blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 24
32 I MENWIWG ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöiö Á sýningu Þjóðmynjasafnsins er hægt að sjá frægar persónur úr mannkynssögunni Vaxmyndasýning á Þjóö minjasafni í sumar Margur íslendingurinn lítur við á vaxmyndasöfnum þegar leiðin liggur um erlendar borgir. Þar gefst okkur tækifæri til þess að horfast í augu við nákvæmar eftirlíkingar af löngu gengnum stórmennum úr sögunni. Það er eitthvað heillandi við vaxmyndir. Góðar vaxmyndir búa yfir óútskýranlegum og dul- úðlegum þokka. Stundum finnum við okkur knúin til þess að teygja út hönd, strjúka vanga og fullvissa okkur um að styttan sé ekki lif- andi. Það er ekki laust við að við finnum fyrir létti þegar vanginn reynist kaldur og stjarfur. Okkur íslendingum gefst ekki oft tæki- færi til þess að berja vaxmyndir augum hér heima á ísaköldu landi. 1 sumar getum við þó séð nokkrar slíkar á Þjóðminjasafninu. Það er jafnan mikið um að vera á Þjóðminjasafninu og sumartím- inn þar engin undanteking. Auk stóru grunnsýningarinnar Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár er boðið upp á fjölbreyttar sérsýningar. Nú hefur verið sett upp sýning á vaxmyndum í eigu safnsins. Þar getur m.a. að líta Ólaf Thors, forsætisráðherra, norska landkönnuðinn Roald Amundsen og þýska munkinn Martein Lúther. Rúna K. Tetzschner er kynningar- stjóri Þjóðminjasafnsins og segir hún vaxmyndirnar hafa verið í eigu þess nokkuð lengi „Vaxmynd- irnar eiga sér nokkuð langa sögu innan safnsins. Flestar eru frá því um 1970. Það eru þó ekki allar vax- myndirnar okkar á sýningunni því nokkrar eru ekki í sýningarhæfu ástandi" segir Rúna. Það vekur nokkra athygli að það eru einungis styttur af körlum á sýningunni. „Við eigum einhverjar myndir af konum, t.d. henni Önnu Borg en hún er því miður ekki sýn- ingarhæf eins og er“ segir Rúna Tetzschner. Þjóðminjasafnið hlaut nýverið viðurkenningu Evrópuráðs sem besta safn Evrópu árið 2006. 34 söfn úr hópi þeirra bestu í Evrópu kepptu um hnossið og þrjú söfn hlutu viðurkenningu. Rúna segir aðsókn að Þjóðminjasafninu hafa aukist mikið í kjölfar þessarar við- urkenningar og að íslendingar séu duglegir að kynna sér menningar- arfinn en vitanlega sé einnig mikið um ferðamenn á þessum árstíma. Vaxmyndasýningin stendur í allt sumar og er ástæða til þess að hvetja alla þá sem áhuga hafa á því að strjúka kalda vanga að skella sér í heimsókn á Þjóðminjasafnið á næstu vikum. Yrsa Sigurðardóttir í útrás Bók Yrsu, Þriðja táknið, hefur notið mikilla vinsæida hér heima og erlendis Glæpasagan Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur naut mikilla vinsælda hér á landi þegar hún kom út árið 2005 og var bókin í hópi hinna mest seldu það ár. Yrsa er nýkomin heim af bóka- stefnunni í Prag þar sem hún kynnti bók sína fyrir fjölmiðla- heiminum. Þriðja táknið kom út í spænskri þýðingu á dögunum en að er fyrsta útgáfan utan Islands. næstu mánuðum mun bókin koma út á nítján öðrum tungu- málum og mun því verða nóg um að vera hjá Yrsu. Spánverjar taka bókinni opnum örmum Útgáfufyrirtækið Santillana gaf Þriðja táknið út á Spáni en fyrir- tækið er með dótturfyrirtæki í öllum spænskumælandi löndum heims. Til að byrja með mun bókin koma út í þeim fimm fjölmennustu en hin munu fylgja í kjölfarið. Nú þegar hafa selst rúmlega 10 þús- und eintök af bókinni í innbundnu formi á Spáni. Spænskir lesendur tjá sig um Þriðja táknið á vefsvæð- inu www.livra.com og þar fær bókin fjórar stjörnur af fimm mögulegum Annasamt sumar hjá Yrsu Sumarið er skipulagt í þaula hjá Yrsu Sigurðardóttur en hún mun tylla niður tá víða um heim í þeim til- gangi að kynna Þriðja táknið. Leiðin mun m.a. liggja um Norðurlöndin og Þýskaland og útgefendur í fleiri löndum hafa boðið henni í kynning- arheimsókn. Ljóst erþó að tími Yrsu er dýrmætur þessa dagana því hún er með nýja bók í smíðum auk þess sem hún vinnur fullan vinnudag sem tæknistjóri á Kárahnjúkum en hún er verkfræðingur að mennt. Forgangsatriði mun þó vera að ljúka við nýja glæpasögu sem mun líta dagsins ljós síðla haust hjá forlaginu Veröld. Nokkur leynd hvílir enn yfir efni nýju sögunnar en ljóst er að Þóra, sem kynnt var til sögunnar í Þriðja tákninu, mun takast á við nýtt og spennandi mál. „Nýr