greiði
65 milljónir í stjórnvaldssekt í
ríkissjóð.
111
mesT
4 400 400 / mest.is
Leimvogi 8, Reyðarfirði
Kraftur, gæði og öryggi
Þegar fjárfesta á í tækjum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við
hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum þeim alhliða fagþjónustu.
MEST býður upp á Metabo rafmagnsverkfæri fyrir fagaðila og framkvæmdafólk.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400.
Malarhöfða 10, Reykjavík Bæjarflöt 4, Reykjavík Hringhellu 2, Hafnarfirði Hrísmýri 8, Selfossi
- allt til bygginga
Fulltrúar Femínistafélagsins, þau Katrín Anna Guðmundsdóttir, Sif Traustadóttir og Gísli
Hrafn Atlason afhenda Ásgeiri Sverrissyni ritstjóra Bleika steininn.
Bleikur steinn
á Blaðið
Femínistafélag Islands afhenti Blað-
inu í gær hvatningarverðlaunin
Bleika steininn. Auk Blaðsins fengu
fjölmiðlarnir Fréttablaðið, Morg-
unblaðið, NFS, RÚV og Viðskipta-
blaðið hvatningarverðlaun Femín-
istafélagsins í ár.
Hvatningarverðlaunin Bleiku
steinarnir voru fyrst veitt 19. júní
árið 2003. Þá voru viðtakendur for-
seti íslands, borgarstjóri, biskup Is-
lands og heilbrigðisráðherra. I fyrra
fengu aðilar tengdir knattspyrnu
hvatningarverðlaunin.
Bleiku steinarnir eru hvatning-
arverðlaun. I þeim felst ekki mat á
frammistöðu, en þau sem steinana
hljóta eru alltaf í þeirri aðstöðu að
geta haft víðtæk áhrif á gang jafn-
réttismála. Bleiku steinarnir eru
hvatning til þeirra til að beita sér á
sviði jafnréttismála og þoka málum
fram á við, segir í tilkynningu sem
Femínistafélagið sendi frá sér af
þessu tilefni.
„Fjölmiðlar eru oft kallaðir fjórða
valdið. Hjá þeim liggja gífurleg völd
því þeir stjórna því hvað kemur
fyrir augu almennings, hvaða
skoðanir við heyrum og hverjir fá
að koma málefnum sínum á fram-
færi. Þannig taka fjölmiðlar þátt í
að móta almenningsálitið og hafa
áhrif á hvað við hugsum og gerum.
Ábyrgð þeirra er mikil og hlutverk
í samfélaginu stórt. Þess vegna er
nauðsynlegt að rétta hlut kvenna í
fjórða valdinu,” segir þar.