tónn" Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld, segir árangur Yrsu ótrú- legan og að engin ein skýring sé á velgengni hennar. „Yrsa virðist hafa hitt á einhvern nýjan tón með Þriðja tákninu sem hefur skort á markaðnum hingað til. Það er ekki spurning að við erum að njóta góðs af hinni miklu velgengni Arnaldar Indriðasonar erlendis en við erum líka að ná til annarra landa sem segir okkur líka að það er mikið spunnið í bók Yrsu,“ segir Pétur Már. Væntanleg á tuttugu tungumálum Þriðja táknið er væntanlegt á tutt- ugu tungumálum í yfir eitt hundrað löndum í öllum byggðum heims- álfum veraldar. Nú síðast var gengið frá samningum um útgáfu í Rúm- eníu, ísrael og Brasilíu en viðræður standa yfir við útgefendur í fleiri löndum. Sú skáldsaga sem víðast hefur verið þýdd eftir núlifandi höf- und er Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en samið hefur verið um útgáfu á henni á 24 tungu- máli. Bandarískir og breskir útgef- endur buðu hver í kapp við annan til að hreppa Þriðja táknið - og festu sér einnig næstu bók hennar án þess að Yrsa væri nokkuð farin að setja á blað og má búast við því að næsta bók Yrsu um ný ævintýri Þóru muni líka gera víðreist um heiminn. Rúnar Helgi Vignisson hlaut íslensku þýðingarverðlaunin 2006 fyrir þýðingu sína á verki J.M. Coetzee Barndómur Meðgöngutími frumsam inna verka er lengri Rúnar Helgi er bæjarlistamaður Garðabœjar 2006 Rúnar Helgi Vignisson, rithöf- undur og þýðandi, er bæjar- listamaður Garðabæjar 2006. Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti Rúnari Helga starfsstyrk listamanna við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Rúnar Helgi Vignisson hefur lagt stund á ritstörf frá árinu 1981. Hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur og greinar og hefur einnig verið af- kastamikill þýðandi og hlotið mikið lof og viðurkenningar fyrir þýð- ingar sínar á heimsbókmenntunum. Rúnar Helgi hefur m.a. þýtt smá- sögur, skáldsögur og barnabók eftir bandaríska, kanadíska, ástralska, suður-afríska, indverska og breska höfunda. Skemmst er að minnast þess að Rúnar Helgi fékk á dög- unum íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Barndómi eftir suður-afríska Nóbelsverðlauna- hafann J.M. Coetzee sem út kom hjá Bjarti. Rúnar hefur einnig þýtt verk Ian McEwan og Philip Roth á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Rúnar Helgi er fæddur árið 1959. Hann lauk BA-prófi í ensku með íslensku sem aukafag frá Háskóla ís- lands árið 1981. Árið 1987 lauk hann MA-prófi í bókmennatafræðum frá Háskólanum í Iowa í Bandaríkj- unum þar sem hann stundaði einnig frekara nám til ársins 1989. „Viðurkenning samferðar- manna skiptir máii" Rúnar Helgi er að vonum kátur með verðlaunin. „Maður er alltaf stoltur af slíku. Viðurkenning frá samferð- armönnum skiptir alltaf máli og er lífsnauðsynleg ef maður ætlar að helga sig list sinni. Þetta er mikill sómi sem mér er sýndur með þessu. Ég bætist í fríðan flokk listamanna sem hlotið hefur þessa viðurkenn- ingu á undanförnum árum, Sig- urður Flosason saxófónleikari varð t.d. þessa heiðurs aðnjótandi í fyrra þannig að ég er í góðum félagsskap.“ Rúnar Helgi segist reyna að fást jöfnum höndum við þýðingar og eigin skáldskap. „Menn hafa líklega meira orðið meira varir við þýðingar mínar und- anfarin ár en ég hef alltaf verið að skrifa frumsamin verk meðfram þýð- ingarstarfinu. Maður er bara alltaf lengur að vinna þessi frumsömdu verk og er ekki alltaf ánægður með þau þannig að meðgöngutími þeirra er mun lengri.“ Rúnar Helgi er alltaf með fleiri en eitt járn í eldinum og sinnir þessa dagana tveimur verk- efnum auk eigin skáldskapar. „Núna er ég að ljúka við að þýða barnabók sem bera mun titilinn Sólvængur eftir kandadíska höfundinn Kenn- eth Oppel. Bókin mun koma út hjá útgáfufyrirtækinu Græna húsinu sem við konan mín, Guðrún Guð- mundsdóttir, rekum í sameiningu. Fyrri bók Oppels kom út hjá okkur SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu 5 2 6 3 1 7 8 4 9 7 3 4 9 2 8 1 5 6 9 1 8 4 5 6 2 3 7 6 8 2 5 9 3 7 1 4 4 5 1 7 6 2 9 8 3 3 7 9 1 8 4 5 6 2 8 9 3 2 4 1 6 7 5 2 6 7 8 3 5 4 9 1 1 4 5 6 7 9 3 2 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 8 7 9 1 1 3 2 1 8 4 4 2 6 6 5 3 1 9 1 5 6 8 4 1 3 9 4 2 8 5 4 3 9

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.